Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Helgarfrí.

Þá er maður kominn í helgarfrí. Ég mætti of seint á mánudag og þriðjudag í vinnuna en síðan á miðvikudag og fimmtudag gekk allt vel, en svaf yfir mig í morgun djö ……

Maður tekur bara einn dag í einu og ég stend mig bara betur í næstu viku það þýðir ekkert annað en að berjast í þessu öllu saman. Ég fer í Björgina á morgun til að hitta fólkið milli kl 13 - 17 svo kemur í ljós hvað ég geri á sunnudaginn.

Ætla að byrja að æfa léttann bekk á mánudaginn í MASSA í Njarðvík, reyna bara að repsa 50 kg 8×5 og svo þröngann bekk eitthvað svipað. Annars er bara lítið að frétta af mér og ég bið bara að heilsa ykkur öllum.

Með kveðju

Emil

7. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli