Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

létt æfing í gær.

Í gær þá var rifið aðeins í lóðin enda léttari dagur vikunnar. Þar tók Tryllirinn 110 kg 5 x 10 og var það bara hressandi eftir að hafa étið bætingarréttinn. Wannabe æfingarfélaginn mætti ekki á svæðið og spurning hvort hann mæti á fimmtudaginn þegar það á að repsa 3×5. Tryllirinn fer þar í 152 kg 3×5 en lati æfingarfélaginn á að fara í 110 kg 3×5 enda töluverður styrkleikamunur a ferð.

Annars er bara lítið að frétta og 200 kg fyrir 1 September er allt á áætlun. Repsa, repsa, repsa það er lykill að þessu öðruvísi næst ekki markmiðið. Þetta er nú bara smá dútl en Tryllirinn mun láta sjá sig á móti við tækifæri og taka 200 kg múrinn fyrir Sir Magister Cat :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

24. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli