Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Silfurkálfur

Tryllirinn náði víst silfursætinu í - 140 kg flokki á BK mótinu í gær og fékk flottann verðlaunapening fyrir. 60 kg lyfta fór upp í bekknum svo var reynt við 90 kg tvívegis en hafðist ekki, tók síðan 180 kg í réttstöðunni en 192,5 kg vildi ekki upp. Skemmtilegt mót þar sem Fermeterinn reyndi við 400 kg og munaði sáralitlu að það hefðist hjá honum.

Annars er bara lítið að frétta annað en að ný vinnuvika er handan við hornið og mun ég vinna á morgun frá 9 - 12 og síðan frá 13 - 18 maður hefur gott af því að vinna soldið auka ef úthaldið leyfir.

Hafið það bara gott öll sömul.

Með kveðju

Tryllirinn

29. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli