Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Ferðasaga

Miðvikudagur 28 Janúar.

Ég fór til London seinasta miðvikudag ásamt fríðu föruneyti í hópferð á vegum rauðakrossins og iceland express. Þetta var fótboltaferð fyrir fólk með geðraskanir og var ferðinni heitið á leik West Ham - Hull City.

Það var lagt í hann eldsnemma á miðvikudagsmorguninn og sótti leigubílinn mig heim um 05.10 og var haldið þaðan ásamt félögum mínum úr Keflavík upp á Leifstöð. Þar hittum við fyrir ferðafélaganna úr Reykjavík og Hafnarfirði síðan innrituðum við okkur inn rétt fyrir sex.

Ég verslaði síðan í fríhöfninni 2 gb minniskort fyrir myndavélina sem ég var með og síðan fórum við í vélina til Stansted. Þegar þangað var komið tókum við lestina frá flugútgangum yfir á Stansted. Við tókum síðan rútuna yfir á St. Giles Hótelið sem er í miðborg Lundúnar.

stgiles.jpg

Auðvitað skrapp maður aðeins á breskann pub og fengum okkur öl ég og herbergisfélagi minn. Síðan að því loknu þá fórum við aftur upp á hótel og lögðum okkur aðeins þar því að leikurinn sem við komum til að sjá átti að byrja klukkan 20 en við áttum að vera mætt á völlinn tveimur tímum fyrir leik.

pub.jpg

Ég skrapp í West Ham búðina og verslaði þar minjargripi og síðan var komið að leiknum og það var alveg svakastuð á leiknum. Það voru um 34.000 manns á leiknum og yfirburðir West Ham voru þvílíkir. 2-0 sigur staðreynd, þrátt fyrir skot í stöng, slá og vítaspyrnu sem fór forgörðum …..

w1.jpg

Hérna er liðskipan West Ham United.

w2.jpg

Leikurinn að byrja.

w3.jpg

Allt að gerast :)

Síðan eftir leikinn þá var farið aftur upp á Hótel og fljótlega eftir það fór maður bara í háttinn enda þreyttur eftir langann dag.

Fimmtudagur 29 Janúar.

Við vöknuðum um átta leytið og fórum í morgunmat. Það var alvöru enskur morgunmatur en einnig var hægt að velja um evrópskann morgunverð.

b1.jpg

Enski morgunmaturinn :)

Síðan var farið í verslunarferð og var leiðinni heitið í Primark og leikfangabúð sem er staðsett þar rétt hjá Harleys heitir hún minnir mig eða eitthvað svipað. Við stoppuðum tvisvar á leiðinni og fengum okkur smá öl og félagar mínir í hópnum fengu sér að borða.

b2.jpg

Peroni bjórinn er algjör klassík 6,2 %

b3.jpg

Það var líka glæsilegt glasið sem Peroni bjórinn kom í.

a2.jpg

Stella Artois er líka góður …..

Þegar við komum loksins í Primark þá týndi ég hópnum og það endaði með því að ég leitaði að þeim og ráfaði síðan um Lundúnir í um 3 tíma áður en ég fann hótelið. Það var líklega minn klaufaskapur en sem betur fer rataði ég til baka enda eru Lundúnir þvílík stór borg með um 7 Milljón íbúa og ekki sniðugt að vera týndur þar.

Síðar um kvöldið þá fór ég á í góðum félagsskap á krá sem heitir THE TOTTENHAM og fékk mér smá öl þar …..

tottenham.jpg

Það er sko ekkert böl að fá sér öl !!!!

og útaf því að þetta ver seinasta kvöldið í London þá skrapp ég líka ásamt nokkrum úr ferðahópnum á Barinn á hótelinu …..

c1.jpg

Áfram West Ham !!!!!

c2.jpg

Sopinn er góður :)

Heimferðin gekk vel ég skrifa meira seinna um ferðina. Endilega kommentið á þetta :)

Með bestu kveðju

Emil

2. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli