Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Veikindi, sparnaður og skák.

sick-guy.gif

Þá er maður orðinn veikur enn eina ferðina og kominn á dag 2 af 7 á pensilín kúr. Alveg óþolandi að lenda í þessu 2-4x á hverjum vetri. Ég er samt búinn að mæta í vinnuna og kominn með 100 % mætingu það sem af er mánuði sem er bara mjög gott. Stefnan er síðan sett á að kaupa sjónvarpsflakkara í lok mánaðarins fyrir launin úr Dósaseli. Það er mjög jákvætt þegar maður markmiðum sínum einu og einu. Gaman að sjá afrakstur erfiðiðsins og að maður sé að stefna í rétta átt.

tryllir-master.JPG

Síðan 20-22 Mars þá verður farið norður til Akureyrar að tefla með Víkingaklúbbnum í 4 deild á seinni hluta Íslandsmótsins. Vonandi mun ganga vel fyrir norðan en aðalatriðið er að hafa bara gaman af þessu öllu saman. Kannski mun kallinn fá einhver skákstig loksins á þessu ári. Það væri stór áfangi enda er maður orðinn ágætlega öflugur eftir 15 ára hlé.

wimp.jpg

Það er spurning hvenær 200 kg munu síðan liggja í réttstöðunni en vonandi gerist það í sumar. Mér finnst alveg óþolandi þegar ég er veikur því að þá upplifir ég mig eins og algjört WIMP !!!!! Í mínum augum er það nú mikill aulaháttur hjá öllum sem ekki hafa 180 kg í réttstöðu því að það er svona ákveðin lágmarksþyngd sem allir 80 kg eða þyngri ættu að hafa. Páverinn er nú bara smá hliðarsport þessa daganna og er ekkert verið að æfa með keppni í huga bara smá til að æfa sig.

Bið að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Emil

10. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli