Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Silfurkálfur

Tryllirinn náði víst silfursætinu í - 140 kg flokki á BK mótinu í gær og fékk flottann verðlaunapening fyrir. 60 kg lyfta fór upp í bekknum svo var reynt við 90 kg tvívegis en hafðist ekki, tók síðan 180 kg í réttstöðunni en 192,5 kg vildi ekki upp. Skemmtilegt mót þar sem Fermeterinn reyndi við 400 kg og munaði sáralitlu að það hefðist hjá honum.

Annars er bara lítið að frétta annað en að ný vinnuvika er handan við hornið og mun ég vinna á morgun frá 9 - 12 og síðan frá 13 - 18 maður hefur gott af því að vinna soldið auka ef úthaldið leyfir.

Hafið það bara gott öll sömul.

Með kveðju

Tryllirinn

29. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Nýr Íslandsmeistari fatlaðra í páver.

Dan�el Unnar � hnébeygju

Það hafa ýmis tíðindi gerst í íþróttaheiminum núna um þessa helgi. Meðal annars var Daníel Unnar Vignisson krýndur nýr íslandsmeistari í páver með seríuna 240-110-240 eða 590 kg í samanlögðu. Vignir sem verið hefur ósigrandi síðustu ár var með 200-130-230 eða 560 kg í samanlögðu og munaði mjög litlu á þeim félögum. Þetta eru rosa tíðindi því að það vantar einungis 10 kg upp á að fatlaðir pávermenn nái 600 kg múrnum sem hefði þótt óhugsandi hér fyrir nokkrum árum.

Færeyingar unnu Íslendinga 2-1 núna um helgina og það hlakkaði mikið í mér við það enda fyrsti sigur okkar Færeyinga á Íslendingum og er þetta miklar og góðar fréttir og svo loks snýtti Liverpool Aston Villa 5-0 og eru komnir aftur í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn einu stigi á eftir Man United sem eiga að vísu leik inni en það eru 8 leikir eftir og allt getur gerst enn :)

Ég skrapp líka í fermingarveislu í dag og það var bara mjög gaman. Svo heldur vinnan áfram á morgun eftir góða helgi. Tungan er öll að koma til eftir flogakastið sem ég fékk og beit illa í tunguna en það eru oftast svona 2 vikur sem það tekur að jafna sig í tungunni eftir svona flog.

Jæja ég bið bara að heilsa og hafið það sem allra best.

Með páverkveðju

Tryllirinn

22. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

smá fréttir.

Veikindi komu í veg fyrir að ég myndi taka þátt á Íslandsmótinu í skák sem fram fer á Akureyri. Það er samt allt að koma og ég held að lungnasýkingin sem ég fékk sé á undanhaldi. Ég lenti samt í því að bíta í tunguna á mér í svefni hvort sem um var að ræða flogakast eða hvað það var er ég ekki viss um en hún bólgnaði þvílíkt upp og ég hef aðallega þurft að borða fljótandi mat síðan þá.

Það mun taka um 1-2 vikur fyrir tunguna að jafna sig alveg og hlakka ég til þegar það verður loksins komið í gegn. Um mánaðarmótin þá ætla ég að fá mér sjónvarpsflakkara og hlakka til að fá hann í hendur en hann er kominn á pósthúsið en ég ætla að sækja hann 31 mars :)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

21. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Veikindi, sparnaður og skák.

sick-guy.gif

Þá er maður orðinn veikur enn eina ferðina og kominn á dag 2 af 7 á pensilín kúr. Alveg óþolandi að lenda í þessu 2-4x á hverjum vetri. Ég er samt búinn að mæta í vinnuna og kominn með 100 % mætingu það sem af er mánuði sem er bara mjög gott. Stefnan er síðan sett á að kaupa sjónvarpsflakkara í lok mánaðarins fyrir launin úr Dósaseli. Það er mjög jákvætt þegar maður markmiðum sínum einu og einu. Gaman að sjá afrakstur erfiðiðsins og að maður sé að stefna í rétta átt.

tryllir-master.JPG

Síðan 20-22 Mars þá verður farið norður til Akureyrar að tefla með Víkingaklúbbnum í 4 deild á seinni hluta Íslandsmótsins. Vonandi mun ganga vel fyrir norðan en aðalatriðið er að hafa bara gaman af þessu öllu saman. Kannski mun kallinn fá einhver skákstig loksins á þessu ári. Það væri stór áfangi enda er maður orðinn ágætlega öflugur eftir 15 ára hlé.

wimp.jpg

Það er spurning hvenær 200 kg munu síðan liggja í réttstöðunni en vonandi gerist það í sumar. Mér finnst alveg óþolandi þegar ég er veikur því að þá upplifir ég mig eins og algjört WIMP !!!!! Í mínum augum er það nú mikill aulaháttur hjá öllum sem ekki hafa 180 kg í réttstöðu því að það er svona ákveðin lágmarksþyngd sem allir 80 kg eða þyngri ættu að hafa. Páverinn er nú bara smá hliðarsport þessa daganna og er ekkert verið að æfa með keppni í huga bara smá til að æfa sig.

Bið að heilsa ykkur í bili.

Með kveðju

Emil

10. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Æfingin í gær.

Sökum veðurs í gær þá fór ég ekki í gymmið í Garðinum heldur kom Harðviðurinn til mín og við tókum á því saman heima hjá mér. Hann deddaði einungis á búkka og endaði í 190 kg x 1.

Hinsvegar það sem ég tók var 60 kg 2×10 , 80 kg 1×10, 100 kg 1×8, 110 kg 3×10 og síðan 90 kg á búkka 3×8. Með þessu áframhaldi ætti tvisturinn að koma fljótlega.

Á fimmtudaginn verður svo þyngri æfing og svo ætlar Tryllirinn að mæta í keppni þann 28 mars en það er Push & Pull mót BK sem er á vegum WPC. Stefnan er sett á 80 kg í bekknum og 190 kg í réttstöðunni, prófa sig aðeins sjáum bara til hvernig það gengur en þetta verður allt saman spennandi :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

4. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Æfing í gymminu í garðinum í dag.

emil23.jpg

Þá liggur ljóst fyrir hvernig æfingin í dag verður, en Harðviðurinn og Tryllirinn munu sækja Gymmið í Garðinum heim. Hnébeygja og réttstaða eru á dagskráinni og kannski bekkur líka ef maður nennir. Allavega beygja + dedd, þetta verður bara léttur dagur. Einnig verður Tryllirinn vigtaður og mun skjóðuþyngdin þessa daganna koma í ljós en ágætis ágiskun er 128-129 kg.

Síðan er stefnan sett á að reyna að fara upp á Esjuna í Maí. Það eru margir sem hafa ekki trú á því að ég geti það en það hvetur mig enn frekar til dáða og ég mun að sjálfsögðu gera tilraun til þess. Björgin fer í Maí í blíðskaparveðri og mun þetta verða mikil raun fyrir suma en miklu léttara fyrir aðra. Fyrir mig er þetta mikil áskorun enda eru lungun c.a. - 15 % eftir læknamistökin árið 2001.

Það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari og að sjálfsögðu verður gerð atlaga að Esjunni !!!!

með kveðju

Tryllirinn

3. mars 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli