Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

smá fréttir.

Veikindi komu í veg fyrir að ég myndi taka þátt á Íslandsmótinu í skák sem fram fer á Akureyri. Það er samt allt að koma og ég held að lungnasýkingin sem ég fékk sé á undanhaldi. Ég lenti samt í því að bíta í tunguna á mér í svefni hvort sem um var að ræða flogakast eða hvað það var er ég ekki viss um en hún bólgnaði þvílíkt upp og ég hef aðallega þurft að borða fljótandi mat síðan þá.

Það mun taka um 1-2 vikur fyrir tunguna að jafna sig alveg og hlakka ég til þegar það verður loksins komið í gegn. Um mánaðarmótin þá ætla ég að fá mér sjónvarpsflakkara og hlakka til að fá hann í hendur en hann er kominn á pósthúsið en ég ætla að sækja hann 31 mars :)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

21. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli