Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Páverljóð …..

Allir sannir karlmenn elska stálið,
Tölvutryllirnn er í miklum bætingarhug,
Aumingjarnir geta éta kálið,
Rífur hverja bætinguna á eftir annarri upp á flug ….

9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Speki Dagsins, Geðveiki, Kraftlyftingar | Engin ummæli

Rólegur sunnudagur


Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.

Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!

Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.

Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..

Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).

Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.

Svo mörg voru þau orð.

Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.

Með kveðju

Emil

18. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði | 3 ummæli

Aftur inn á spítala.

Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.

Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.

Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.

Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..

Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!

með kveðju

Emil Tölvutryllir

20. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák | 5 ummæli

Kominn heim af spítalanum.

Ég útskrifaðist í dag af spítalanum og er kominn heim í Keflavík. Mér líður alveg þokkalega núna og það eru núna bjartari tímar framundan. Síðan fer ég á mánudaginn aftur að vinna en á morgun er það Björgin og á laugardaginn líka. Í kvöld verður bara legið í leti í góðu yfirlæti hjá bestu vinkonu minni henni Alvildu og hún er með góðann mat í tilefni dagsins að ég sé kominn heim af spítalanum.

Ég blogga líklega aftur í kvöld.

Hafið það gott guð blessi ykkur.

Með kveðju

Emil

10. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 7 ummæli

ennþá á spítalanum.

Ég er ennþá á spítalanum og dagarnir eru misjafnir. Það er verið að prófa ný lyf og ég er voðalega þreyttur oft á daginn. Kvöldin og ef ég er vakandi á nóttinni er erfiðast. En þetta hlýtur að hafast allt á endanum. Ég er að reyna að vera jákvæður en það gengur svona misjafnlega.

Annars fór ég og horfði á íslandsmót fatlaðra í páver í fylgd með begga túrbó. Vignir varði titilinn með 185-125-235 fimm íslandsmet hjá honum, glæsilegur árangur hann bætir sig á hverju mót.

Sveinbjörn var í öðru sæti með 120-100-180 eða 400 í samanlögðu glæsilegt hjá 76 kg skjóðu og þriðju var beggi túrbó með 160-105-210

bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

7. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 3 ummæli

enn á spítala.

Ég er ennþá á spítalanum og líður svoina misjafn, kvöldin og nóttin eru verst. Reikna með því að vera allavega framyfir helgi hérna en það er víst bara þannig að það er tekinn einn dagur í einu. Nenni ekki að blogga meira núna.

3. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás !!!!!

mynd1.jpg
mynd2.jpg
mynd3.jpg

Tryllirinn varð fyrir fólskulegri árás að heimili sínu í Keflavík. Verður atburðarrásin hér rakin :

Tryllirinn var búinn að vera í heimsókn hjá vinafólki og kom heim til Alvildu í mat eftir það eins og venjan er. Þá sendir Imma skilaboð um að hún vilji koma og hitta Alvildu & Tryllirinn og lýgur einhverju að kærasta sínum

til þess að komast út því að hann hundeltir hana víst. Svo tekur Tryllirinn á móti Immu fyrir utan blokkina sem Alvilda býr í og það er farið inn og spjallað smá saman.

Að þessu loknu þá fara Tryllirinn og Imma heim til Tryllisins og fá sér að borða slátur og spjalla saman meira. Þá hringir Alvilda og segja að kærasti Immu ásamt kærasta móður Immu hafi dinglað til þess að leita að Immu en þeim hafði verið sent sms hvar Imma væri. Hún sendi sjálf að hún væri hætt með kærastanum sínum og var í heimsókn hjá Tryllinum.

Svo allt í einu þá er sparkað í hurðina hjá Tryllinum og barið fast og þegar Tryllirinn kemur til dyra þá er spurt hvort að Imma sé hjá honum og hreinskilnislega svarar Tryllirinn já og þá reynir kærasti Immu að ryðjast inn í íbúðina en Tryllirinn meinar honum aðgang og segir hingað inn kemurðu ekki en þú getur talað við Immu frammi, skiptir engu þá ráðast þeir báðir á Tryllinn í einu þessi 67 kg léttmoli sem kærasti Immu er og kærasti mömmu hennar Immu sem er líklega um 90 - 100 kg.

Það er helbratt niður tröppurnar hjá Tryllinum og hrindir hann kærastanum hennar Immu niður tröppurnar og sem betur fer fyrir hann þá er hann hávaxinn og rak höfuðið í áður en hann lenti í tröppunum en kærasti mömmu hennar Immu heldur áfram að ráðast á Tryllirinn. Eins og sést á myndunum þá er skurður rétt hjá vinstra gagnauga Tryllisins og tveir aðrir skurðir í andliti ásamt skurði á hægri hendi. Það veit ekki á gott að lenda í svona fólskulegri árás daginn fyrir mót.

Tryllirinn sagði að þau gætu útkljáð sín mál úti en ekki inn í íbúð Tryllisins síðan fór fólkið út og Tryllirinn hringdi í lögregluna sem kom og tók skýrslu af honum. Tryllirinn hefur ekki enn tekið ákvörðun hvort að hann ákæri þessa aumingja fyrir að ráðast að sér en það kemur allt saman í ljós. Segir ekki góður málsháttur ” Vægir sá er vitið hefur meira ” ?

28. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki | 14 ummæli