Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Sterkasti fatlaði maður heims keppnisgreinar.

tryllir_turbo_danni.jpg

Þrír frægir kraftamenn úr röðum fatlaðra hittust á BK-Kjúkling fyrir stuttu en það voru þeir Emil Tölvutryllir, Beggi Túrbó og Danni Djöfull. Allt helsterkir menn sem hafa keppt í sterkasti fatlaði maður heims nokkrum sinnum. Beggi hefur sigrað keppnina tvívegis og það hefur verið talað um Daníel Unnar sem krónprinsinn enda bara tímaspursmál hvenær hann mun sigra keppnina. Hann er aðeins 26 ára á meðan Beggi er orðinn 35 ára og Hörður sem hefur sigrað þrívegis er 37-38 ára.

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims 2009 mun fara fram daganna 2 og 3 Október og það er búið að gefa út hvaða greinar verða líklegast að öllu óbreyttu.

Dagur 1

1. Herkúlesarhald 100 kg í hvora hendi
2. Drumbalyfta - max þyngd
3. Öxullyfta - max reps
4. Réttstöðulyfta - max þyngd eða max reps

Dagur 2

5. Hönd yfir hönd bíladráttur
6. Uxaganga - 180 kg
7. Dekkjavelta eða Trukkadráttur
8. Atlassteinar 50 - 80 - 90 - 100 - 120 kg

Hörður Harðviður hefur sigrað keppnina oftast eða þrisvar sinnum árin 2005-2007-2008 en Beggi Túrbó tvívegis árin 2004-2006. Hinsvegar hefur Hörður gefið það út að hann sé hættur en það er aldrei að vita hvort að honum snúist ekki hugur og mæti í keppnina það hefur verið þannig undanfarin ár að hann hefur gefið út yfirlýsingar um að hann sé hættur en alltaf mætt í keppnina þannig að við skulum ekki gefa mikið fyrir þessar yfirlýsingar hans.

Fyrir minn part þá hlakka ég bara til þess að vera með og það skiptir ekkert öllu máli hvar ég enda heldur bara að vera með og hitta strákanna og hafa gaman að þessu. Ég hef þrisvar verið með 2006-2007-2008 þannig að þetta er í fjórða skipti sem ég verð með í sterkasti fatlaði maður heims. Einnig hefur Ísak Sólmyrkvi gefið út að hann verði jafnvel með, hann keppti árin 2004 og 2006. Það væri gaman að sjá endurkomu hjá honum í keppnina enda þykir hann skemmtilegur keppandi með eindæmum.

Það eru 11 vikur til þess að undirbúa sig og mun ég vafalaust styrkjast mikið á þeim tíma og verð eins tilbúinn og mögulegt er þegar keppnin fer fram í byrjun Október.

Munið að stærsti sigurinn er að vera með !!!!!

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

11. júlí 2009 kl. 01:48 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. Tryllirinn verður nú að bæta aðeins í skjóðuna ef hann ætlar að verða samkeppnishæfur sýnist Pávernum. Gaman að heyra af endurkomu Sólmyrkvans, hrikalegur moli þar á ferð.

    Ummæli eftir Páver | 11. júlí 2009

Lokað er fyrir ummæli.