Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Næst á dagskrá …… Heyrnarmæling !!!!

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að panta tíma í Heyrnarmælingu. Ég er að tala hærra og fólk hefur bent mér á að hvort að það geti verið að heyrnin sé að versna hjá mér og að það væri sniðugt hjá mér að panta tíma í heyrnarmælingu. Ég hef ákveðið að taka áskorunni og panta tíma í heyrnarmælingu.

Þið munuð fá að vita um hvað kemur út úr þessu :)

Með kveðju

Emil

28. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | Engin ummæli

Rólegur sunnudagur


Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.

Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!

Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.

Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..

Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).

Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.

Svo mörg voru þau orð.

Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.

Með kveðju

Emil

18. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði | 3 ummæli

Smá harðsperrur.

Kallinn er með smá harðsperrur síðan í gær, en þær munu hverfa um leið og við Rocky förum út að labba á eftir. Það er síðan önnur æfing á morgun og svo helgarfrí ( göngutúrar um helgina ). Tryllirinn er ekki alveg ákveðinn hvort hann verður í 125 kg flokknum eða súpernum ( 125+ ) …..

Teygjutvisterinn vill hafa Tryllirinn 100 kg og að það verði tekin 100 kg í bekk þannig. Hver veit nema að það verði ??? Skjóðan er allavega búin að minnka töluvert síðan hún var 148 kg árið 2004-2005 og kallinn nánast óþekkjanlegur miðað við myndir sem eru til. Það er til mynd frá Héðinsmótinu 2004 þar sem kallinn er 137 kg rúm….

emil-2004.jpg

Hérna er Tryllirinn árið 2004 um 137 kg á Héðinsmótinu á Ólafsvík.

emil-2006.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2006

emil-2007.jpg

Hérna er svo Tryllirinn á Sterkasti Fatlaði Maður Heims árið 2007 um 130 - 132 kg

tryllirinn1.jpg

Hérna er Tryllirinn að jafnhatta 65 kg á Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2007

skjodan-15052008.JPG

Hérna er svo skjóðan á mynd tekinni í kvöld 119,6 kg :)

bakid.JPG

Hér er svo að lokum mynd af bakinu einnig tekin í kvöld.

Hvernig líst ykkur á umbreytinguna á kallinum ????

15. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 7 ummæli

Annar í hvítasunnu.

Þá er kominn annar í hvítsunnu og maður svaf náttúrlega út ( vaknaði um tvö leytið ). Þetta er búin að vera fín helgi og mér finnst að ég sé að komast á rétt ról í lífinu eftir spítalavistina. Ég fer síðan í MASSA á miðvikudaginn og versla mér mánaðarkort þar og byrja að æfa eftir prógramminu frá Tvisternum.

Síðan fer ég að byrja að mála á striga á morgun líka í Björginni hlakka til að prófa það. Það er góð kona sem vinnur í Björginni sem aðstoðar okkur við þetta. Einhvernveginn þá hefur það vaxið mér í augum að mála en ég ákvað að telja í mig kjark og reyna allavega. Það verður spennandi að að sjá hvernig þetta gengur.

Á morgun verður hálftíma til klukkutíma göngutúr og síðan á miðvikudaginn þá verður smá æfing :

Hnébeygja: 3×15reps Byrja í 40kg, þyngja um 5kg á viku
Hallandi bekkur með handlóðum: 3×12reps Byrja á 12.5kg, þyngja um 2.5kg á viku
Stiff dedd: 3×8reps Byrja á 70kg, þyngja um 5kg á viku
Róður með handlóðum: 3×12reps Byrja á 20kg, þyngja um 2.5kg á viku

Það borgar sig að byrja ekki of geyst svo að maður gefist ekki upp en þetta er allt útpælt og ég ætti að vera kominn í toppstyrk á réttum tíma :)

Ég fékk góða svínasteik með puru í gær, tungan er komin í svona 90 % lag og maður er farinn að geta borðað almennilega aftur. Veit ekki alveg hvað skjóðan er þung en það kemur bara í ljós á miðvikudaginn þegar ég fer á æfingu í MASSA.

Bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.

Með páverkveðju

Emil

12. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 3 ummæli

Fékk ofnæmiskast - er á spítala !!!!

Ég fékk ofnæmiskast og var fluttur í skyndi á spítalann í Keflavík. Verð að minnsta kosti fram á morgundaginn það þarf að fylgast með þessu. Ingunn er í heimsókn hjá mér núna. Hvað sem hægt er að segja um hana þá reynist hún mér alltaf best þegar mér líður sem verst !!!!

Maður sér hverjir eru vinir manns þegar maður er veikur. Ég held að það sé best að ég og Ingunn komumst að samkomulagi og verðum saman. Af þessum stelpum sem ég hef verið með er hún skást þrátt fyrir sína veikleika.

Bið að heilsa í bili

guð blessi ykkur

Kveðja

Emil

2. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

Rannsóknir !

Núna er farið að styttast í að ég fari í rannsóknirnar vegna flogaveikinnar í Reykjavík. Leigubílinn kemur klukkan korter yfir níu, ég fer í heilalínuritið klukkan tíu, tölvusneiðmyndatökuna kl 10.50 og síðan með leigubíl hingað suður með sjó eftir það.

Það er ekki úr vegi að ég sé soldið stressaður með hnút í maganum því að tölvusneiðmyndatakan ég held að þá fari maður inn í tæki og ég er svo hræddur um að fá innilokunarkennd. Þetta verður allt í lagi, ég er viss um það.

Ég er að bíða eftir lyfjunum mínum núna og svo fer maður bara að leggja í hann. Ég vona bara að þið hafið það gott í dag og ég blogga svo um þetta allt saman þegar ég kem heim.

Guð veri með ykkur.

Með kveðju

Emil

28. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði, Flogaveiki | 1 ummæli

Stressaður fyrir morgundeginum.

Ég náði að sofna í kvöld en er stressaður fyrir morgundeginum. Fer héðan af spítalanum klukkan níu og á að vera mættur í heilalínuritið klukkan tíu og tölvusneiðmyndatökuna klukkan 10.50 , veit ekki hvort ég útskrifast á morgun eða hvort ég kem aftur upp á spítalann hérna fæ að vita það þegar ég tala við lækninn í fyrramálið.

Ég er samt að skánna aðeins í tungunni eða mér líður þannig þessa stundina. Það er fínt að vera hérna á spítalanum í Keflavík, rosalega elskulegt starfsfólk og þegar maður þarf á því að halda að vera á spítala þá er gott að vera á réttum stað. Ég er búinn að vera hérna síðan á þriðjudaginn.

Ég hef annars ekki mikið að segja ætla að reyna að fara að leggja mig aftur það er erfiður dagur framundan hjá mér á morgun. Góða nótt.

Með kveðju

Emil

27. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

Beit í tunguna aftur í nótt.

þá er maður loksins vaknaður fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni. Þegar ég vaknaði var ég blóðugur um allt andlitið, blóð sem var búið að þorna það sem gerðist nefnilega var að ég beit í tunguna aftur í svefni ……

Ég veit ekki hvað læknirinn gerir í þessu en ég er búinn að þrífa mig og hafa mig til. Ég vona bara að þessari martröð eigi eftir að ljúka sem fyrst, það er sko ekkert gaman að standa í svona !!!!

26. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 4 ummæli

Verð fram á mánudag á spítalanum.

Ég var að tala við lækninn og ég verð fram á mánudag á spítalanum og fer þá í bæinn í heilasneiðmyndatöku vegna flogakastsins sem ég fékk. Þeir vildu senda mig í myndatöku áður en þeir tækju ákvörðun um það hvernig meðferð á flogaveikinni yrði háttað.

Ég vigtaðist í gær 119 kg og er allur að horast þar sem ég hef bara getað verið á fljótandi fæði. Eins eru dauðir hlutar af tungunni sem eru að detta af en það mun vaxa á ný, engu að síður er það rosalega sársaukafullt og ég er að taka slatta af bólgueyðandi og verkjalyfjum við því.

Mér hefur verið hugsað til þess hvernig framtíð mín í páver verði eða hvort ég þurfi að hætta að taka á því. Ég vona að eftir að ég verð kominn á lyf við flogaveikinni og búinn að venjast þeim að þá geti ég komið til með að æfa, en það verður bara að koma í ljós.

Keflvíkingar innilegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, ég virðist vera lukkugrís því að þegar ég bjó í Njarðvík þá unnu Njarðvíkingar titilinn fyrir 2 árum síðan hehe :)

Tungan er að kvelja mig alveg þvílíkt að ég hefði ekki trúað því en ég verð hérna á spítalanum og reyni að láta mér batna. Endilega kommentið ykkar álit.

Með kveðju

Emil

25. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Ábendingar, Íþróttir, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 1 ummæli

Skrapp í Björgina.

Ég skrapp í Björgina í dag og verð til hálf fjögur. Gott að koma hingað og hitta fólkið hérna. Ég var vigtaður í morgun 118,6 kg þannig að það er um 10 kg farin síðan ég keppti á seinasta kraftlyftingamóti þann 29 mars s.l.

Læknirinn sagði mér að ég gæti hugsanlega útskrifast heim á föstudaginn vona að það geti orðið að veruleika en það tæki alveg tvær vikur í viðbót fyrir tunguna að jafna sig. Ég stefni á að fara að vinna upp í Dósaseli á mánudaginn á ný vona að það geti gengið eftir og að ég geti farið að borða einhvern mat fljótlega líka, náði að setja ofan í mig eina litla lgg+ jógúrt í morgun svo er það bara vatn. Er ennþá á sýklalyfjum 4x á dag og lyf 4x á dag við sveppasýkingu í tungunni……

Þetta verður betra fljótlega, ég treysti því …. Hafið það gott

Með kveðju

Tryllirinn

23. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel, Heilbrigði | 4 ummæli

Tungan bólgin !!!!!

Tungan er ennþá bólgin eftir að ég fékk flogakast þegar ég var á B gangi í yfirsetu og beit tvisvar í tunguna og verð sendur í heilalínurit og hugsanlega settur á flogalyf í framhaldinu, skjóðuþyngdin líklega komin í 118-119 kg og verð fram á miðvikudag - mánudag eftir því hvernig gengur. Er að fá pensilín í æð 4x á sólarhring og lyf við sveppasýkingu á tungunni líka 4x sólarhring.

Ég vil þakka ykkur fyrir batnaðaróskirnar og vona að þetta fari allt saman að koma hjá mér. Beggi Túrbó kom í gær í heimsókn og við telfdum aðeins í gær og einvígið endaði 6-0 fyrir Tryllinum og sagðist Beggi ætla að fara heim að æfa í tölvunni hehe …..

Tryllirinn er búinn að vera slappur sjálfur og er eingöngu á fljótandi fæði og reyni að koma með fréttir af hvernig gengur hérna.

Bið að heilsa í bili.

Með páverkveðju

Tryllirinn

21. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 2 ummæli

Aftur inn á spítala.

Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.

Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.

Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.

Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..

Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!

með kveðju

Emil Tölvutryllir

20. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák | 5 ummæli

Kominn heim af spítalanum.

Ég útskrifaðist í dag af spítalanum og er kominn heim í Keflavík. Mér líður alveg þokkalega núna og það eru núna bjartari tímar framundan. Síðan fer ég á mánudaginn aftur að vinna en á morgun er það Björgin og á laugardaginn líka. Í kvöld verður bara legið í leti í góðu yfirlæti hjá bestu vinkonu minni henni Alvildu og hún er með góðann mat í tilefni dagsins að ég sé kominn heim af spítalanum.

Ég blogga líklega aftur í kvöld.

Hafið það gott guð blessi ykkur.

Með kveðju

Emil

10. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 7 ummæli

ennþá á spítalanum.

Ég er ennþá á spítalanum og dagarnir eru misjafnir. Það er verið að prófa ný lyf og ég er voðalega þreyttur oft á daginn. Kvöldin og ef ég er vakandi á nóttinni er erfiðast. En þetta hlýtur að hafast allt á endanum. Ég er að reyna að vera jákvæður en það gengur svona misjafnlega.

Annars fór ég og horfði á íslandsmót fatlaðra í páver í fylgd með begga túrbó. Vignir varði titilinn með 185-125-235 fimm íslandsmet hjá honum, glæsilegur árangur hann bætir sig á hverju mót.

Sveinbjörn var í öðru sæti með 120-100-180 eða 400 í samanlögðu glæsilegt hjá 76 kg skjóðu og þriðju var beggi túrbó með 160-105-210

bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

7. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 3 ummæli

Bætingar Beggi.

Ég skrapp í bæjarferð í dag og Bætingar-Beggi mætti með bætingarfóður. Tryllirinn vigtast nú rétt rúm 128 kg og verður líklega í súpernum á Byrjendamótinu á laugardaginn. Það virðist vera að Tryllirinn verði í fantaformi þar og tölurnar 170 - 85 - 200 líklegar ef allt gengur að óskum.

Það verða tvö mót á rúmri viku en það er byrjenda og lágmarks mót kraft 29 mars upp á skaga og íslandsmót fatlaðra 5 apríl í laugardalshöllinni. Það verðurð bara gaman að þessu og gott að vera kominn í sportið á ný :)

með bætingarkveðju

Tryllirinn

27. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Heilbrigði | 2 ummæli

Bætingarfóðrið ……

hangikjot.jpg

Það verður nú að taka vel á fóðrinu ef það eiga að koma bætingar er ekki svo kæru lesendur ??? Svona verður tekið á fóðrinu fram á laugardag annað gengur ekki ef það á að nást einhver árangur á laugardaginn á byrjenda og lágmarksmóti KRAFT upp á Skaga.

25. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 7 ummæli

Djöfulsins flensa

Ég er orðinn nett pirraður á þessari djöfulsins flensu sem virðist engann endi ætla að taka. Er búinn að vera veikur síðan á fimmtudaginn og var í veikindafríi á föstudaginn og verð það líka á morgun. Ég má ekki vera að því að vera svona veikur er með skyldur gagnvart vinnunni, en það þýðir víst ekki að væla yfir þessu heldur bara að bíta á jaxlinn og vona að þetta gangi yfir sem fyrst.

Ég er að fara yfir til Alvildu eftir smástund að háma í slátur og kartöflumús. Veit ekki hversu mikil matarlystin verður og reikna með að fara snemma í háttinn í kvöld að lúlla. Fyrir utan þetta þá er allt ágætt að frétta.

Stjáni Beikon : Skilaboð til þín, endilega kíktu á síðuna hjá Alvildu http://alvilda.blog.is og kommentaðu þar hún er með skemmtilegt blogg eins og ég. Persónulegra finnst mér bloggið hennar betur skrifað en mitt, en það er náttúrlega bara persónubundið hvað fólki finnst í þeim málum eins og öðru.

Jæja ætla að fara að drulla mér yfir til þess að fá eitthvað í svanginn, maður læknast víst ekki á loftinu einu saman.

Eitt enn, hvernig haldið þið að stjörnuleikurinn í NBA fari í kvöld ??? Ég vona að vesturströndin vinni enda er liðið mitt Phoenix Suns í vesturströndinni.

Byrjunarliðin í kvöld :

Austurströndin :

Framherjar :

Kevin Garnett & LeBron James

Miðherji : Dwight Howard

Bakverðir : Jason Kidd, Dwayne Wade

Vesturströndin :

Framherjar :

Carmelo Anthony & Tim Duncan

Miðherji : Yao Ming

Bakverðir : Kobe Bryant & Allen Iverson

Ég spái 12 stiga sigri vesturstrandarinnar.

Bið að heilsa

Með kveðju

Emil

17. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli