Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Hugsa jákvætt, hugsa jákvætt. Þá mun allt ganga betur :)

positivethinking.jpg

Núna snýst allt um að reyna að hugsa jákvætt og rífa sig upp þunglyndinu. Í seinustu viku þá náði ég að mæta þrjá daga þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Svo mætti ég í dag í vinnuna og komnir 4 dagar í þessum mánuði. Ég er kominn með vekjaraklukku heima og það er vonandi aðeins að léttast lundin yfir manni. Ég hef verið að mæta í Björgina áfram og held að það sé búið að hjálpa mér rosalega mikið.

recycle.jpg

Ég er rosalega heppinn með það að á mínum vinnustað Dósaseli þá er tekið tillit til þess að maður sé með þennan sjúkdóm þunglyndi og ég fæ skilning á því þar en á sama tíma þá er verið að hvetja mig áfram til að mæta. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að gefa endalausann sjéns en maður reynir sitt besta og það kemur bara í ljós hvort að það muni vera nóg til þess að halda vinnunni. Þannig að það skiptir öllu máli að halda sér á réttu striki andlega til þess að geta sinnt vinnunni. Þetta helst allt í hendur og þegar það gengur vel hjá manni andlega svo að maður geti sinnt vinnunni, þá kemur allt hitt líka.

Einn dagur í einu :) Svo ef það gengur þá reyni ég tvo daga í einu en passa mig á því að fara ekki fram úr sjálfum mér. Jákvæð hugsun, jákvæðar aðgerðir, jákvætt viðmót sem hefur síðan jákvæð áhrif á allt í kringum mann sjálfann.

25. ágúst 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli