Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Byrjaður að vinna aftur eftir sumarfrí og fleiri fréttir.

imma-emil-og-rocky.jpg

Imma, Tryllirinn & Rocky á góðri stundu

Þá er maður byrjaður að vinna aftur eftir sumarfríið og það er fínt að vera kominn í sömu góðu rútínuna á ný að þurfa að mæta í vinnu og vakna á morgnanna. Það er um tveir og hálfur mánuður í sterkasti fatlaði maður heims 2009 sem verður haldið 2 og 3 Október. Þetta verður í fjórða skipti sem ég mun taka þátt í keppninni en ég er búinn að vera með 2006,2007,2008 og á hverju ári hef ég staðið mig betur og betur og bætt mig. Að sjálfsögðu verður engin breyting þar á núna.

loggur.jpg

Tryllirinn að lyfta 65 kg drumb í sterkasti fatlaði 2008

Vigtin stendur í kringum 128 kg núna en stefnan er að styrkja sig töluvert fyrir keppnina og fara niður í c.a. 123 kg sem mun auðvelda ýmislegt í keppninnni.

Hérna kemur dagskráin :

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 k

Það mun hjálpa mér í Öxullyftunni, hönd yfir hönd, Uxagöngunni og Atlassteinunum en ég næ að skera þessi 5 kg af mér. Það munar um allt í þessu sporti en ég held að ég væri í mjög góðum málum c.a. 110-115 kg en það tekur lengri tíma :) Það væri hugsanlega raunhæft markmið fyrir keppnina 2010. Allir góðir hlutir taka víst tíma. Mitt markmið er bara að standa mig eins vel og ég get og hafa gaman af þessu. Það verður gaman að hitta strákanna og spreyta sig í keppni við þá. Ég og Sveinbjörn höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessari keppni undanfarin ár og reikna ég með að svo verði áfram en hann er orðinn rosalega öflugur í steinatökunum og tók 90 kg steininn seinast en er sjálfur ekki nema rúm 76 kg.

2007.jpg

Hleðslugreinin 2007 með bobbinganna

Kem með fleiri fréttir síðar. Hafið það sem best þangað til með bestu kveðju Tölvutryllirinn

20. júlí 2009 kl. 22:24 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.