Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Ég er orðinn ástfanginn …..

emil22.jpg

Tryllirinn er orðinn ástfanginn af kraftlyftingum á nýjann leik. Það er bara verið að pumpa létt vinnusett þessa daganna og svo einn þungur dagur í viku. Í gær var létti dagurinn og fór hann svona fram :

Upphitun

60 kg x 5
80 kg x 5

Vinnusett

100 kg 5×5
110 kg 2×5
115 kg 2×5
115 kg 1×10

Svo verður næst æft á fimmtudaginn en þá verður það 152 kg 3×5 :) Stefnan er sett á 200 kg fyrir 1 September en það eru engar keppnir fyrirhugaðar. Þetta er bara til þess að leika sér smá og halda sér í formi.

Það er ekkert að frétta af kellingarmálum enda er best að vera bara laus við þær :)

Með páverkveðju

Emil

17. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Afslöppun í dag.

Það er bara afslöppun í dag í Björginni. Bara spjall, spila pool, kíkja smá á netið og drekka kaffi :) Næsta deddæfing verður svo á mánudaginn þá verður repsað 100 kg 5×10. Mér líður bara ansi vel þessa daganna enda er maður að verða aðeins sterkari en áður. 180 kg ættu að liggja í deddinu ef ég myndi toppa núna.

Réttstöðulyftan er aðallega bara dútl núna og engar keppnir framundan. Jæja ætla að fara að spila meira pool núna.

Hafið það gott

með kveðju

Emil

14. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

dedd æfing í gær.

Ég tók smá æfingu í gær og er kominn inn í rútínu að dedda tvisvar í viku. Annars vegar verður það á mánudögum ( létt ) og fimmtudögum ( þungt ).

Byrjaði á þessu prógrammi í gær og fór í gegn með eftirfarandi seríu :

60 kg 1 x 5
80 kg 1 x 5
100 kg 1 x 3
120 kg 1 x 3
150 kg 3 x 5

Þetta er svona ágætt til að byrja með og ætti að gefa mér c.a. 180 kg ef ég toppa. Ég er hinsvegar að stefna á 200 kg fyrir 1 september og sjáum til hvort að það gangi ekki bara upp :)

Með kveðju

Tryllirinn

13. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Afsökun litla mannsins ….

wimp.jpg

Nú er komið nóg af því að smátittir séuð rífandi kjaft og bendandi á WILKS formúluna haldandi því fram að þið séuð sterkari en þeir sem þyngri eru þótt að þið taki mun minni þyngdir. Hættið þið smátittirnir að rífa kjaft um að þið séuð sterkari en þeir sem þyngri eru.

Að sjálfsögðu er sá sterkari sem er 150 kg og tekur 150 kg en smátittur sem er 70 kg og tekur 70 kg. Að jafna þessu saman og segja að sá sem taki 70 kg sé sterkari. Tryllirinn blæs á svona kjaftæði og ef þið eruð ósáttir við það þá er það ykkar vandamál.

Tryllirinn á best 230 kg í deddi @ 136 kg sem gerir 170 % af eigin líkamsþyngd á æfingu. en best 217.5 kg @ 136 sem er 160 % af líkamsþyngd á móti. Mynduð þið t.d. segja að ef 70 kg léttmoli tekur 130 að það sé betra því að það sé 185 % af hans líkamsþyngd ….. Hér er blásið á svona kjaftæði !!!!!!!

11. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Valur - Grótta , bikarúrslit !

Valsmenn unnu glæsilegann 29-25 sigur á FH í gær í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Það þýðir að við Valsarar munum mæta Gróttu í úrslitaleiknum þann 28 febrúar næstkomandi. Að sjálfsögðu mun ég mæta til að styða mína menn til sigurs þar. Það var ógleymanlegur leikur þegar Valur sigraði Fram í fyrra og að sjálfsögðu var ég þar, nú mun ég mæta aftur ásamt félaga mínum Magnúsi Korntop og hvetja Valsmenn til dáða !!!!

9. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Helgarfrí.

Þá er maður kominn í helgarfrí. Ég mætti of seint á mánudag og þriðjudag í vinnuna en síðan á miðvikudag og fimmtudag gekk allt vel, en svaf yfir mig í morgun djö ……

Maður tekur bara einn dag í einu og ég stend mig bara betur í næstu viku það þýðir ekkert annað en að berjast í þessu öllu saman. Ég fer í Björgina á morgun til að hitta fólkið milli kl 13 - 17 svo kemur í ljós hvað ég geri á sunnudaginn.

Ætla að byrja að æfa léttann bekk á mánudaginn í MASSA í Njarðvík, reyna bara að repsa 50 kg 8×5 og svo þröngann bekk eitthvað svipað. Annars er bara lítið að frétta af mér og ég bið bara að heilsa ykkur öllum.

Með kveðju

Emil

7. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Byrjaður að vinna aftur.

Þá er maður byrjaður að vinna aftur. Það er gott að vera kominn aftur heim en það var rosalega gaman úti. Það er aðalfundur hérna í Björginni í dag svo að maður verður bara í því. Annars er bara nóg að gera og ég er búinn að labba úr Dósaseli í Björgina bæði í gær og í dag en það er um 20 mínútna göngutúr. Rosalega fallegt veður í Keflavík þessa daganna.

Annars deddaði ég 177 kg á laugardaginn og curlaði 47 kg einu sinni. Fínt að æfa svona þegar maður nennir.

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

3. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Ferðasaga

Miðvikudagur 28 Janúar.

Ég fór til London seinasta miðvikudag ásamt fríðu föruneyti í hópferð á vegum rauðakrossins og iceland express. Þetta var fótboltaferð fyrir fólk með geðraskanir og var ferðinni heitið á leik West Ham - Hull City.

Það var lagt í hann eldsnemma á miðvikudagsmorguninn og sótti leigubílinn mig heim um 05.10 og var haldið þaðan ásamt félögum mínum úr Keflavík upp á Leifstöð. Þar hittum við fyrir ferðafélaganna úr Reykjavík og Hafnarfirði síðan innrituðum við okkur inn rétt fyrir sex.

Ég verslaði síðan í fríhöfninni 2 gb minniskort fyrir myndavélina sem ég var með og síðan fórum við í vélina til Stansted. Þegar þangað var komið tókum við lestina frá flugútgangum yfir á Stansted. Við tókum síðan rútuna yfir á St. Giles Hótelið sem er í miðborg Lundúnar.

stgiles.jpg

Auðvitað skrapp maður aðeins á breskann pub og fengum okkur öl ég og herbergisfélagi minn. Síðan að því loknu þá fórum við aftur upp á hótel og lögðum okkur aðeins þar því að leikurinn sem við komum til að sjá átti að byrja klukkan 20 en við áttum að vera mætt á völlinn tveimur tímum fyrir leik.

pub.jpg

Ég skrapp í West Ham búðina og verslaði þar minjargripi og síðan var komið að leiknum og það var alveg svakastuð á leiknum. Það voru um 34.000 manns á leiknum og yfirburðir West Ham voru þvílíkir. 2-0 sigur staðreynd, þrátt fyrir skot í stöng, slá og vítaspyrnu sem fór forgörðum …..

w1.jpg

Hérna er liðskipan West Ham United.

w2.jpg

Leikurinn að byrja.

w3.jpg

Allt að gerast :)

Síðan eftir leikinn þá var farið aftur upp á Hótel og fljótlega eftir það fór maður bara í háttinn enda þreyttur eftir langann dag.

Fimmtudagur 29 Janúar.

Við vöknuðum um átta leytið og fórum í morgunmat. Það var alvöru enskur morgunmatur en einnig var hægt að velja um evrópskann morgunverð.

b1.jpg

Enski morgunmaturinn :)

Síðan var farið í verslunarferð og var leiðinni heitið í Primark og leikfangabúð sem er staðsett þar rétt hjá Harleys heitir hún minnir mig eða eitthvað svipað. Við stoppuðum tvisvar á leiðinni og fengum okkur smá öl og félagar mínir í hópnum fengu sér að borða.

b2.jpg

Peroni bjórinn er algjör klassík 6,2 %

b3.jpg

Það var líka glæsilegt glasið sem Peroni bjórinn kom í.

a2.jpg

Stella Artois er líka góður …..

Þegar við komum loksins í Primark þá týndi ég hópnum og það endaði með því að ég leitaði að þeim og ráfaði síðan um Lundúnir í um 3 tíma áður en ég fann hótelið. Það var líklega minn klaufaskapur en sem betur fer rataði ég til baka enda eru Lundúnir þvílík stór borg með um 7 Milljón íbúa og ekki sniðugt að vera týndur þar.

Síðar um kvöldið þá fór ég á í góðum félagsskap á krá sem heitir THE TOTTENHAM og fékk mér smá öl þar …..

tottenham.jpg

Það er sko ekkert böl að fá sér öl !!!!

og útaf því að þetta ver seinasta kvöldið í London þá skrapp ég líka ásamt nokkrum úr ferðahópnum á Barinn á hótelinu …..

c1.jpg

Áfram West Ham !!!!!

c2.jpg

Sopinn er góður :)

Heimferðin gekk vel ég skrifa meira seinna um ferðina. Endilega kommentið á þetta :)

Með bestu kveðju

Emil

2. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Skákmót á mánudaginn og utanlandsferð.

Á mánudaginn þá fer ég að græja danska vegabréfið mitt fyrir utanlandsferðina sem verður 28 - 30 janúar en þá fer Tryllirinn til Bretlands að fylgjast með leik West Ham - Hull City. Á mánudaginn verður einnig afmælisskákmót í Vin og verður Tryllirinn með þar líka. Það verður bara gaman og nóg að gera í næstu viku :) Gott mál.

23. janúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

latur að blogga útaf facebook ….

Maður er búinn að vera ansi latur að blogga síðan facebook kom til skjalanna, ég er alltaf þar. Bendi ykkur lesendur góðir að koma þangað og spjalla :)

21. janúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Alvilda 45 ára í dag !

emil.jpg

Í dag er Alvilda 45 ára og það er bara búið að vera gaman hjá okkur í kvöld.

9. janúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Nýtt ár komið enn á ný :)

emil2.jpg

Gleðilegt ár og megi bætingarnar vera sem mestar hjá ykkur bæði í einkalífinu og páver :)

Bestu tölurnar mínar til þessa í páver (keppnistölur ) eru :

HB : 187.5 kg
BP : 90 kg ( 120 kg í bol )
RS : 217.5 kg

Besta mót 187.5 - 90 - 210 = 487.5 kg

Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari !!!!

2. janúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Gleðilegt ár !!!

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Kveðja

Tryllirinn

31. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Ný vinnuvika hafin plús pávertal !

bakid.jpg

Þá er ný vinnuvika hafin en stutt verður hún, bara vinna í dag mánudag og á morgun þriðjudag síðan er frí til 5 janúar næst komandi. Ég hef nú verið latur við að blogga á þessa síðu eftir að ég byrjaði á facebook en reyni nú að vera aðeins duglegri. Páverkrafturinn eins og staðan er núna um áramót er í kringum það sem hér segir :

Réttstöðulyfta : 160 kg
Hnébeygja : 140 kg
Bekkpressa : 80 kg

Samtals : 380 kg

að sjálfsögðu verða málin tekin föstum tökum að bæta þessar tölur en á æfingum hef ég verið að repsa 100 kg 5×5 og 120 2×5 auk þess að æfa grip með 60 kg á stönginni. Ég er að vonast til þess að fara í um 200 kg úr miðju ári í bæði réttstöðu og hnébeygju og gera atlögu að 100 kg múrnum í bekk á kjötinu. Bestu tölur mínar á móti eru 187.5 - 90 - 210 = 487.5 kg en það á að reyna að bæta þessar tölur á nýju ári.

Megi páverinn vera með ykkur og gleðilegt ár :)

Með kveðju

Tryllirinn

29. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Jólabragur

tilae_1.jpg

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér. Kominn í helgarfrí úr vinnunni, svo er bara einn vinnudagur í næstu viku og 2 í þar næstu. Þann 8 Janúar næstkomandi verð ég búinn að vinna í 1 ár hjá Dósaseli og gengur bara vel.

Ég verð hjá fjölskyldunni minni í bænum á Aðfangadag en hina daga í Keflavík. Keppi kannski á forsetamótinu þann 27 Desember er ennþá að pæla í því hvort að ég láti vaða á það en sé bara til með það. Ég er nú með réttstöðulyftustöng heima hjá mér sem er hlaðinn með alls 204 kg þegar allt er á henni er nú að repsa 100-120 kg á henni í réttstöðulyftunni þessa daganna bara að grunna vel.

Set inn eftir helgi mynd sem var tekin af okkur í vinnunni og sett á jólakort sem var sent til viðskiptavina Dósasels, mjög fín mynd og gaman að því. Ég óska ykkur bara gleðilegra jóla og hafið það gott.

Með kveðju

Emil

19. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Jólakveðja frá TRYLLINUM !!!!!!!

11.JPG

GLEÐILEG JÓL OG HAFIÐ ÞAÐ SEM BEST YFIR HÁTÍÐARINNAR. HÉRNA FÁIÐ ÞIÐ AÐDÁENDUR MÍNIR FRÍA MYND AF MÉR Í JÓLAGJÖF.

MEÐ JÓLAPÁVERKVEÐJU

TRYLLIRINN

15. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Lítið bloggað þessa daganna ….

12.jpg

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér þessa daganna. Í gær var jólaball og bocciamót hjá Nes og eftir fyrri dag af tveim þá er mín sveit með 2 vinninga af 3 mögulegum. Unnum fyrst 8-6 og síðan 10-5 en töpuðum síðan 1-9 Vonandi gengur betur hjá okkur næsta miðvikudag þegar mótið klárast.

Á morgun verður síðan jólamót Bjargarinnar í skák og eru 5 skráðir núna og koma vonandi 4-5 í viðbót frá VIN í Reykjavík. Úrslit verða birt hérna á síðunni. Síðan má þess geta að á mánudaginn þá verður jólaskákmót í Vin og er að sjálfsögðu öllum velkomið að mæta þar.

Í kvöld verð ég með matarboð heima í kvöld þannig að sögur af kvennafari verða að bíða ……

11. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Innflutningspartý

Það er framundan innflutningspartý á morgun, jólaskákmót í björginni á föstudag í næstu viku og síðan jólaskákmót í vin mánudaginn 15 des. ekkert mikið að frétta nema að það gengur bara allt vel.

bið að heilsa

Emil

5. desember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

SANNLEIKURINN !!!!!

emil22.jpg

ÞÓTT VERALDARGENGI SÉ VALT
OG ÚTI ANDSKOTI KALT
MEÐ GÓÐRI KELLINGU
Í RÉTTRI STELLINGU
BJARGAST YFIRLEIST ALLT

25. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Nú er það svart …..

Nú er það svart ….. Æfing dagsins stóð ekki alveg undir væntingum. Tók í hnébeygjunni 20 kg x 10 , 100 kg x 2, 120 kg x1, 140 kg x1 , 160 kg x 0 ….. Beggi Túrbó var með mér á æfingunni og ég féll aftur á bumbuna á honum og hann hjálpaði mér að ná stönginni af öxlunum eftir að ég hefði ekki þyngdina.

Réttstaðan var síðan 100 kg x1 , 140 kg x1, 160 kg x1 það var algjör toppur …..

Það er ljóst að það er mikil vinna framundan

17. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli