Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Nóg að gera í vinnunni.

Það gengur vel í vinnunni og í þar seinustu viku þá var ég með einn fjarvistardag og einn dag of seint. Síðan í seinustu viku var ég einn dag og seint en í þessarri viku ætla ég að bæta mig og mæta alla daga á réttum tíma. Þetta er allt að á réttri leið.

Síðan 22-23 september þá kemur rosa vél upp í Dósasel sem telur, flokkar o.fl. Það koma einhverjir menn frá Danmörku að setja vélina upp og hún mun verða bylting í vinnunni hjá okkur og vinnuaðstaðan mun breytast til muna. Hlakka til að sjá þessa vél.

Ég fór og samdi við Intrum útaf skuld við Lyf og Heilsu og mun borga 20 þúsund kr skuld vegna lyfja eftir að ég er búinn að trassa að borga greiðsluseðlanna sem þeir hafa sent mér á þessu ár ….. Bara aulaskapur í mér ekkert annað, en ég er allavega á réttum farvegi eftir að ég fékk þessa góðu liðveislu sem er búin að koma mér á rétta leið í ýmsum málum í lífinu.

Það kemur í ljós á morgun hvort ég fái aukavinnu eftir hádegi á morgun í Dósaseli. Mér finnst í lagi að taka einn og einn dag aukalega en er ekki svo mikið fyrir það. Bara gaman að vera innan um fólkið í vinnunni en ekki að það sé af peningagræðgi heldur að maður hefur bara gott af því að vera innan um fólk til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Ég mun keppa með B-liði Víkingaklúbbsins í byrjun Október. Fæ að vita nánar með það þegar nær dregur. Hlakka til þess að keppa í skákinni :) Um að gera að taka vel a því í andlega líka …..

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

15. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | Engin ummæli

Byrja að vinna aftur í dag.

Þá er komið að því að ég byrja að vinna aftur eftir 2-3 vikna hlé. Fékk frí vegna þess að ég var langt niðri en ætla að byrja aftur í dag og taka þetta með trompi. Fékk lítið útborgað seinast vegna þess hve lítið ég vann í júlí en ég gat því miður ekki unnið allan seinasta mánuð útaf persónulegum vandamálum. En nú horfir allt til betri vegar !!!!

Ég fæ nýja íbúð fyrir 1 nóvember og hlakka mikið til þess að flytja í betri íbúð en hún verður líka 2 herbergja eins og þessi en ekki undir súð og á jarðhæð sem munar öllu. Rocky fær að flytja með mér þessi elska :) Hann er líka skráður hjálparhundur þannig að það var aldrei nein spurning um það.

Við Ingunn áttum bara fína verslunarmannahelgi saman hérna í Keflavíkinni. Hún ætlar að vera heima hjá sér um næstu helgi og kemur síðan helgina 15 - 17 ágúst en hún verður einmitt 28 ára þessi elska þann 16 ágúst :)

Ég er kominn með liðveislu sem hjálpar mér mjög mikið og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið hana. Ég fæ t.d. aðstoð við matarinnkaup, ýmislegt í sambandi við heimilishald og margt fleira. Það munar miklu að vera kominn með manneskju sem hjálpar manni í þessu öllu.

Jæja ég þarf að fara að drífa mig í vinnuna endilega kommentið ykkar skoðun á þessu öllu.

hafið góðann dag.

með kveðju

Emil

5. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 5 ummæli

Dósasel

Hvað er Dósasel ??? Dósasel er verndaður vinnustaður í Reykjanesbæ rekinn af Þroskahjálp. Ég er að vinna í Dósaseli og er búinn að vera þar síðan 8 Janúar og mér finnst að ég sé loksins búinn að finna minn rétta stað í lífinu. Það gengur vel hjá mér í vinnunni og ég er að komast í góða rútínu.

Maður þarf að vakna í vinnuna þar sem ég vinn frá 9 - 11.30 síðan fer ég í Björgina og svo er misjafnt hvað ég geri það sem eftir lifir dags. Það er frábær fólk sem vinnur í Dósaseli og er á öllum aldri. Yngsta manneskjan sem vinnur þar er 14 ára og sú elsta 65 ára og allt þar á milli.

Dósasel er opið frá 13 - 18 alla virka daga nema föstudaga þá er opið frá 9.30 - 13.00 ef þið viljið nánari upplýsingar ekki hika við að hringja í síma 421 4741 á opnunartíma.

30. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 1 ummæli

Rólegur sunnudagur


Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur. Það var sofið út og vaknaði ég frekar seint eða kl 14.20 er búinn að vera síðan þá í heimsókn heima hjá Alvildu ásamt Ingunni. Hún fer með rútunni heim klukkan hálf átta enda vinna hjá okkur báðum á morgun.

Ég verð að vinna aukavakt á morgun í vinnunni þannig að ég fer ekki í Björgina á morgun. Það verður samt að passa skjóðuna að hún fari ekki yfir 120 kg en ég fer ekki á æfingu á morgun, fer á miðvikudaginn í staðinn. Verð að passa mig að ofgera mér ekki því að mér hættir til að fara of hratt í hlutina og síðan springur allt í höndunum á manni og maður fer alveg niður í svaka þunglyndi og allt ónýtt !!!!!

Það er kjúklingaréttur með baunum og hrísgrjónum í matinn hjá Alvildu í kvöld. Svona matur gefur kraft og er góður fyrir línurnar. Síðan er ég duglegur að drekka vatn og topp / kristal maður sér fljótt mun á því.

Ég ætla að segja ykkur frá ónefndri manneskju sem ég talaði við í gær. Hún sagði að útaf því að ég hefði verið á geðdeild þá væri ég geðveikur !!!!! Og líka að ég væri alltaf að dópa !!!! Ég sagði við hana nú ??? Hvenær á ég að hafa verið að dópa …. Nú með lyfjunum sem læknarnir láta þig hafa. Ég útskýrði fyrir þessari fávísu manneskju að maður væri ekki settur á lyf nema að læknarnir teldu ástæðu til…..

Síðan hélt hún áfram og sagði að ég væri athyglissjúkur af því að ég hefði verið að skera mig til þess að fá athygli og komast inn á geðdeild sem síðan leiddi það af sér að allir yrðu pirraðir á mér. Ég benti henni aftur á að það gerði enginn svona viljandi og ég leitaði mér þó hjálpar annað en hún sjálf ( sem hún þarf vissulega á að halda, en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér ).

Það er bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp og þessi ákveðna manneskja er alveg blind á það að kannski þurfi hún sjálf að hitta geðlækni og að maður þurfi ekki endilega að teljast “geðveikur” ef maður hittir lækni og reynir að verða sér út um hjálp hjá fagaðilum.

Svo mörg voru þau orð.

Guð blessi ykkur öll og hafið góða viku.

Með kveðju

Emil

18. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Dósasel, Heilbrigði | 3 ummæli

Skemmtileg skírnarveisla.

Ég skrapp ásamt Ingunni í skemmtilega skírnarveislu hjá Braga bróður hennar í höfuðstaðnum í dag. Hitti meðal annars þar Þórhall bróður hennar sem spilar með Víkingum í fyrstu deildinni og pabba hennar sem býr á Akureyri, bara helvíti skemmtilegur kall !!!

Litli frændi hennar Ingunnar var skírður Hinrik Huldar Bragasson og það var fullt af fólki í veislunni en haldiði ekki að ég hafi borðað aðeins yfir mig af veitingunum ehemm ….. fékk sykursjokk og var hálf sofandi eftir það í rútunni á leiðinni heim og þurfti að leggja mig í tvo tíma eftir heimkomuna til þess að jafna mig. Það kemur fyrir besta fólk að lenda í því að borða of mikinn sykur.

En að öðru, ég verð að vinna aukavakt í vinnunni á mánudaginn þannig að ég verð kannski að æfa á morgun því að það er nokkuð ljós að ég mun ekki hafa kraft í það á mánudaginn. Núna í kvöld er ég bara að slappa af heima hjá Alvildu og spila við Ali í Euro 2008 leiknum í playstation 2, fyrsti leikurinn er búinn og vann ég hann 4-2 með Englandi á móti Frakklandi.

Annars er ekkert mikið að frétta af mér, Ingunn er hjá mér núna um helgina og fer síðan heim á morgun. Hún er dugleg í vinnunni og verður í sumarfríi í Júní, en ég fæ bara eina viku í sumarfrí því að ég byrjaði svo seint að vinna í Dósaseli ( Í Janúar ). Ég Verð í sumarfríi frá 2 - 8 Júní ætla að nota þann tíma til þess að æfa og slappa af, reikna með því að Ingunn verði hjá mér þá.

Hafið það sem best kæru vinir.

Með kveðju

Tryllirinn

17. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Fjölskyldan, Dósasel | 4 ummæli

Geggjað veður.

Ég fór í vinnuna í morgun og það var nóg að gera. Ég var alveg eiturhress það var mjög gaman í vinnunni í dag. Síðan fór ég í Björgina og hitti fólkið þar og spilaði spurningarspilið Meistarann, en vann ekki í þetta sinn.

Rétt um hálf fjögur leytið skrapp ég út í banka og tók út pening fyrir mánaðarkorti í MASSA, síðan var skroppið í 10-11 og keypti þar 2 banana og einhverja lúxus bacon samloku. Tók síðan strætó út í MASSA og verslaði kortið þar og át kræsingarnar áður en ég byrjaði að æfa.

Ég vigtaðist 119,6 kg og byrjaði á því að taka 10 mínútur á göngubretti og púlsinn var á bilinu 87 - 90 sem er mjög gott. Að upphitun lokinni þá fór ég í hnébeygju með 40 kg með 15 endurtekningar 3 sett, það tók soldið á þegar ég var kominn yfir 7 endurtekningar og leynir rosalega á sér þótt að þyngdin sé ekki mikil.

Síðan fór ég á hallandi bekk með 12,5 kg í hvora hendi og gerði 12 endurtekningar 3 sett. Næst á dagskránni var Stiff réttstöðulyfta en eitthvað gekk illa að framkvæma hana þannig að ég breytti til og tók bara venjulega réttstöðulyftu þar sem ég hitaði upp með 70 kg 5 sinnum, fór síðan í 100 kg 5 endurtekningar 5 sett ( 25 lyftur í það heila ). Ég endaði síðan á því að halda 70 kg í frontgripi en entist bara í 22 sekúndur enda langt síðan ég hef æft greipina.

Þetta var nóg sem fyrsta æfing og tók töluvert á. Næsta æfing er á föstudaginn og síðan helgarfrí :) Einhversstaðar verður maður jú að byrja og þótt að þetta séu ekki hrikalegar tölur þá er málið að ofgera sér ekki í byrjun.

Bergþóra : Ástarmálin ganga bara vel þakka þér :) Ég og Ingunn erum saman og gengur ágætlega :)

Kveðja

Emil

14. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar, Dósasel | 3 ummæli

Skrapp í Björgina.

Ég skrapp í Björgina í dag og verð til hálf fjögur. Gott að koma hingað og hitta fólkið hérna. Ég var vigtaður í morgun 118,6 kg þannig að það er um 10 kg farin síðan ég keppti á seinasta kraftlyftingamóti þann 29 mars s.l.

Læknirinn sagði mér að ég gæti hugsanlega útskrifast heim á föstudaginn vona að það geti orðið að veruleika en það tæki alveg tvær vikur í viðbót fyrir tunguna að jafna sig. Ég stefni á að fara að vinna upp í Dósaseli á mánudaginn á ný vona að það geti gengið eftir og að ég geti farið að borða einhvern mat fljótlega líka, náði að setja ofan í mig eina litla lgg+ jógúrt í morgun svo er það bara vatn. Er ennþá á sýklalyfjum 4x á dag og lyf 4x á dag við sveppasýkingu í tungunni……

Þetta verður betra fljótlega, ég treysti því …. Hafið það gott

Með kveðju

Tryllirinn

23. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel, Heilbrigði | 4 ummæli

Aftur inn á spítala.

Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.

Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.

Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.

Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..

Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!

með kveðju

Emil Tölvutryllir

20. apríl 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák | 5 ummæli

Mér líður betur núna :)

lookin350.jpg

Mér líður betur í dag en undanfarna daga. Ég vaknaði að vísu í seinna fallinu í morgun en svaf mjög vel í nótt. Fór síðan upp í vinnu í Dósaseli og það var nóg að gera þar í að telja gler og plast síðan var ágætt að gera í að brjóta glerið líka. Bílinn kom frá Endurvinnslunni og við fylltum hann. Hann átti síðan að koma aftur eftir hádegi í dag og taka restina sem var í húsinu.

Minn akkileshæll í sambandi við vinnu hefur í gegnum tíðina verið sá að endast ekki lengi á sama vinnustað og ég veit ekki alveg útaf hverju það er. Líklega kemur margt til, meðal annars kvíði, láta aðra tjúna sig upp og æsa sig, áreyti frá öðrum starfsmönnum og árekstrar eða einfaldlega að fá leið á hlutunum.

Það horfir allt til betri vegar með þetta því að ég starfa núna á vernduðum vinnustað þar sem ég þrífst mun betur en annarsstaðar þar sem ég hef unnið. Ég er alveg hæstánægður og er að standa mig vel í vinnunni. Núna á laugardaginn verða 2 mánuðir síðan ég byrjaði og það er allt í blóma :) Ég ætla að halda upp á áfangann í góðra vina hópi. Ég hef lengst verið á sama vinnustað í 11.5 mánuði en það var hjá Íslandspósti 1999-2000 og ég er staðráðinn í að bæta metið mitt. Mér líður svo vel í Dósaseli að ég þrífst vel þar og þau eru ánægð með mig og mín störf líka. Það er gott að vinna þar sem manni líður vel og fólk kann að meta mann fyrir það sem maður er og að fá reglulega hrós fyrir vel unnin störf.

Ég tók smá á því í líkamsræktarherberginu í björginni í dag með handlóðunum ( 16 kg ) í hvora hendi tók það 10x , 8x, 8x , 4x upp fyrir höfuð. Það sýnir kannski að ég er ekki alveg dauður úr öllum æðum. Ég giska á að ég sé svona í kringum 123-124 kg núna, það er jákvætt á meðan ég stend í stað eða léttist. Ég er að stefa að fara niður í svona 95 - 115 kg það er nú annað en þau 148 kg sem ég var þegar ég var sem mest og bjó í Reykjavík ( Grafarvogi ) c.a. 2004-05 og ávann mér sykursýki 2.

Ég fékk góða heimsókn áðan en það er Jóhann fyrrverandi skólabróðir minn úr Iðnskólanum og frændi Alvildu. Hann stoppaði heima hjá Alvildu í rúma 2-3 klukkutíma og var mjög gaman að rifja upp gamla tíma. Rosalega er tíminn fljótur að líða í góðra vina hópi.

Hvernig líst ykkur lesendur góðir á jákvæðninni hjá mér í sambandi við vinnuna og allt það :) Endilega skrifið ykkar skoðun hérna fyrir neðan.

Megi guð vera með ykkur.

Bestu Kveðjur

Emil

6. mars 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel | 7 ummæli

Vinnan gekk vel í dag.

Það gekk vel í vinnunni hjá mér í dag. Það var nóg að gera og ég var aðeins fyrr þreyttur en venjulega en það var bara fínt. Er búinn að vera í björginni síðan í hádeginu og spilaði pool við vini mína áðan, gekk ágætlega. Dagurinn búinn að vera fínn hingað til og gaman að hitta aðra. Verð samt ábyggilega þreyttur í kvöld.

Bið að heilsa

kveðja

Emil

20. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel | 2 ummæli

Vinna á morgun.

Þá er það ákveðið að láta reyna á það að fara í vinnuna á morgun. Var að tala við yfirmanninn minn símleiðis og hún vildi vita hvort að ég væri örugglega orðinn góður og ég sagðist telja það og vildi láta reyna á það að mæta á morgun enda orðið alltof langt síðan ég mætti seinast í vinnu eða seinastliðinn fimmtudag.

Á morgun er stór dagur en það er 1 árs brúðkaupsafmæli Alvildu & Ali. Ég óska þeim innilega til hamingju með þann áfanga og vona að þeir farnist vel í lífinu enda eru þau fallegt par og ná ótrúlega vel saman.

Ég vil óska aðdáendum Liverpool innilega til hamingju með glæsilegann sigur á Inter Milan þar sem Liverpool yfirspilaði andstæðinginn og sigraði sanngjarnt 2-0. Gefur okkur púlurum góða stöðu fyrir seinni leikinn á San Siro eftir 3 vikur. Það voru Dirk Kuyt og Steven Gerrard sem skoruðu mörkin á 85 og 90 mínútu. Marco Matterazzi fékk rautt eftir 30 mín fyrir 2 gul spjöld :)

með kveðju

Emil

19. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 5 ummæli

Dugnaðarforkurinn Korntop !!!!

Stórvinur minn Magnús Korntop er að gerast dugnaðarforkur nú í ellinni og var í dag ráðinn til reynslu í 3 mánuði sem starfsmaður BYKO. Hann er víst í gamla starfinu mínu sem ég fékk ógeð á fyrir nokkrum árum. Vonandi gengur honum það vel. Ég hefði ekki trúað því áður fyrr að hann myndi fara að vinna á ný en kannski að hann sé orðinn blánkur, hver veit ????

Ég er líka að reyna að halda mínu striki varðandi mína vinnu í Dósaseli þar sem ég er á reynslutíma til 8 mars næstakomandi, þá verð ég búinn að vinna í Dósaseli í 2 mánuði. Held að það sé eftir 3 mánuði sem fyrirtækið þarf að láta mig vita hvort ég verði fastráðinn eður ei.

Semsagt við félagarnir erum orðnir algjörir dugnaðarforkar, það er af sem áður var þegar við vildum ekki heyra minnst á atvinnu. Svona breytist lífið og mennirnir með.

bið að heilsa

Kveðja

Emil

14. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 3 ummæli

Gengur vel í vinnunni.

positive.jpg

Það gengur vel í vinnunni hjá mér og það er hver dagur öðrum skemmtilegri og nóg að gera. Ég setti mér það markmið fyrir mánuðinn að mæta aldrei of seint þennann mánuðinn og missa ekkert úr. Í seinasta mánuði þá missti ég einmitt 1 dag úr vegna veikinda og 1 dag kom ég 30 mín of seint. Það á að gera betur núna og sýna það og sanna hvers maður er megnugur.

Ég var fyrst í einn mánuð til reynslu frá 8 janúar - 8 febrúar og síðan var ákveðið að framlengja það frá 8 febrúar - 8 mars, fæ vonandi að vita þá hvort að ég verði fastráðinn eða hvernig þetta verður allt saman. Ég er að vonast til þess að fá fastráðningu því að ég kann rosalega vel við þennan vinnustað, vinnuna og fólkið sem ég er að vinna með.

Ég fer síðan þrjá daga í viku í björgina sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Mér finnst mjög gott að koma þangað og það hjálpar mér að ná réttum tökum á tilverunni.

Ég hugsa að ferli mínum í kraftasporti sé lokið og að maður finni sér eitthvað annað við tímann að gera, kannski að maður fari að æfa skák á ný :) Ég vona að þið hafið það bara sem best dyggu lesendur og guð blessi ykkur öll.

Með kveðju.

Emil

13. febrúar 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Björgin, Dósasel | Engin ummæli