Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Nýjar ummálsmælingar.

emil22.jpg

Núna í kvöld var Tryllirinn ummálsmældur i fyrsta skipti í langann tíma. Niðurstöðurnar voru bara ágætar og birtast þær hér með.

Mitti : 143 cm
Kassi : 131 cm
Mjaðmir : 120 cm
Vinstri Kálfi : 51 cm
Hægri Kálfi : 48 cm
Hægra Læri : 66 cm
Vinstra læri : 68 cm
Vinstri upphandlegur spenntur : 41 cm
Hægri upphandleggur spenntur : 42 cm
Vinstri upphandleggur ekki spenntur : 38 cm
Hægri upphandleggur ekki spenntur : 38 cm

28. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

5 kg bæting á einum mánuði.

Í gær var breytt um fyrirkomulag á æfingunni sem átti að vera þyngri æfing vikunnar. Í stað þess að fara í 150 kg 4×4 og 160 kg 2×2 þá var farið í topp. Gummi æfingarfélagi minn átti ágætis tilraun við 142 kg en hann er sjálfur 94 kg og ég fór í 182 kg sem er 5 kg bæting á einum mánuði. Hlutirnir á leið í rétta átt.

Síðan á morgun fer ég á úrslitaleik Vals og Gróttu í bikarnum með Begga Túrbó og Magnúsi Korntop ÍR-ing sem er annálaður handboltaspekúlant og verður gaman að fara með félögum sínum á leikinn. Það verður kannski farið á BK-Kjúkling að leik loknum.

Á sunnudaginn munum við Gummi síðan klára að smíða búkkann sem verður notaður við æfingar í deddinu núna í næsta mánuði. Ég keypti efniviðinn í dag og það verður spennandi að byrja að nota búkkann. Á mánudaginn fæ ég síðan próteinið, kreatínið og aminósýrurnar sem ég pantaði fyrir helgi.

Bið að heilsa í bili og hafið góða helgi.

Með kveðju

Emil

27. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Æfing morgundagsins.

Smá breyting varðandi morgundaginn. Það er ætlunin hjá mér að repsa 150 kg 4×4 og 160 kg 2×2 í stað þess að taka 152 kg 3×5. Alvöru prógramm fyrir alvöru menn. Wimpið æfingarfélagi minn verður í einhverjum minni tölum :) Ég held að skjóðuþyngdin hjá mér sé milli 128 - 130 kg þessa daganna en auðvitað þarf að éta vel til þess að geta æft eitthvað af viti.

Í kvöld ætla ég síðan að horfa á Real Madrid - Liverpool og verður fróðlegt að sjá hvernig mínum mönnum gengur þar. Síðan verður auðvitað farið á VALUR - Grótta á Laugardaginn og ef allt gengur eftir munum við Valsmenn landa glæsilegum bikarmeistaratitli þar.

STAY STRONG, STAY POSTIVE !!!!

með kveðju

Emil

25. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

létt æfing í gær.

Í gær þá var rifið aðeins í lóðin enda léttari dagur vikunnar. Þar tók Tryllirinn 110 kg 5 x 10 og var það bara hressandi eftir að hafa étið bætingarréttinn. Wannabe æfingarfélaginn mætti ekki á svæðið og spurning hvort hann mæti á fimmtudaginn þegar það á að repsa 3×5. Tryllirinn fer þar í 152 kg 3×5 en lati æfingarfélaginn á að fara í 110 kg 3×5 enda töluverður styrkleikamunur a ferð.

Annars er bara lítið að frétta og 200 kg fyrir 1 September er allt á áætlun. Repsa, repsa, repsa það er lykill að þessu öðruvísi næst ekki markmiðið. Þetta er nú bara smá dútl en Tryllirinn mun láta sjá sig á móti við tækifæri og taka 200 kg múrinn fyrir Sir Magister Cat :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

24. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Verðlaunasæti á vormóti Bjargarinnar.

12.jpg

Skáktryllirinn á móti í Perlunni í tilefni af geðheilbrigðisdeginum.

Skákfélag Bjargarinnar Hressir Hrókar héldu í dag Vorskákmót og voru alls 22 þátttakendur. Það kom fjölmennur hópur frá Holtaskóla auk fimm frá Vin svo voru við nokkur úr Björginni. Telfdar voru fimm umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Það var mikið fjör og góð tilþrif litu dagsins ljós og er alveg ljóst að þetta eru allt mjög efnilegir upprennandi skáksnillingar sem heimsóttu okkur í dag :)

Haukur úr Vin sigraði mótið með 5 vinninga af 5 mögulegum en tryllirinn tapaði í hörkuskák við hann í uppgjöri efstu manna í 4 umferð en þá voru baðir með fullt hús vinninga og mátti mjög litlu muna en Haukur hafði þetta á endanum.

Í öðru sæti var strákur úr Holtaskóla sem heitir Sævar með 4.5 vinninga af 5 mögulegum og í þriðja sæti var síðan Skáktryllirinn sem tryggði sér 3 sætið í lokaumferðinni með glæsilegum sigri á Arnari Valgeirssyni forustukálfi úr Vin. Arnar féll á tíma en skákið var jafnteflisleik framan af þótt að Arnar væri manni yfir :)

Það er ekki laust við á Tryllirinn sé kominn með harðsperrur í heilann eftir öll þessi átök ha ha ha :) þetta var í fyrsta skipti sem ég hef náð að leggja Arnar að velli en hann er ansi seigur í skákinni og seinast þegar við mættumst á móti þá fór jafntefli. Við telfdum líka úti í London en þá hafði Arnar betur 2,5 vinningar á móti 0,5 vinningum, en tryllirinn náði bara að toppa á réttum tíma sem er mjög gott mál.

emil.JPG

Tryllirinn með verðlaun eftir kraftlyftingarmót upp á Skaga í fyrra :)

Sir Magister Cat skoraði á Tryllirinn hérna á blogginu að setja sér alvöru markmið og dedda 200 kg á kraftlyftingarmóti. Að sjálfsögðu mun Tryllirinn ekki neita þessari áskorun því að það er ekkert sjálfsagðara en að gleðja köttinn með að snúa aftur á pávermót við tækifæri en þarf þá að kaupa nýtt belti og singlet þar sem fyrrverandi leigusalinn henti búslóðinni í Nóvember seinastliðnum og var þar á meðal allt páverdót og verðlaunasafn Tryllisins, en það mál er í réttum farvegi hjá lögreglu ….

Jæja bið að heilsa í bili og hafið það sem best.

Með kveðju

Tryllirinn

20. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Kvöldvaka og skákmót.

Tryllirinn er að fara á kvöldvöku í kvöld í Björginni þar sem er Arabískt þema. Auðvitað verða margir þarna með slæður að hætti arabískra kvenna en vonandi verður þetta fjölbreytt og skemmtilegt. Skemmtunin stendur frá kl 20.30 - 22.30.

Á morgun verður síðan vorskákmót Bjargarinnar og er reiknað með að minnsta kosti 15 keppendum, þar af 5 frá Vin í Reykjavík og huganlega mætir Gunnar Freyr Master, amk 5 koma frá Björginni, 2 frá FS og vonandi fleiri.

Verðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin. Nánari upplýsingar í síma 421 - 6744 eða mæta bara á morgun í Björgina að Suðurgötu 15 í Reykjanesbæ og taka á því við skákborðið.

Með páver & skákkveðju

Tryllirinn

19. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Ég er orðinn ástfanginn …..

emil22.jpg

Tryllirinn er orðinn ástfanginn af kraftlyftingum á nýjann leik. Það er bara verið að pumpa létt vinnusett þessa daganna og svo einn þungur dagur í viku. Í gær var létti dagurinn og fór hann svona fram :

Upphitun

60 kg x 5
80 kg x 5

Vinnusett

100 kg 5×5
110 kg 2×5
115 kg 2×5
115 kg 1×10

Svo verður næst æft á fimmtudaginn en þá verður það 152 kg 3×5 :) Stefnan er sett á 200 kg fyrir 1 September en það eru engar keppnir fyrirhugaðar. Þetta er bara til þess að leika sér smá og halda sér í formi.

Það er ekkert að frétta af kellingarmálum enda er best að vera bara laus við þær :)

Með páverkveðju

Emil

17. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Afslöppun í dag.

Það er bara afslöppun í dag í Björginni. Bara spjall, spila pool, kíkja smá á netið og drekka kaffi :) Næsta deddæfing verður svo á mánudaginn þá verður repsað 100 kg 5×10. Mér líður bara ansi vel þessa daganna enda er maður að verða aðeins sterkari en áður. 180 kg ættu að liggja í deddinu ef ég myndi toppa núna.

Réttstöðulyftan er aðallega bara dútl núna og engar keppnir framundan. Jæja ætla að fara að spila meira pool núna.

Hafið það gott

með kveðju

Emil

14. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

dedd æfing í gær.

Ég tók smá æfingu í gær og er kominn inn í rútínu að dedda tvisvar í viku. Annars vegar verður það á mánudögum ( létt ) og fimmtudögum ( þungt ).

Byrjaði á þessu prógrammi í gær og fór í gegn með eftirfarandi seríu :

60 kg 1 x 5
80 kg 1 x 5
100 kg 1 x 3
120 kg 1 x 3
150 kg 3 x 5

Þetta er svona ágætt til að byrja með og ætti að gefa mér c.a. 180 kg ef ég toppa. Ég er hinsvegar að stefna á 200 kg fyrir 1 september og sjáum til hvort að það gangi ekki bara upp :)

Með kveðju

Tryllirinn

13. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Afsökun litla mannsins ….

wimp.jpg

Nú er komið nóg af því að smátittir séuð rífandi kjaft og bendandi á WILKS formúluna haldandi því fram að þið séuð sterkari en þeir sem þyngri eru þótt að þið taki mun minni þyngdir. Hættið þið smátittirnir að rífa kjaft um að þið séuð sterkari en þeir sem þyngri eru.

Að sjálfsögðu er sá sterkari sem er 150 kg og tekur 150 kg en smátittur sem er 70 kg og tekur 70 kg. Að jafna þessu saman og segja að sá sem taki 70 kg sé sterkari. Tryllirinn blæs á svona kjaftæði og ef þið eruð ósáttir við það þá er það ykkar vandamál.

Tryllirinn á best 230 kg í deddi @ 136 kg sem gerir 170 % af eigin líkamsþyngd á æfingu. en best 217.5 kg @ 136 sem er 160 % af líkamsþyngd á móti. Mynduð þið t.d. segja að ef 70 kg léttmoli tekur 130 að það sé betra því að það sé 185 % af hans líkamsþyngd ….. Hér er blásið á svona kjaftæði !!!!!!!

11. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Valur - Grótta , bikarúrslit !

Valsmenn unnu glæsilegann 29-25 sigur á FH í gær í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Það þýðir að við Valsarar munum mæta Gróttu í úrslitaleiknum þann 28 febrúar næstkomandi. Að sjálfsögðu mun ég mæta til að styða mína menn til sigurs þar. Það var ógleymanlegur leikur þegar Valur sigraði Fram í fyrra og að sjálfsögðu var ég þar, nú mun ég mæta aftur ásamt félaga mínum Magnúsi Korntop og hvetja Valsmenn til dáða !!!!

9. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Helgarfrí.

Þá er maður kominn í helgarfrí. Ég mætti of seint á mánudag og þriðjudag í vinnuna en síðan á miðvikudag og fimmtudag gekk allt vel, en svaf yfir mig í morgun djö ……

Maður tekur bara einn dag í einu og ég stend mig bara betur í næstu viku það þýðir ekkert annað en að berjast í þessu öllu saman. Ég fer í Björgina á morgun til að hitta fólkið milli kl 13 - 17 svo kemur í ljós hvað ég geri á sunnudaginn.

Ætla að byrja að æfa léttann bekk á mánudaginn í MASSA í Njarðvík, reyna bara að repsa 50 kg 8×5 og svo þröngann bekk eitthvað svipað. Annars er bara lítið að frétta af mér og ég bið bara að heilsa ykkur öllum.

Með kveðju

Emil

7. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Byrjaður að vinna aftur.

Þá er maður byrjaður að vinna aftur. Það er gott að vera kominn aftur heim en það var rosalega gaman úti. Það er aðalfundur hérna í Björginni í dag svo að maður verður bara í því. Annars er bara nóg að gera og ég er búinn að labba úr Dósaseli í Björgina bæði í gær og í dag en það er um 20 mínútna göngutúr. Rosalega fallegt veður í Keflavík þessa daganna.

Annars deddaði ég 177 kg á laugardaginn og curlaði 47 kg einu sinni. Fínt að æfa svona þegar maður nennir.

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

3. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Ferðasaga

Miðvikudagur 28 Janúar.

Ég fór til London seinasta miðvikudag ásamt fríðu föruneyti í hópferð á vegum rauðakrossins og iceland express. Þetta var fótboltaferð fyrir fólk með geðraskanir og var ferðinni heitið á leik West Ham - Hull City.

Það var lagt í hann eldsnemma á miðvikudagsmorguninn og sótti leigubílinn mig heim um 05.10 og var haldið þaðan ásamt félögum mínum úr Keflavík upp á Leifstöð. Þar hittum við fyrir ferðafélaganna úr Reykjavík og Hafnarfirði síðan innrituðum við okkur inn rétt fyrir sex.

Ég verslaði síðan í fríhöfninni 2 gb minniskort fyrir myndavélina sem ég var með og síðan fórum við í vélina til Stansted. Þegar þangað var komið tókum við lestina frá flugútgangum yfir á Stansted. Við tókum síðan rútuna yfir á St. Giles Hótelið sem er í miðborg Lundúnar.

stgiles.jpg

Auðvitað skrapp maður aðeins á breskann pub og fengum okkur öl ég og herbergisfélagi minn. Síðan að því loknu þá fórum við aftur upp á hótel og lögðum okkur aðeins þar því að leikurinn sem við komum til að sjá átti að byrja klukkan 20 en við áttum að vera mætt á völlinn tveimur tímum fyrir leik.

pub.jpg

Ég skrapp í West Ham búðina og verslaði þar minjargripi og síðan var komið að leiknum og það var alveg svakastuð á leiknum. Það voru um 34.000 manns á leiknum og yfirburðir West Ham voru þvílíkir. 2-0 sigur staðreynd, þrátt fyrir skot í stöng, slá og vítaspyrnu sem fór forgörðum …..

w1.jpg

Hérna er liðskipan West Ham United.

w2.jpg

Leikurinn að byrja.

w3.jpg

Allt að gerast :)

Síðan eftir leikinn þá var farið aftur upp á Hótel og fljótlega eftir það fór maður bara í háttinn enda þreyttur eftir langann dag.

Fimmtudagur 29 Janúar.

Við vöknuðum um átta leytið og fórum í morgunmat. Það var alvöru enskur morgunmatur en einnig var hægt að velja um evrópskann morgunverð.

b1.jpg

Enski morgunmaturinn :)

Síðan var farið í verslunarferð og var leiðinni heitið í Primark og leikfangabúð sem er staðsett þar rétt hjá Harleys heitir hún minnir mig eða eitthvað svipað. Við stoppuðum tvisvar á leiðinni og fengum okkur smá öl og félagar mínir í hópnum fengu sér að borða.

b2.jpg

Peroni bjórinn er algjör klassík 6,2 %

b3.jpg

Það var líka glæsilegt glasið sem Peroni bjórinn kom í.

a2.jpg

Stella Artois er líka góður …..

Þegar við komum loksins í Primark þá týndi ég hópnum og það endaði með því að ég leitaði að þeim og ráfaði síðan um Lundúnir í um 3 tíma áður en ég fann hótelið. Það var líklega minn klaufaskapur en sem betur fer rataði ég til baka enda eru Lundúnir þvílík stór borg með um 7 Milljón íbúa og ekki sniðugt að vera týndur þar.

Síðar um kvöldið þá fór ég á í góðum félagsskap á krá sem heitir THE TOTTENHAM og fékk mér smá öl þar …..

tottenham.jpg

Það er sko ekkert böl að fá sér öl !!!!

og útaf því að þetta ver seinasta kvöldið í London þá skrapp ég líka ásamt nokkrum úr ferðahópnum á Barinn á hótelinu …..

c1.jpg

Áfram West Ham !!!!!

c2.jpg

Sopinn er góður :)

Heimferðin gekk vel ég skrifa meira seinna um ferðina. Endilega kommentið á þetta :)

Með bestu kveðju

Emil

2. febrúar 2009 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli