Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Páverandinn svífur yfir vötnunum ….

2july300x305.jpg

Eftir vandlega íhugun þá hef ég ákveðið að reyna að sprikla smá til að vera í einhverju smá formi fyrir sterkasti fatlaði maður heims 2009. Þetta kemur til af því að það hefur verið skorað á kallinn að vera með enda þarf alltaf að vera með celeb á svona mótum.

danni-korntop.jpg

Menn eins og Korntop, Daníel Unnar og fleiri aðdáendur hafa sagst ekki skilja hvers vegna pávermaður á besta aldri sé ekki að keppa og skorað á kallinn að vera með. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bregðast aðdáendum sínum

Æfingar munu hefjast formlega eftir helgi og við sjáum bara hvernig mun ganga en til þess að gleðja aðdáendurnar þá mun ég vera með á sterkasti fatlaði maður heims 2009, en til þess þarf maður nú að vera í amk einhverju lágmarksformi.

Endilega kommentið hérna fyrir neðan :) Bið að heilsa í bili.

Tryllirinn

2. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Æfingar hefjast á morgun …..

pb040082.jpg

Ég mun mæta til æfinga á morgun í Sandgerði til þess að ná smá ryði úr kappanum fyrir sterkasti fatlaði maður heims sem verður 17 - 18 okt n.k. það verður byrjað á því að taka bara léttann bekk og kallinn vigtaður og smá curl með stöng. Ekkert heavý þungt strax það tekur tíma að koma sér í form, verð kannski 2x í viku til að byrja með og sjáum svo til með framhaldið :)

Með kveðju

Tryllirinn

29. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 1 ummæli

Páverljóð …..

Allir sannir karlmenn elska stálið,
Tölvutryllirnn er í miklum bætingarhug,
Aumingjarnir geta éta kálið,
Rífur hverja bætinguna á eftir annarri upp á flug ….

9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Speki Dagsins, Geðveiki, Kraftlyftingar | Engin ummæli

Smá harðsperrur.

Kallinn er með smá harðsperrur síðan í gær, en þær munu hverfa um leið og við Rocky förum út að labba á eftir. Það er síðan önnur æfing á morgun og svo helgarfrí ( göngutúrar um helgina ). Tryllirinn er ekki alveg ákveðinn hvort hann verður í 125 kg flokknum eða súpernum ( 125+ ) …..

Teygjutvisterinn vill hafa Tryllirinn 100 kg og að það verði tekin 100 kg í bekk þannig. Hver veit nema að það verði ??? Skjóðan er allavega búin að minnka töluvert síðan hún var 148 kg árið 2004-2005 og kallinn nánast óþekkjanlegur miðað við myndir sem eru til. Það er til mynd frá Héðinsmótinu 2004 þar sem kallinn er 137 kg rúm….

emil-2004.jpg

Hérna er Tryllirinn árið 2004 um 137 kg á Héðinsmótinu á Ólafsvík.

emil-2006.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2006

emil-2007.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2007 um 130 - 132 kg

tryllirinn1.jpg

Hérna er Tryllirinn að jafnhatta 65 kg á Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

skjodan-15052008.JPG

Hérna er svo skjóðan á mynd tekinni í kvöld 119,6 kg :)

bakid.JPG

Hér er svo að lokum mynd af bakinu einnig tekin í kvöld.

Hvernig líst ykkur á umbreytinguna á kallinum ????

15. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 7 ummæli

Geggjað veður.

Ég fór í vinnuna í morgun og það var nóg að gera. Ég var alveg eiturhress það var mjög gaman í vinnunni í dag. Síðan fór ég í Björgina og hitti fólkið þar og spilaði spurningarspilið Meistarann, en vann ekki í þetta sinn.

Rétt um hálf fjögur leytið skrapp ég út í banka og tók út pening fyrir mánaðarkorti í MASSA, síðan var skroppið í 10-11 og keypti þar 2 banana og einhverja lúxus bacon samloku. Tók síðan strætó út í MASSA og verslaði kortið þar og át kræsingarnar áður en ég byrjaði að æfa.

Ég vigtaðist 119,6 kg og byrjaði á því að taka 10 mínútur á göngubretti og púlsinn var á bilinu 87 - 90 sem er mjög gott. Að upphitun lokinni þá fór ég í hnébeygju með 40 kg með 15 endurtekningar 3 sett, það tók soldið á þegar ég var kominn yfir 7 endurtekningar og leynir rosalega á sér þótt að þyngdin sé ekki mikil.

Síðan fór ég á hallandi bekk með 12,5 kg í hvora hendi og gerði 12 endurtekningar 3 sett. Næst á dagskránni var Stiff réttstöðulyfta en eitthvað gekk illa að framkvæma hana þannig að ég breytti til og tók bara venjulega réttstöðulyftu þar sem ég hitaði upp með 70 kg 5 sinnum, fór síðan í 100 kg 5 endurtekningar 5 sett ( 25 lyftur í það heila ). Ég endaði síðan á því að halda 70 kg í frontgripi en entist bara í 22 sekúndur enda langt síðan ég hef æft greipina.

Þetta var nóg sem fyrsta æfing og tók töluvert á. Næsta æfing er á föstudaginn og síðan helgarfrí :) Einhversstaðar verður maður jú að byrja og þótt að þetta séu ekki hrikalegar tölur þá er málið að ofgera sér ekki í byrjun.

Bergþóra : Ástarmálin ganga bara vel þakka þér :) Ég og Ingunn erum saman og gengur ágætlega :)

Kveðja

Emil

14. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Dósasel | 3 ummæli

Annar í hvítasunnu.

Þá er kominn annar í hvítsunnu og maður svaf náttúrlega út ( vaknaði um tvö leytið ). Þetta er búin að vera fín helgi og mér finnst að ég sé að komast á rétt ról í lífinu eftir spítalavistina. Ég fer síðan í MASSA á miðvikudaginn og versla mér mánaðarkort þar og byrja að æfa eftir prógramminu frá Tvisternum.

Síðan fer ég að byrja að mála á striga á morgun líka í Björginni hlakka til að prófa það. Það er góð kona sem vinnur í Björginni sem aðstoðar okkur við þetta. Einhvernveginn þá hefur það vaxið mér í augum að mála en ég ákvað að telja í mig kjark og reyna allavega. Það verður spennandi að að sjá hvernig þetta gengur.

Á morgun verður hálftíma til klukkutíma göngutúr og síðan á miðvikudaginn þá verður smá æfing :

Hnébeygja: 3×15reps Byrja í 40kg, þyngja um 5kg á viku
Hallandi bekkur með handlóðum: 3×12reps Byrja á 12.5kg, þyngja um 2.5kg á viku
Stiff dedd: 3×8reps Byrja á 70kg, þyngja um 5kg á viku
Róður með handlóðum: 3×12reps Byrja á 20kg, þyngja um 2.5kg á viku

Það borgar sig að byrja ekki of geyst svo að maður gefist ekki upp en þetta er allt útpælt og ég ætti að vera kominn í toppstyrk á réttum tíma :)

Ég fékk góða svínasteik með puru í gær, tungan er komin í svona 90 % lag og maður er farinn að geta borðað almennilega aftur. Veit ekki alveg hvað skjóðan er þung en það kemur bara í ljós á miðvikudaginn þegar ég fer á æfingu í MASSA.

Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.

Með páverkveðju

Emil

12. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 3 ummæli

Páverið.

Ég ætla að hvíla í viku og síðan byrja að grunna í Massa undir góðu prógrammi frá Fjölni Teygjutvister og passa mig á því að fara ekki of geyst. Mitt besta mót hingað til er Reykjavíkurmót fatlaðra 2006 ( 187.5 - 90 - 210 = 487.5 kg ) það var í 125+ flokki.

Á lágmarksmóti KRAFT þann 29.03.2008 tók ég 140 - 70 - 175 en fór upp með 170 í hnébeygjunni það var dæmt af 2-1 og 85 í bekk líka 2-1 og 200 hálfa leið upp, allt þetta æfingarlaus ætti að geta náð mun betri tölum með smá æfingu :)

Er að hugsa um að keppa í haust eða á Forsetamóti WPC milli jóla og nýárs og taka bætingar í öllum greinum. Bestu einstaka tölur óháð mótum eru : 187.5 kg hnébeygju, 120 kg í bekkpressu og 217.5 kg í réttstöðu eða samtals 525 kg.

Endilega koma með uppbyggileg komment hérna fyrir neðan svo !!!!

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

Verð fram á mánudag á spítalanum.

Ég var að tala við lækninn og ég verð fram á mánudag á spítalanum og fer þá í bæinn í heilasneiðmyndatöku vegna flogakastsins sem ég fékk. Þeir vildu senda mig í myndatöku áður en þeir tækju ákvörðun um það hvernig meðferð á flogaveikinni yrði háttað.

Ég vigtaðist í gær 119 kg og er allur að horast þar sem ég hef bara getað verið á fljótandi fæði. Eins eru dauðir hlutar af tungunni sem eru að detta af en það mun vaxa á ný, engu að síður er það rosalega sársaukafullt og ég er að taka slatta af bólgueyðandi og verkjalyfjum við því.

Mér hefur verið hugsað til þess hvernig framtíð mín í páver verði eða hvort ég þurfi að hætta að taka á því. Ég vona að eftir að ég verð kominn á lyf við flogaveikinni og búinn að venjast þeim að þá geti ég komið til með að æfa, en það verður bara að koma í ljós.

Keflvíkingar innilegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, ég virðist vera lukkugrís því að þegar ég bjó í Njarðvík þá unnu Njarðvíkingar titilinn fyrir 2 árum síðan hehe :)

Tungan er að kvelja mig alveg þvílíkt að ég hefði ekki trúað því en ég verð hérna á spítalanum og reyni að láta mér batna. Endilega kommentið ykkar álit.

Með kveðju

Emil

25. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Ábendingar, Íþróttir, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 1 ummæli

Aftur inn á spítala.

Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.

Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.

Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.

Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..

Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!

með kveðju

Emil Tölvutryllir

20. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák | 5 ummæli

enn á spítala.

Ég er ennþá á spítalanum og líður svoina misjafn, kvöldin og nóttin eru verst. Reikna með því að vera allavega framyfir helgi hérna en það er víst bara þannig að það er tekinn einn dagur í einu. Nenni ekki að blogga meira núna.

3. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Skemmtilegt mót á Skaganum.

emil.JPG

Tryllirinn eftir mótið í dag.

beggi.JPG

Beggi Túrbó sigraði súperinn í dag

Það var skemmtilegt mót á skaganum í dag. Tryllirinn, Bætingar-Beggi, Hörður Harðviður og Anna flengmey Bætingar-Begga voru með í för. Tryllirinn var sóttur rétt fyrir tíu í morgun og síðan var haldið beinustu leið í sjoppu að fá sér að éta og síðan upp á Skaga. Við komin upp á Skaga um hálf eitt en vigtun var síðan hálftvö, að sjálfsöðu var étið áður en að vigtun kom á glæsistaðnum Skútunni.

Tryllirinn vigtaðist 128.0 kg en Beggi 149.0 kg. Með okkur í flokk var hrikaleg stórskjóða hinn 19 ára gamli Hilmar Halldóruson en hann vigtaðist 171 kg inn í flokkinn.

Í beygjunni fór Tryllirinn fyrst í 130 kg og var vafinn af mikilli kunnáttu af Herði Harðviði í öllum lyftunum. Það var aðeins og grunnt, þá var farið í 140 kg næst og var það fín lyfta. Í lokatilraun bað Tryllirinn um 170 kg !!!! Það var dæmt af 2-1 en dómurunum fannst það ekki nægilega djúpt en það voru misjafnir skoðanir um það. Það eru dómararnir sem dæma og auðvitað treystir maður þeim enda margreyndir toppdómarar hjá Kraft. Gengur bara betur næst.

Beggi tók 160 kg í beygjunni og Hilmar 140 kg.

Næst var það bekkurinn þar sem 70 kg fóru létt upp og pantaði Tryllirinn 85 kg næst en stoppaði ekki nægilega og það var dæmt af 2-1, síðan í þriðju tilraun var ekki lengur páver fyrir 85 kg lyftu og mistókst hún.

Beggi tók 120 kg í bekknum og Hilmar 100 kg.

Þá var það deddið og var fyrsta vigtin 160 kg tekin í en Tryllirinn gleymdi óvart að fara úr skónum og var lyftan því miklu hærri en hún hefði þurft að vera, hafðist þó á endanum, næst var farið í 175 kg og var hún léttari en 160 kg lyftan, síðan var góð tilraun við 200 kg og fór það hálfleið upp áður en hún mistókst.

Beggi tók 210 kg og Hilmar 220 kg gilt, en hann fór upp með 240 kg en fékk ógilt vegna þess að hann girti það upp. Hrikalegt efni hann Hilmar, bara búinn að æfa í 2 mánuði.

Beggi sigraði súperinn með 490 kg, Hilmar í öðru sæti með 460 kg og Tryllirinn í þriðja með 385 kg. Skemmtilegt mót og fyrir öllu að komast í gegnum það. Seinasta mót sem Tryllirinn keppti í öllum greinunum þremur var í Nóvember 2006 þannig að það var smá ryðgun í beygjunni.

Það koma video inn á mánudaginn.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

30. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Bætingar Beggi.

Ég skrapp í bæjarferð í dag og Bætingar-Beggi mætti með bætingarfóður. Tryllirinn vigtast nú rétt rúm 128 kg og verður líklega í súpernum á Byrjendamótinu á laugardaginn. Það virðist vera að Tryllirinn verði í fantaformi þar og tölurnar 170 - 85 - 200 líklegar ef allt gengur að óskum.

Það verða tvö mót á rúmri viku en það er byrjenda og lágmarks mót kraft 29 mars upp á skaga og íslandsmót fatlaðra 5 apríl í laugardalshöllinni. Það verðurð bara gaman að þessu og gott að vera kominn í sportið á ný :)

með bætingarkveðju

Tryllirinn

27. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 2 ummæli

Þyngingarprógrammið 2 vikur í 200 kg !!!!

myndir.jpg

Þá er páskahátíðin gengin í garð ásamt tilheyrandi áti. Tryllirinn gerði flengmey sína brjálaða með því að segja að hann væri kominn á þyngingarprógrammið ” 2 vikur í 200 kg ” en það var nú ekkert grín. Tryllirinn er yfirleitt í sínu besta formi þegar hann er svona 130-132 kg.

Það er ekki vitað nákvæmlega hvað skjóðan er þessa daganna en það er deginum ljósara að það munu hendast upp bætingar á næstunni. Tryllirinn í engu formi er að taka 80 kg á bekknum og á best 90 kg á kjötinu á móti því verður stútað allsnarlega. Kemur svo í ljós hvað það tekur langann tíma að stúta tvistinum í hnébeygju og deddinu.

Það var fín veisla hérna í gær þegar það kom mikið af gestum í gær hjá Alvildu. Það var ritz kex ásamt salati, smurt brauð, peruterta og með því. Að sjálfsögðu var tekið vel á átinu, í kvöld eru svo bjúgu með hvítri sósu og kartöflum og á morgun páskadag danskar svínalundir og ís í eftirmatinn ….. alvöru kokkur hún Alvilda :)

22. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 1 ummæli

Tryllirinn kominn á fullt á ný !!!!!!

Tryllirinn er kominn á fullt á ný og páverandinn er kominn til baka til þess að vera !!!!!!!

Það gæti vel verið að kallinn endi í súpernum á byrjenda og lágmarksmótinu hjá KRAFT þann 29 Mars í staðinn fyrir 125 kg flokkinn sem hann var skráður í enda var verslað í Bónus í dag fyrir 30 þúsund til þess að hafa almennilegt í matinn :) Ekki stækkar skjóðann af sjálfu sér eða hvað ????

Tryllirinn verður ánægður ef hann kemst í gegnum byrjenda mótið en mesta hættan er jú sú að ná ekki nægjanlegri dýpt í beygjunum en þær hafa ekki verið teknar í háans herrans tíð….. Það er allavega lagt af stað með það í farteskinu að reyna að ná 150 - 80 - 190 sem myndi gera 420 kg í samanlögðu. Allt annað yrði plús :) :)

Síðan er Íslandsmót fatlaðra í páver helgina 4-6 Apríl og að sjálfsögðu verður tekið vel á því þar líka :)

Á innkauparlistanum var meðal annars svínalundir, lambabógur, nautatunga, bjúgu, ostur, síld, slátur og fleira góðgæti :) Allt þetta gefur vel ásamt æfingum sem hefjast fljótlega. Gymmið er lokað yfir páskanna þannig að það verður farið á smá æfingu á laugardaginn í Björginni og látið gott heita fyrir mótið. Beggi Túrbó vill víst að Tryllirinn verði með í súpernum kannski að hann sé ennþá sár eftir tapið á Íslandsmótinu í Bekkpressu 2007 ……

Bið að heilsa ykkur í bili.

Gleðilega Páska

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

19. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

Byrjenda og lágmarksmót KRAFT — UPPFÆRT –

Þá er kallinn skráður á Byrjenda og Lágmarksmót KRAFT sem verður haldið á Akranesi þann 29 mars n.k. Það eru nú þegar skráðir 10 þátttakendur til leiks og vonandi verða þeir fleiri.

Þeir sem eru komnir núna eru :

Karlaflokkur :

75.0 kg

Þorri Pétur Þorláksson
Hallgrímur Þór Katrínarson

82.5 kg

Þorsteinn Grétar Júlíusson
Birgir Nikulásarson

90.0 kg

Bjarni Tryggvason
Davíð Minnar Pétursson

100.0 kg

Sverrir Sigurðsson

110.0 kg

Hákon Hrafnsson

125.0 kg

Emil Nicolas Ólafsson
Gísli Rúnar Víðisson

125.0 + kg

Kristbergur Jónsson
Hilmar Halldóruson

Kvennaflokkur :

67.5 kg

Thelma Ólafsdóttir

Það er skráningarfrestur til 22 Mars n.k. Endanlegur listi mun vera birtur hérna á síðunni. Núna er Tryllirinn kominn í það að passa að sleppa inn í 125 kg flokkinn því að á föstudaginn vigtaðist kappinn 124.8 kg þegar farið var á æfinguna með Herði Harðviði. Það verður haldið vel á spilunum fram að móti og stefnan sett á að vera um 123 kg á mótsdegi.

Planið er að fara í gegn með eftirfarandi seríur :

Hnébeygja : 140 - 150 - 160
Bekkpressa : 70 - 80 - 85
Réttstöðulyfta : 160 - 180 - 190

Samtals : 435 kg

Hvernig líst ykkur á þetta lesendur góðir ????

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

17. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 5 ummæli

Smá æfing í gær og afmæli í dag.

emil-14032008.jpg

Tryllirinn fór á æfing með Herði Harðviði í gær í Sandgerði. Þrátt fyrir að vera illt í öxlum, olnboga og vinstri fæti sökum þá var haldið á æfingu og engann aumingjaskap. Fyrst fór fram vigtun og var ég þar 124.8 kg en Hörður 89 kg.

Við byrjuðum á því að taka réttstöðulyftuna og var farið í 105 kg x5 til að byrja með síðan fór ég í 155 kg x1 og loks 175 kg x1 reyndi svo við 185 x1 en það mistókst.

[youtube=http://ie.youtube.com/watch?v=OnkSKMEVZT8]

Hörður tók 105 kg x2 , 155 kg x2, 175 kg x1 , 205 kg x1 og 227.5 kg x1 sem mistókst, síðan ætlaði Hörður að repsa 185 kg eins oft og hann gæti var búin með eina lyftu þegar bakið á honum fór í lás sterkasti fatlaði maður heims lá á gólfinu meiddur …..

Það lagaðist fljótlega samt en Hörður lyfti ekki meira. Ég fór í bekkpressuna og byrjaði á 65 kg x5, 75 kg x1, 80 kg x1 og reyndi við 85 kg en hafði það ekki …..

Ágætis æfing og sýnir að það er ennþá einhver styrkur í karlinum þrátt fyrir minnkandi skjóðu og engar æfingar í lagann tíma.

Anna kærasta Begga Túrbó á afmæli í dag og ég fer þangað með Ingunni í dag, en afmælið er frá 14 - 19 , blogga kannski um það í kvöld. Hafið það gott.

Með kveðju

Emil

15. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Rykið dustað af lyftingarstönginni ….

power1.jpg

Tryllirinn hefur verið að íhuga hvort að hann eigi ekki að drullast til þess að reyna að æfa eitthvað smá og stilla upp á réttstöðumóti Massa í 125 kg flokki sem er 1 mars næstkomandi. Veit nú ekki alveg hvaða tölur eru raunhæfar þar en vonandi amk 160 kg, búinn að vera veikur og aumingjagangur í gangi. Það hefur bara ekki verið nein löngun til þess að æfa hvernig sem stendur á því…..

Það verður þá stefnt á að ná einni æfingu fyrir mótið sem er 1 mars næstkomandi. Endilega skrifið ykkar skoðun á því hvort að Tryllirinn ætti að stilla upp á þessu móti eða ekki ….

Með páverkveðju

Emil Tölvutryllir

17. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 11 ummæli

Er ekki málið að elska bara stálið ????

b1eef_ranxerox.jpg

Er ekki málið að elska bara stálið ??? Ég er farinn að halda það. Kannski að maður hefði gott að því að pumpa aðeins léttar þyngdir 1-2x í viku en ég er varla að nenna því að æfa fyrir keppni …..

Ég er búinn að ákveða að einbeita mér að vinnunni og láta lífið ganga sinn vanagang og vera bara kvenmannslaus í bili, en maður veit aldrei hvenær hin eina sanna leitar mann uppi. Hver veit kannski gerist það en það kemur þá bara í ljós.

Bið að heilsa

Kveðja

Emil

12. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Kraftlyftingar | Engin ummæli