Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Æfingin í gær.

Sökum veðurs í gær þá fór ég ekki í gymmið í Garðinum heldur kom Harðviðurinn til mín og við tókum á því saman heima hjá mér. Hann deddaði einungis á búkka og endaði í 190 kg x 1.

Hinsvegar það sem ég tók var 60 kg 2×10 , 80 kg 1×10, 100 kg 1×8, 110 kg 3×10 og síðan 90 kg á búkka 3×8. Með þessu áframhaldi ætti tvisturinn að koma fljótlega.

Á fimmtudaginn verður svo þyngri æfing og svo ætlar Tryllirinn að mæta í keppni þann 28 mars en það er Push & Pull mót BK sem er á vegum WPC. Stefnan er sett á 80 kg í bekknum og 190 kg í réttstöðunni, prófa sig aðeins sjáum bara til hvernig það gengur en þetta verður allt saman spennandi :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

4. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli