Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Íslandsmeistarartitilinn innan seilingar hjá FH !!!!!

daisy3new.jpg

FH-ingar voru rétt í þessu að vinna glæsilegann sigur á liði Keflavíkur í Hafnarfirði. Nú munari aðeins 5 stigum á liðunum og eiga FH-ingarnir ennþá sjéns en þeir spila á Miðvikudaginn aftur í krikanum og að þessu sinni við Breiðablik, það verður ekki léttur leikur en vonandi vinna þeir hann. Eeff það gengur eftir þá mun ég mæta á völlinn og styðja FRAM til sigurs á Keflavíkurvellinum og vona að FH klári Fylki. Framarar verða að vinna lokaleikinn í Keflavík því að þeir eru jú að berjast fyrir evrópusætinu. Ég vil bara frekar að FH vinni deildina en Keflavík þótt ég búi í Keflavík. Mitt lið er búið að skíta upp á bak og ráma um miðja deild en það er jú Valur sem er mitt lið.

Með kveðju

Emil

21. september 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | 4 ummæli

Verð fram á mánudag á spítalanum.

Ég var að tala við lækninn og ég verð fram á mánudag á spítalanum og fer þá í bæinn í heilasneiðmyndatöku vegna flogakastsins sem ég fékk. Þeir vildu senda mig í myndatöku áður en þeir tækju ákvörðun um það hvernig meðferð á flogaveikinni yrði háttað.

Ég vigtaðist í gær 119 kg og er allur að horast þar sem ég hef bara getað verið á fljótandi fæði. Eins eru dauðir hlutar af tungunni sem eru að detta af en það mun vaxa á ný, engu að síður er það rosalega sársaukafullt og ég er að taka slatta af bólgueyðandi og verkjalyfjum við því.

Mér hefur verið hugsað til þess hvernig framtíð mín í páver verði eða hvort ég þurfi að hætta að taka á því. Ég vona að eftir að ég verð kominn á lyf við flogaveikinni og búinn að venjast þeim að þá geti ég komið til með að æfa, en það verður bara að koma í ljós.

Keflvíkingar innilegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, ég virðist vera lukkugrís því að þegar ég bjó í Njarðvík þá unnu Njarðvíkingar titilinn fyrir 2 árum síðan hehe :)

Tungan er að kvelja mig alveg þvílíkt að ég hefði ekki trúað því en ég verð hérna á spítalanum og reyni að láta mér batna. Endilega kommentið ykkar álit.

Með kveðju

Emil

25. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Ábendingar, Íþróttir, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 1 ummæli

ÍR-ingar Reykjavíkurmeistarar í fótbolta.

ÍR-ingar unnu í kvöld frækinn sigur á Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta með frábæru sigurmarki á 93 mínútu og var mér mjög skemmt við þau tíðindi fyrst að kærumál Vals á hendur KR vannst ekki.

Ég óska ÍR-ingum innilega til hamingju með titilinum enda er ég mun ánægðari að þeir fái dolluna en Fram hehehehe :)

28. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Íþróttir | 1 ummæli

Shaq kominn til Phoenix.

act_shaquille_oneal.jpg

Shaquille O’Neal er komin til Phoenix sem létu í staðinn Shawn Marion og Marcus Banks. Ég vil meina að með þessu þá hafi Phoenix sett seinasta púslið í liðið til þess að gera alvarlega atlögu að nba titilinum. Þeir hafa aldrei haft alvöru miðherja og loksins eru þeir komir með einn af fimm bestu miðherjum sögurnar. Shaq er einmitt maðurinn í að stoppa Tim Duncan og hina kallanna og fær þá Amare Stoudamire þá hjálp sem hann þarf til þess.

Að mínu áliti þá eru Boston Celtics & Detroit Pistons liðin sem munu berjast um það að komast í úrslitin frá austurströndinni en Phoenix Suns og ríkjandi meistarar frá San Antonio vesturstrandarmegin og hef það einnig á tilfinningunni að það lið sem sigrar þá baráttu vinni titilinn.

Spá Emils :

Pistons - Celtics = 4-3
Suns - Spurs = 4-3

Pistons - Suns = 3-4 í úrslitum og mun Shaq þá vinna sinn fimmta meistarahring. Fyrir er hann með 3 frá Lakers og einn frá Heat.

Lítum aðeins á mannskapinn sem Phoenix eru með :

Shaquille O’Neal
Leandro Barbosa
Raja Bell
Grant Hill
Sean Marks
Steve Nash
Brian Skinner
Eric Piatkowski
Amare Stoudamire
D.J. Strawberry
Alando Tucker.

Líklegt byrjunarlið :

Leikstjórnandi : Steve Nash
Skotbakvörður : Raja Bell
Miðherji : Shaquille O’Neal
Stór framherji : Amare Stoudamire
Lítill framherji : Boris Diaw

Bekkurinn :

Grant Hill
Leandro Barbosa
Sean Marks
Eric Piatkowski

Þannig að þið sjáið það eru 7 menn alveg þokkalegir og Sean Marks og Piatkowski báðir leikreyndir búnir að vera lengi í deildinni ættu að duga allt í lagi sem áttundi maðurinn. Hvað haldið þið, munu Suns fara alla leið.

Hlakka til að heyra álit á þessu :) :)

Með kveðju

Emil

13. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Íþróttir, körfubolti | 2 ummæli

Egyptar unnu Afríkumótið !

egypt.gif

Egyptar voru rétt í þessu að vera titilinn sinn á Afríkumótinu með 1-0 sigri á Kamerún, en markið kom upp úr hræðilegum mistökum Rigoberts Song, og skoruðu Egyptar 76 mínútu. Kamerúnar sóttu síðan látlaust í endann en allt kom fyrir ekki, það var einhver sem var að vaka yfir Egyptum og þeir náðu að verja titilinn.

10. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | 1 ummæli

Úrslitaleikurinn í Afríkukeppninni : Kamerún - Egyptaland

Kamerúnegypt.gif

Í kvöld verður úrslitaleikurinn í Afríkukeppninni í fótbolta og mætast þar Kamerún og Egyptaland. Núverandi meistarar eru Egyptar en þeir unnu Fílabeinströndina í vítaspyrnukeppni 4-2 þegar keppnin var seinast haldin árið 2006 í Egyptalandi.

Leikurinn verður sýndur í dag á Eurosport og hvet ég alla áhugamenn um knattspyrnu að horfa á hann. Egyptar ætla sér að vinna Afríkubikarinn í sjötta skipti sem yrði met en Kamerún mun gera sitt besta til þess að stöðva þau áform.

Egyptar hafa unnið afríkukeppninni fimm sinnum ( 1957, 1959, 1986, 1998 og 2006 ) á meðan Kamerún hafa unnið hana fjórum sinnum ( 1984 , 1988, 2000 og 2002 ).

Þetta verður spennandi leikur en mín spá er 3-1 fyrir Kamerún.

10. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | Engin ummæli