Þunglyndi og jákvæðir hlutir ….
Undanfarinn mánuð er ég búinn að vera þunglyndur og kvíðinn. Ekki viljað gera neitt, sofið helst amk 12 tíma á sólarhring og þar fram eftir götunum. Ekki bætt til vinnu sem er neikvætt en er búinn að vera í sambandi við vinnuveitendurnar sem vita af þessu öllu saman. Ég er að fara núna á eftir í vinnuna í fyrsta skipti í mánuðinum og vona að það eigi eftir að hressa mig aðeins upp.
Ég og Ingunn fyrrverandi kærastan mín erum byrjuð saman aftur og erum búin að vera saman í 2 vikur og það gengur ágætlega. Hún er búin að vera að reyna að peppa mig upp og ég er allavega að mæta í vinnuna í dag en það er allt óvíst með keppni í sterkasti fatlaði þetta árið sökum þessara meina. Það hefur ekkert verið æft heldur bara legið í þunglyndi og vorkennt sjálfur sér ……… Nú er bara að rífa sig upp úr þessu helvíti !!!!!!
Taktu einn dag í einu vinur og þá er ég viss um að þú labbar í gegn um þetta,gott að heyra að þið Ingunn ætlið að reyna aftur.
Farðu extra vel með þig.
Tek undir orð Magga.
Taktu einn dag í einu, og ef það dugar ekki 1. klst í einu.
og ef það dugar ekki þá 1. mínútu :)
Þú veist mína skoðun á Ingunni svo ég segi ekki neitt en þið ætlið að reyna aftur og til hamingju með það.
Þekki ég þig rétt áttu eftir að rífa þig upp úr þessu. Maður sá það nú þegar þú varst sem veikastur og ég hélt að NEI núna er EMIL orðin að grænmeti :).
Svo ég segi bara eigið góðar stundir saman :)
hæ elskan minn
þú ert góður við börn alltaf núna og ég líka i love you