Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2009 framundan.

n1.jpg

Í dag fór Tryllirinn að versla kort í Lífstíl sem er líkamsræktarstöð í Keflavík til þess að hefja undirbúning fyrir Sterkasti fatlaði maður heims 2009. Að sjálfsögðu er markmiðið sett hátt og það er að sigra Teygjuna :) Hver er Teygjan ??? Það er góðurvinur minn úr páver sem heitir Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson en hann er nautsterkur miðað við þyngd og er sennilega um 75-77 kg en tók til að mynda 90 kg stein í steinatökum í fyrra sem er alveg frábær árangur á meðan ég tók t.d. aðeins 70 kg steininn.

Við höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessum keppnum og ég hef einu sinni verið fyrir ofan hann, hann einu sinni fyrir ofan mig og í fyrra vorum við jafnir í 6-7 sæti. Stærsti sigurinn í þessu öllu saman er að vera með það skiptir ekki máli í hvaða sæti maður lendir heldur að vera með og hafa gaman af þessu öllu saman.

100_2712.JPG

Teygjan, Túrbó, Tryllir og Steingrímur

Ég er að safna hrikalegu skeggi fyrir keppnina og er búinn að safna því í um það bil mánuð núna en þetta er víst kallað Friendly Mutton Chops og verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í það þegar keppnin fer loks fram í haust. Nýtt útlit á hverju ári.

Svona var Tryllirinn árið 2006 …..

emil33.jpg

Svona 2007 …..

2007.jpg

Svona 2008 …..

loggur.jpg

Hvernig ætli að hann verði 2009 ?????

7. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli