Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2009 framundan.

n1.jpg

Í dag fór Tryllirinn að versla kort í Lífstíl sem er líkamsræktarstöð í Keflavík til þess að hefja undirbúning fyrir Sterkasti fatlaði maður heims 2009. Að sjálfsögðu er markmiðið sett hátt og það er að sigra Teygjuna :) Hver er Teygjan ??? Það er góðurvinur minn úr páver sem heitir Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson en hann er nautsterkur miðað við þyngd og er sennilega um 75-77 kg en tók til að mynda 90 kg stein í steinatökum í fyrra sem er alveg frábær árangur á meðan ég tók t.d. aðeins 70 kg steininn.

Við höfum yfirleitt verið nokkuð jafnir í þessum keppnum og ég hef einu sinni verið fyrir ofan hann, hann einu sinni fyrir ofan mig og í fyrra vorum við jafnir í 6-7 sæti. Stærsti sigurinn í þessu öllu saman er að vera með það skiptir ekki máli í hvaða sæti maður lendir heldur að vera með og hafa gaman af þessu öllu saman.

100_2712.JPG

Teygjan, Túrbó, Tryllir og Steingrímur

Ég er að safna hrikalegu skeggi fyrir keppnina og er búinn að safna því í um það bil mánuð núna en þetta er víst kallað Friendly Mutton Chops og verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í það þegar keppnin fer loks fram í haust. Nýtt útlit á hverju ári.

Svona var Tryllirinn árið 2006 …..

emil33.jpg

Svona 2007 …..

2007.jpg

Svona 2008 …..

loggur.jpg

Hvernig ætli að hann verði 2009 ?????

7. júlí 2009 kl. 20:18 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

2 ummæli

 1. Má ég spyrja af hverju varstu með Færeyska fánann málaðann á höfuðið?? Varstu að keppa fyrir þá?

  Ummæli eftir Sigfríður | 7. júlí 2009

 2. Sæl Sigfríður.

  Takk fyrir að spyrja. Já að sjálfsögðu var ég að keppa fyrir Færeyjar, ég er fæddur þar og er stoltur af uppruna mínum. Ég hef alltaf keppt fyrir Færeyjar þau ár sem ég hef tekið þátt 2006,2007 og 2008.

  Með bestu kveðjum

  Tölvutryllirinn

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 7. júlí 2009

Lokað er fyrir ummæli.