Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Þunglyndi og jákvæðir hlutir ….

Þunglyndi

Undanfarinn mánuð er ég búinn að vera þunglyndur og kvíðinn. Ekki viljað gera neitt, sofið helst amk 12 tíma á sólarhring og þar fram eftir götunum. Ekki bætt til vinnu sem er neikvætt en er búinn að vera í sambandi við vinnuveitendurnar sem vita af þessu öllu saman. Ég er að fara núna á eftir í vinnuna í fyrsta skipti í mánuðinum og vona að það eigi eftir að hressa mig aðeins upp.

img_8765.jpg

Ég og Ingunn fyrrverandi kærastan mín erum byrjuð saman aftur og erum búin að vera saman í 2 vikur og það gengur ágætlega. Hún er búin að vera að reyna að peppa mig upp og ég er allavega að mæta í vinnuna í dag en það er allt óvíst með keppni í sterkasti fatlaði þetta árið sökum þessara meina. Það hefur ekkert verið æft heldur bara legið í þunglyndi og vorkennt sjálfur sér ……… Nú er bara að rífa sig upp úr þessu helvíti !!!!!!

18. ágúst 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli