Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Byrjaður að vinna aftur eftir sumarfrí og fleiri fréttir.

imma-emil-og-rocky.jpg

Imma, Tryllirinn & Rocky á góðri stundu

Þá er maður byrjaður að vinna aftur eftir sumarfríið og það er fínt að vera kominn í sömu góðu rútínuna á ný að þurfa að mæta í vinnu og vakna á morgnanna. Það er um tveir og hálfur mánuður í sterkasti fatlaði maður heims 2009 sem verður haldið 2 og 3 Október. Þetta verður í fjórða skipti sem ég mun taka þátt í keppninni en ég er búinn að vera með 2006,2007,2008 og á hverju ári hef ég staðið mig betur og betur og bætt mig. Að sjálfsögðu verður engin breyting þar á núna.

loggur.jpg

Tryllirinn að lyfta 65 kg drumb í sterkasti fatlaði 2008

Vigtin stendur í kringum 128 kg núna en stefnan er að styrkja sig töluvert fyrir keppnina og fara niður í c.a. 123 kg sem mun auðvelda ýmislegt í keppninnni.

Hérna kemur dagskráin :

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 k

Það mun hjálpa mér í Öxullyftunni, hönd yfir hönd, Uxagöngunni og Atlassteinunum en ég næ að skera þessi 5 kg af mér. Það munar um allt í þessu sporti en ég held að ég væri í mjög góðum málum c.a. 110-115 kg en það tekur lengri tíma :) Það væri hugsanlega raunhæft markmið fyrir keppnina 2010. Allir góðir hlutir taka víst tíma. Mitt markmið er bara að standa mig eins vel og ég get og hafa gaman af þessu. Það verður gaman að hitta strákanna og spreyta sig í keppni við þá. Ég og Sveinbjörn höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessari keppni undanfarin ár og reikna ég með að svo verði áfram en hann er orðinn rosalega öflugur í steinatökunum og tók 90 kg steininn seinast en er sjálfur ekki nema rúm 76 kg.

2007.jpg

Hleðslugreinin 2007 með bobbinganna

Kem með fleiri fréttir síðar. Hafið það sem best þangað til með bestu kveðju Tölvutryllirinn

20. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Sterkasti fatlaði maður heims keppnisgreinar.

tryllir_turbo_danni.jpg

Þrír frægir kraftamenn úr röðum fatlaðra hittust á BK-Kjúkling fyrir stuttu en það voru þeir Emil Tölvutryllir, Beggi Túrbó og Danni Djöfull. Allt helsterkir menn sem hafa keppt í sterkasti fatlaði maður heims nokkrum sinnum. Beggi hefur sigrað keppnina tvívegis og það hefur verið talað um Daníel Unnar sem krónprinsinn enda bara tímaspursmál hvenær hann mun sigra keppnina. Hann er aðeins 26 ára á meðan Beggi er orðinn 35 ára og Hörður sem hefur sigrað þrívegis er 37-38 ára.

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims 2009 mun fara fram daganna 2 og 3 Október og það er búið að gefa út hvaða greinar verða líklegast að öllu óbreyttu.

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 kg

Hörður Harðviður hefur sigrað keppnina oftast eða þrisvar sinnum árin 2005-2007-2008 en Beggi Túrbó tvívegis árin 2004-2006. Hinsvegar hefur Hörður gefið það út að hann sé hættur en það er aldrei að vita hvort að honum snúist ekki hugur og mæti í keppnina það hefur verið þannig undanfarin ár að hann hefur gefið út yfirlýsingar um að hann sé hættur en alltaf mætt í keppnina þannig að við skulum ekki gefa mikið fyrir þessar yfirlýsingar hans.

Fyrir minn part þá hlakka ég bara til þess að vera með og það skiptir ekkert öllu máli hvar ég enda heldur bara að vera með og hitta strákanna og hafa gaman að þessu. Ég hef þrisvar verið með 2006-2007-2008 þannig að þetta er í fjórða skipti sem ég verð með í sterkasti fatlaði maður heims. Einnig hefur Ísak Sólmyrkvi gefið út að hann verði jafnvel með, hann keppti árin 2004 og 2006. Það væri gaman að sjá endurkomu hjá honum í keppnina enda þykir hann skemmtilegur keppandi með eindæmum.

Það eru 11 vikur til þess að undirbúa sig og mun ég vafalaust styrkjast mikið á þeim tíma og verð eins tilbúinn og mögulegt er þegar keppnin fer fram í byrjun Október.

Munið að stærsti sigurinn er að vera með !!!!!

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

11. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2009 framundan.

n1.jpg

Í dag fór Tryllirinn að versla kort í Lífstíl sem er líkamsræktarstöð í Keflavík til þess að hefja undirbúning fyrir Sterkasti fatlaði maður heims 2009. Að sjálfsögðu er markmiðið sett hátt og það er að sigra Teygjuna :) Hver er Teygjan ??? Það er góðurvinur minn úr páver sem heitir Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson en hann er nautsterkur miðað við þyngd og er sennilega um 75-77 kg en tók til að mynda 90 kg stein í steinatökum í fyrra sem er alveg frábær árangur á meðan ég tók t.d. aðeins 70 kg steininn.

Við höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessum keppnum og ég hef einu sinni verið fyrir ofan hann, hann einu sinni fyrir ofan mig og í fyrra vorum við jafnir í 6-7 sæti. Stærsti sigurinn í þessu öllu saman er að vera með það skiptir ekki máli í hvaða sæti maður lendir heldur að vera með og hafa gaman af þessu öllu saman.

100_2712.JPG

Teygjan, Túrbó, Tryllir og Steingrímur

Ég er að safna hrikalegu skeggi fyrir keppnina og er búinn að safna því í um það bil mánuð núna en þetta er víst kallað Friendly Mutton Chops og verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í það þegar keppnin fer loks fram í haust. Nýtt útlit á hverju ári.

Svona var Tryllirinn árið 2006 …..

emil33.jpg

Svona 2007 …..

2007.jpg

Svona 2008 …..

loggur.jpg

Hvernig ætli að hann verði 2009 ?????

7. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Páverandinn svífur yfir vötnunum ….

2july300x305.jpg

Eftir vandlega íhugun þá hef ég ákveðið að reyna að sprikla smá til að vera í einhverju smá formi fyrir sterkasti fatlaði maður heims 2009. Þetta kemur til af því að það hefur verið skorað á kallinn að vera með enda þarf alltaf að vera með celeb á svona mótum.

danni-korntop.jpg

Menn eins og Korntop, Daníel Unnar og fleiri aðdáendur hafa sagst ekki skilja hvers vegna pávermaður á besta aldri sé ekki að keppa og skorað á kallinn að vera með. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bregðast aðdáendum sínum

Æfingar munu hefjast formlega eftir helgi og við sjáum bara hvernig mun ganga en til þess að gleðja aðdáendurnar þá mun ég vera með á sterkasti fatlaði maður heims 2009, en til þess þarf maður nú að vera í amk einhverju lágmarksformi.

Endilega kommentið hérna fyrir neðan :) Bið að heilsa í bili.

Tryllirinn

2. júlí 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 3 ummæli