Skákin og Jákvæðni.
Tryllirinn og Þorleifur Einarsson sitja að tafli í viðureign sem Tryllirinn vann :)
Það er búið að vera nóg að gera í að rífa sig upp í jákvæðninni og losna við þunglyndisdrauginn í sumar og haust. Það virðist vera að skila árangri og að sjálfsögðu líður manni betur eftir lyfjabreytingar sem virðast hafa rétt áhrif.
Tryllirinn er búinn að taka upp gamalt áhugamál sem er skák og æfir hana nú vikulega. Framfarirnar láta ekki á sér standa og á Haustmóti Skákfélags Reykjanesbæjar endaði Tryllirinn í 5-6 sæti og í gær á hraðskákmóti 3-4 sæti með 6.5 vinninga af 9 mögulegum. Það er fínt að ögra sér aðeins í þessu og hafa bara gaman að.
Annars er bara einn dagur tekinn í einu og jákvæðnin höfð að leiðarljósi :) Bið að heilsa ykkur í bili.
Með kveðju
Tryllirinn