Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Skákin og Jákvæðni.

skak.jpg

Tryllirinn og Þorleifur Einarsson sitja að tafli í viðureign sem Tryllirinn vann :)

Það er búið að vera nóg að gera í að rífa sig upp í jákvæðninni og losna við þunglyndisdrauginn í sumar og haust. Það virðist vera að skila árangri og að sjálfsögðu líður manni betur eftir lyfjabreytingar sem virðast hafa rétt áhrif.

Tryllirinn er búinn að taka upp gamalt áhugamál sem er skák og æfir hana nú vikulega. Framfarirnar láta ekki á sér standa og á Haustmóti Skákfélags Reykjanesbæjar endaði Tryllirinn í 5-6 sæti og í gær á hraðskákmóti 3-4 sæti með 6.5 vinninga af 9 mögulegum. Það er fínt að ögra sér aðeins í þessu og hafa bara gaman að.

Annars er bara einn dagur tekinn í einu og jákvæðnin höfð að leiðarljósi :) Bið að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

3. nóvember 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Hugsa jákvætt, hugsa jákvætt. Þá mun allt ganga betur :)

positivethinking.jpg

Núna snýst allt um að reyna að hugsa jákvætt og rífa sig upp þunglyndinu. Í seinustu viku þá náði ég að mæta þrjá daga þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Svo mætti ég í dag í vinnuna og komnir 4 dagar í þessum mánuði. Ég er kominn með vekjaraklukku heima og það er vonandi aðeins að léttast lundin yfir manni. Ég hef verið að mæta í Björgina áfram og held að það sé búið að hjálpa mér rosalega mikið.

recycle.jpg

Ég er rosalega heppinn með það að á mínum vinnustað Dósaseli þá er tekið tillit til þess að maður sé með þennan sjúkdóm þunglyndi og ég fæ skilning á því þar en á sama tíma þá er verið að hvetja mig áfram til að mæta. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að gefa endalausann sjéns en maður reynir sitt besta og það kemur bara í ljós hvort að það muni vera nóg til þess að halda vinnunni. Þannig að það skiptir öllu máli að halda sér á réttu striki andlega til þess að geta sinnt vinnunni. Þetta helst allt í hendur og þegar það gengur vel hjá manni andlega svo að maður geti sinnt vinnunni, þá kemur allt hitt líka.

Einn dagur í einu :) Svo ef það gengur þá reyni ég tvo daga í einu en passa mig á því að fara ekki fram úr sjálfum mér. Jákvæð hugsun, jákvæðar aðgerðir, jákvætt viðmót sem hefur síðan jákvæð áhrif á allt í kringum mann sjálfann.

25. ágúst 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Þunglyndi og jákvæðir hlutir ….

Þunglyndi

Undanfarinn mánuð er ég búinn að vera þunglyndur og kvíðinn. Ekki viljað gera neitt, sofið helst amk 12 tíma á sólarhring og þar fram eftir götunum. Ekki bætt til vinnu sem er neikvætt en er búinn að vera í sambandi við vinnuveitendurnar sem vita af þessu öllu saman. Ég er að fara núna á eftir í vinnuna í fyrsta skipti í mánuðinum og vona að það eigi eftir að hressa mig aðeins upp.

img_8765.jpg

Ég og Ingunn fyrrverandi kærastan mín erum byrjuð saman aftur og erum búin að vera saman í 2 vikur og það gengur ágætlega. Hún er búin að vera að reyna að peppa mig upp og ég er allavega að mæta í vinnuna í dag en það er allt óvíst með keppni í sterkasti fatlaði þetta árið sökum þessara meina. Það hefur ekkert verið æft heldur bara legið í þunglyndi og vorkennt sjálfur sér ……… Nú er bara að rífa sig upp úr þessu helvíti !!!!!!

18. ágúst 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Byrjaður að vinna aftur eftir sumarfrí og fleiri fréttir.

imma-emil-og-rocky.jpg

Imma, Tryllirinn & Rocky á góðri stundu

Þá er maður byrjaður að vinna aftur eftir sumarfríið og það er fínt að vera kominn í sömu góðu rútínuna á ný að þurfa að mæta í vinnu og vakna á morgnanna. Það er um tveir og hálfur mánuður í sterkasti fatlaði maður heims 2009 sem verður haldið 2 og 3 Október. Þetta verður í fjórða skipti sem ég mun taka þátt í keppninni en ég er búinn að vera með 2006,2007,2008 og á hverju ári hef ég staðið mig betur og betur og bætt mig. Að sjálfsögðu verður engin breyting þar á núna.

loggur.jpg

Tryllirinn að lyfta 65 kg drumb í sterkasti fatlaði 2008

Vigtin stendur í kringum 128 kg núna en stefnan er að styrkja sig töluvert fyrir keppnina og fara niður í c.a. 123 kg sem mun auðvelda ýmislegt í keppninnni.

Hérna kemur dagskráin :

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 k

Það mun hjálpa mér í Öxullyftunni, hönd yfir hönd, Uxagöngunni og Atlassteinunum en ég næ að skera þessi 5 kg af mér. Það munar um allt í þessu sporti en ég held að ég væri í mjög góðum málum c.a. 110-115 kg en það tekur lengri tíma :) Það væri hugsanlega raunhæft markmið fyrir keppnina 2010. Allir góðir hlutir taka víst tíma. Mitt markmið er bara að standa mig eins vel og ég get og hafa gaman af þessu. Það verður gaman að hitta strákanna og spreyta sig í keppni við þá. Ég og Sveinbjörn höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessari keppni undanfarin ár og reikna ég með að svo verði áfram en hann er orðinn rosalega öflugur í steinatökunum og tók 90 kg steininn seinast en er sjálfur ekki nema rúm 76 kg.

2007.jpg

Hleðslugreinin 2007 með bobbinganna

Kem með fleiri fréttir síðar. Hafið það sem best þangað til með bestu kveðju Tölvutryllirinn

20. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Sterkasti fatlaði maður heims keppnisgreinar.

tryllir_turbo_danni.jpg

Þrír frægir kraftamenn úr röðum fatlaðra hittust á BK-Kjúkling fyrir stuttu en það voru þeir Emil Tölvutryllir, Beggi Túrbó og Danni Djöfull. Allt helsterkir menn sem hafa keppt í sterkasti fatlaði maður heims nokkrum sinnum. Beggi hefur sigrað keppnina tvívegis og það hefur verið talað um Daníel Unnar sem krónprinsinn enda bara tímaspursmál hvenær hann mun sigra keppnina. Hann er aðeins 26 ára á meðan Beggi er orðinn 35 ára og Hörður sem hefur sigrað þrívegis er 37-38 ára.

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims 2009 mun fara fram daganna 2 og 3 Október og það er búið að gefa út hvaða greinar verða líklegast að öllu óbreyttu.

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 kg

Hörður Harðviður hefur sigrað keppnina oftast eða þrisvar sinnum árin 2005-2007-2008 en Beggi Túrbó tvívegis árin 2004-2006. Hinsvegar hefur Hörður gefið það út að hann sé hættur en það er aldrei að vita hvort að honum snúist ekki hugur og mæti í keppnina það hefur verið þannig undanfarin ár að hann hefur gefið út yfirlýsingar um að hann sé hættur en alltaf mætt í keppnina þannig að við skulum ekki gefa mikið fyrir þessar yfirlýsingar hans.

Fyrir minn part þá hlakka ég bara til þess að vera með og það skiptir ekkert öllu máli hvar ég enda heldur bara að vera með og hitta strákanna og hafa gaman að þessu. Ég hef þrisvar verið með 2006-2007-2008 þannig að þetta er í fjórða skipti sem ég verð með í sterkasti fatlaði maður heims. Einnig hefur Ísak Sólmyrkvi gefið út að hann verði jafnvel með, hann keppti árin 2004 og 2006. Það væri gaman að sjá endurkomu hjá honum í keppnina enda þykir hann skemmtilegur keppandi með eindæmum.

Það eru 11 vikur til þess að undirbúa sig og mun ég vafalaust styrkjast mikið á þeim tíma og verð eins tilbúinn og mögulegt er þegar keppnin fer fram í byrjun Október.

Munið að stærsti sigurinn er að vera með !!!!!

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

11. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2009 framundan.

n1.jpg

Í dag fór Tryllirinn að versla kort í Lífstíl sem er líkamsræktarstöð í Keflavík til þess að hefja undirbúning fyrir Sterkasti fatlaði maður heims 2009. Að sjálfsögðu er markmiðið sett hátt og það er að sigra Teygjuna :) Hver er Teygjan ??? Það er góðurvinur minn úr páver sem heitir Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson en hann er nautsterkur miðað við þyngd og er sennilega um 75-77 kg en tók til að mynda 90 kg stein í steinatökum í fyrra sem er alveg frábær árangur á meðan ég tók t.d. aðeins 70 kg steininn.

Við höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessum keppnum og ég hef einu sinni verið fyrir ofan hann, hann einu sinni fyrir ofan mig og í fyrra vorum við jafnir í 6-7 sæti. Stærsti sigurinn í þessu öllu saman er að vera með það skiptir ekki máli í hvaða sæti maður lendir heldur að vera með og hafa gaman af þessu öllu saman.

100_2712.JPG

Teygjan, Túrbó, Tryllir og Steingrímur

Ég er að safna hrikalegu skeggi fyrir keppnina og er búinn að safna því í um það bil mánuð núna en þetta er víst kallað Friendly Mutton Chops og verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í það þegar keppnin fer loks fram í haust. Nýtt útlit á hverju ári.

Svona var Tryllirinn árið 2006 …..

emil33.jpg

Svona 2007 …..

2007.jpg

Svona 2008 …..

loggur.jpg

Hvernig ætli að hann verði 2009 ?????

7. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Páverandinn svífur yfir vötnunum ….

2july300x305.jpg

Eftir vandlega íhugun þá hef ég ákveðið að reyna að sprikla smá til að vera í einhverju smá formi fyrir sterkasti fatlaði maður heims 2009. Þetta kemur til af því að það hefur verið skorað á kallinn að vera með enda þarf alltaf að vera með celeb á svona mótum.

danni-korntop.jpg

Menn eins og Korntop, Daníel Unnar og fleiri aðdáendur hafa sagst ekki skilja hvers vegna pávermaður á besta aldri sé ekki að keppa og skorað á kallinn að vera með. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bregðast aðdáendum sínum

Æfingar munu hefjast formlega eftir helgi og við sjáum bara hvernig mun ganga en til þess að gleðja aðdáendurnar þá mun ég vera með á sterkasti fatlaði maður heims 2009, en til þess þarf maður nú að vera í amk einhverju lágmarksformi.

Endilega kommentið hérna fyrir neðan :) Bið að heilsa í bili.

Tryllirinn

2. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli

Sumarfrí og fleira.

skegg.jpg

Það eru komnir þrír mánuðir frá seinustu færslu þannig að það er kannski kominn tími á að kallinn skrifi eitthvað hérna inn á síðuna.

Ég er búinn að vera í sumarfríi úr vinnunni að undanförnu og hafa það gott en byrja svo að vinna aftur 20 Júlí. Það er annars að frétta af mér að páverandinn er horfinn, ég er bara sáttur að hafa tekið 180 kg þarna á BK mótinu og fá silfur. Ég er búinn að selja Herði Harðvið páverstöngina aftur sem ég var með hérna í stofunni en á ennþá allan keppnisbúnað til.

Það er eins og öll löngun til þess að keppa sé horfin en ég hef átt ágætis feril kvarta ekki yfir því. Besti vinur minn hann Kristbergur ” Beggi Túrbó ” er að hætta að lyfta líka bráðlega en það er vegna þess að skrokkurinn hjá honum þolir þetta ekki lengur vegna veikinda. Hann er samt ennþá nautsterkur annað en ég :)

Ég hef verið latur líka við að tefla en ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að ég er búinn að vera að vinna á sama vinnustað í eitt og hálft ár sem er persónulegt met og hef ekki þurft að leita aðstoðar á geðdeildinni síðan seinnipart apríl 2008 sem gerir um það bil 14 mánuðir síðan og ég er bara stoltur af því. Hvort sem öðrum finnst það merkilegt eða ekki þá er það töluvert afrek fyrir mig, það vita þeir sem hafa þekkt mig lengi.

Ég er farinn að safna smá mutton chops eins og það heitir upp á enskuna og setti samanburðarmynd hérna í byrjun færslurnar, hvernig líst ykkur á ?

Endilega ef þið nennið þá að kommenta. Annars bið ég bara að heilsa og hafið það gott.

Með kveðju

Tryllirinn

28. júní 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Silfurkálfur

Tryllirinn náði víst silfursætinu í - 140 kg flokki á BK mótinu í gær og fékk flottann verðlaunapening fyrir. 60 kg lyfta fór upp í bekknum svo var reynt við 90 kg tvívegis en hafðist ekki, tók síðan 180 kg í réttstöðunni en 192,5 kg vildi ekki upp. Skemmtilegt mót þar sem Fermeterinn reyndi við 400 kg og munaði sáralitlu að það hefðist hjá honum.

Annars er bara lítið að frétta annað en að ný vinnuvika er handan við hornið og mun ég vinna á morgun frá 9 - 12 og síðan frá 13 - 18 maður hefur gott af því að vinna soldið auka ef úthaldið leyfir.

Hafið það bara gott öll sömul.

Með kveðju

Tryllirinn

29. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Nýr Íslandsmeistari fatlaðra í páver.

Dan�el Unnar � hnébeygju

Það hafa ýmis tíðindi gerst í íþróttaheiminum núna um þessa helgi. Meðal annars var Daníel Unnar Vignisson krýndur nýr íslandsmeistari í páver með seríuna 240-110-240 eða 590 kg í samanlögðu. Vignir sem verið hefur ósigrandi síðustu ár var með 200-130-230 eða 560 kg í samanlögðu og munaði mjög litlu á þeim félögum. Þetta eru rosa tíðindi því að það vantar einungis 10 kg upp á að fatlaðir pávermenn nái 600 kg múrnum sem hefði þótt óhugsandi hér fyrir nokkrum árum.

Færeyingar unnu Íslendinga 2-1 núna um helgina og það hlakkaði mikið í mér við það enda fyrsti sigur okkar Færeyinga á Íslendingum og er þetta miklar og góðar fréttir og svo loks snýtti Liverpool Aston Villa 5-0 og eru komnir aftur í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn einu stigi á eftir Man United sem eiga að vísu leik inni en það eru 8 leikir eftir og allt getur gerst enn :)

Ég skrapp líka í fermingarveislu í dag og það var bara mjög gaman. Svo heldur vinnan áfram á morgun eftir góða helgi. Tungan er öll að koma til eftir flogakastið sem ég fékk og beit illa í tunguna en það eru oftast svona 2 vikur sem það tekur að jafna sig í tungunni eftir svona flog.

Jæja ég bið bara að heilsa og hafið það sem allra best.

Með páverkveðju

Tryllirinn

22. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

smá fréttir.

Veikindi komu í veg fyrir að ég myndi taka þátt á Íslandsmótinu í skák sem fram fer á Akureyri. Það er samt allt að koma og ég held að lungnasýkingin sem ég fékk sé á undanhaldi. Ég lenti samt í því að bíta í tunguna á mér í svefni hvort sem um var að ræða flogakast eða hvað það var er ég ekki viss um en hún bólgnaði þvílíkt upp og ég hef aðallega þurft að borða fljótandi mat síðan þá.

Það mun taka um 1-2 vikur fyrir tunguna að jafna sig alveg og hlakka ég til þegar það verður loksins komið í gegn. Um mánaðarmótin þá ætla ég að fá mér sjónvarpsflakkara og hlakka til að fá hann í hendur en hann er kominn á pósthúsið en ég ætla að sækja hann 31 mars :)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

21. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Veikindi, sparnaður og skák.

sick-guy.gif

Þá er maður orðinn veikur enn eina ferðina og kominn á dag 2 af 7 á pensilín kúr. Alveg óþolandi að lenda í þessu 2-4x á hverjum vetri. Ég er samt búinn að mæta í vinnuna og kominn með 100 % mætingu það sem af er mánuði sem er bara mjög gott. Stefnan er síðan sett á að kaupa sjónvarpsflakkara í lok mánaðarins fyrir launin úr Dósaseli. Það er mjög jákvætt þegar maður markmiðum sínum einu og einu. Gaman að sjá afrakstur erfiðiðsins og að maður sé að stefna í rétta átt.

tryllir-master.JPG

Síðan 20-22 Mars þá verður farið norður til Akureyrar að tefla með Víkingaklúbbnum í 4 deild á seinni hluta Íslandsmótsins. Vonandi mun ganga vel fyrir norðan en aðalatriðið er að hafa bara gaman af þessu öllu saman. Kannski mun kallinn fá einhver skákstig loksins á þessu ári. Það væri stór áfangi enda er maður orðinn ágætlega öflugur eftir 15 ára hlé.

wimp.jpg

Það er spurning hvenær 200 kg munu síðan liggja í réttstöðunni en vonandi gerist það í sumar. Mér finnst alveg óþolandi þegar ég er veikur því að þá upplifir ég mig eins og algjört WIMP !!!!! Í mínum augum er það nú mikill aulaháttur hjá öllum sem ekki hafa 180 kg í réttstöðu því að það er svona ákveðin lágmarksþyngd sem allir 80 kg eða þyngri ættu að hafa. Páverinn er nú bara smá hliðarsport þessa daganna og er ekkert verið að æfa með keppni í huga bara smá til að æfa sig.

Bið að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Emil

10. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Æfingin í gær.

Sökum veðurs í gær þá fór ég ekki í gymmið í Garðinum heldur kom Harðviðurinn til mín og við tókum á því saman heima hjá mér. Hann deddaði einungis á búkka og endaði í 190 kg x 1.

Hinsvegar það sem ég tók var 60 kg 2×10 , 80 kg 1×10, 100 kg 1×8, 110 kg 3×10 og síðan 90 kg á búkka 3×8. Með þessu áframhaldi ætti tvisturinn að koma fljótlega.

Á fimmtudaginn verður svo þyngri æfing og svo ætlar Tryllirinn að mæta í keppni þann 28 mars en það er Push & Pull mót BK sem er á vegum WPC. Stefnan er sett á 80 kg í bekknum og 190 kg í réttstöðunni, prófa sig aðeins sjáum bara til hvernig það gengur en þetta verður allt saman spennandi :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

4. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Æfing í gymminu í garðinum í dag.

emil23.jpg

Þá liggur ljóst fyrir hvernig æfingin í dag verður, en Harðviðurinn og Tryllirinn munu sækja Gymmið í Garðinum heim. Hnébeygja og réttstaða eru á dagskráinni og kannski bekkur líka ef maður nennir. Allavega beygja + dedd, þetta verður bara léttur dagur. Einnig verður Tryllirinn vigtaður og mun skjóðuþyngdin þessa daganna koma í ljós en ágætis ágiskun er 128-129 kg.

Síðan er stefnan sett á að reyna að fara upp á Esjuna í Maí. Það eru margir sem hafa ekki trú á því að ég geti það en það hvetur mig enn frekar til dáða og ég mun að sjálfsögðu gera tilraun til þess. Björgin fer í Maí í blíðskaparveðri og mun þetta verða mikil raun fyrir suma en miklu léttara fyrir aðra. Fyrir mig er þetta mikil áskorun enda eru lungun c.a. - 15 % eftir læknamistökin árið 2001.

Það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari og að sjálfsögðu verður gerð atlaga að Esjunni !!!!

með kveðju

Tryllirinn

3. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Nýjar ummálsmælingar.

emil22.jpg

Núna í kvöld var Tryllirinn ummálsmældur i fyrsta skipti í langann tíma. Niðurstöðurnar voru bara ágætar og birtast þær hér með.

Mitti : 143 cm
Kassi : 131 cm
Mjaðmir : 120 cm
Vinstri Kálfi : 51 cm
Hægri Kálfi : 48 cm
Hægra Læri : 66 cm
Vinstra læri : 68 cm
Vinstri upphandlegur spenntur : 41 cm
Hægri upphandleggur spenntur : 42 cm
Vinstri upphandleggur ekki spenntur : 38 cm
Hægri upphandleggur ekki spenntur : 38 cm

28. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

5 kg bæting á einum mánuði.

Í gær var breytt um fyrirkomulag á æfingunni sem átti að vera þyngri æfing vikunnar. Í stað þess að fara í 150 kg 4×4 og 160 kg 2×2 þá var farið í topp. Gummi æfingarfélagi minn átti ágætis tilraun við 142 kg en hann er sjálfur 94 kg og ég fór í 182 kg sem er 5 kg bæting á einum mánuði. Hlutirnir á leið í rétta átt.

Síðan á morgun fer ég á úrslitaleik Vals og Gróttu í bikarnum með Begga Túrbó og Magnúsi Korntop ÍR-ing sem er annálaður handboltaspekúlant og verður gaman að fara með félögum sínum á leikinn. Það verður kannski farið á BK-Kjúkling að leik loknum.

Á sunnudaginn munum við Gummi síðan klára að smíða búkkann sem verður notaður við æfingar í deddinu núna í næsta mánuði. Ég keypti efniviðinn í dag og það verður spennandi að byrja að nota búkkann. Á mánudaginn fæ ég síðan próteinið, kreatínið og aminósýrurnar sem ég pantaði fyrir helgi.

Bið að heilsa í bili og hafið góða helgi.

Með kveðju

Emil

27. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Æfing morgundagsins.

Smá breyting varðandi morgundaginn. Það er ætlunin hjá mér að repsa 150 kg 4×4 og 160 kg 2×2 í stað þess að taka 152 kg 3×5. Alvöru prógramm fyrir alvöru menn. Wimpið æfingarfélagi minn verður í einhverjum minni tölum :) Ég held að skjóðuþyngdin hjá mér sé milli 128 - 130 kg þessa daganna en auðvitað þarf að éta vel til þess að geta æft eitthvað af viti.

Í kvöld ætla ég síðan að horfa á Real Madrid - Liverpool og verður fróðlegt að sjá hvernig mínum mönnum gengur þar. Síðan verður auðvitað farið á VALUR - Grótta á Laugardaginn og ef allt gengur eftir munum við Valsmenn landa glæsilegum bikarmeistaratitli þar.

STAY STRONG, STAY POSTIVE !!!!

með kveðju

Emil

25. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

létt æfing í gær.

Í gær þá var rifið aðeins í lóðin enda léttari dagur vikunnar. Þar tók Tryllirinn 110 kg 5 x 10 og var það bara hressandi eftir að hafa étið bætingarréttinn. Wannabe æfingarfélaginn mætti ekki á svæðið og spurning hvort hann mæti á fimmtudaginn þegar það á að repsa 3×5. Tryllirinn fer þar í 152 kg 3×5 en lati æfingarfélaginn á að fara í 110 kg 3×5 enda töluverður styrkleikamunur a ferð.

Annars er bara lítið að frétta og 200 kg fyrir 1 September er allt á áætlun. Repsa, repsa, repsa það er lykill að þessu öðruvísi næst ekki markmiðið. Þetta er nú bara smá dútl en Tryllirinn mun láta sjá sig á móti við tækifæri og taka 200 kg múrinn fyrir Sir Magister Cat :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

24. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Verðlaunasæti á vormóti Bjargarinnar.

12.jpg

Skáktryllirinn á móti í Perlunni í tilefni af geðheilbrigðisdeginum.

Skákfélag Bjargarinnar Hressir Hrókar héldu í dag Vorskákmót og voru alls 22 þátttakendur. Það kom fjölmennur hópur frá Holtaskóla auk fimm frá Vin svo voru við nokkur úr Björginni. Telfdar voru fimm umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Það var mikið fjör og góð tilþrif litu dagsins ljós og er alveg ljóst að þetta eru allt mjög efnilegir upprennandi skáksnillingar sem heimsóttu okkur í dag :)

Haukur úr Vin sigraði mótið með 5 vinninga af 5 mögulegum en tryllirinn tapaði í hörkuskák við hann í uppgjöri efstu manna í 4 umferð en þá voru baðir með fullt hús vinninga og mátti mjög litlu muna en Haukur hafði þetta á endanum.

Í öðru sæti var strákur úr Holtaskóla sem heitir Sævar með 4.5 vinninga af 5 mögulegum og í þriðja sæti var síðan Skáktryllirinn sem tryggði sér 3 sætið í lokaumferðinni með glæsilegum sigri á Arnari Valgeirssyni forustukálfi úr Vin. Arnar féll á tíma en skákið var jafnteflisleik framan af þótt að Arnar væri manni yfir :)

Það er ekki laust við á Tryllirinn sé kominn með harðsperrur í heilann eftir öll þessi átök ha ha ha :) þetta var í fyrsta skipti sem ég hef náð að leggja Arnar að velli en hann er ansi seigur í skákinni og seinast þegar við mættumst á móti þá fór jafntefli. Við telfdum líka úti í London en þá hafði Arnar betur 2,5 vinningar á móti 0,5 vinningum, en tryllirinn náði bara að toppa á réttum tíma sem er mjög gott mál.

emil.JPG

Tryllirinn með verðlaun eftir kraftlyftingarmót upp á Skaga í fyrra :)

Sir Magister Cat skoraði á Tryllirinn hérna á blogginu að setja sér alvöru markmið og dedda 200 kg á kraftlyftingarmóti. Að sjálfsögðu mun Tryllirinn ekki neita þessari áskorun því að það er ekkert sjálfsagðara en að gleðja köttinn með að snúa aftur á pávermót við tækifæri en þarf þá að kaupa nýtt belti og singlet þar sem fyrrverandi leigusalinn henti búslóðinni í Nóvember seinastliðnum og var þar á meðal allt páverdót og verðlaunasafn Tryllisins, en það mál er í réttum farvegi hjá lögreglu ….

Jæja bið að heilsa í bili og hafið það sem best.

Með kveðju

Tryllirinn

20. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Kvöldvaka og skákmót.

Tryllirinn er að fara á kvöldvöku í kvöld í Björginni þar sem er Arabískt þema. Auðvitað verða margir þarna með slæður að hætti arabískra kvenna en vonandi verður þetta fjölbreytt og skemmtilegt. Skemmtunin stendur frá kl 20.30 - 22.30.

Á morgun verður síðan vorskákmót Bjargarinnar og er reiknað með að minnsta kosti 15 keppendum, þar af 5 frá Vin í Reykjavík og huganlega mætir Gunnar Freyr Master, amk 5 koma frá Björginni, 2 frá FS og vonandi fleiri.

Verðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin. Nánari upplýsingar í síma 421 - 6744 eða mæta bara á morgun í Björgina að Suðurgötu 15 í Reykjanesbæ og taka á því við skákborðið.

Með páver & skákkveðju

Tryllirinn

19. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli