Sumarfrí og fleira.
Það eru komnir þrír mánuðir frá seinustu færslu þannig að það er kannski kominn tími á að kallinn skrifi eitthvað hérna inn á síðuna.
Ég er búinn að vera í sumarfríi úr vinnunni að undanförnu og hafa það gott en byrja svo að vinna aftur 20 Júlí. Það er annars að frétta af mér að páverandinn er horfinn, ég er bara sáttur að hafa tekið 180 kg þarna á BK mótinu og fá silfur. Ég er búinn að selja Herði Harðvið páverstöngina aftur sem ég var með hérna í stofunni en á ennþá allan keppnisbúnað til.
Það er eins og öll löngun til þess að keppa sé horfin en ég hef átt ágætis feril kvarta ekki yfir því. Besti vinur minn hann Kristbergur ” Beggi Túrbó ” er að hætta að lyfta líka bráðlega en það er vegna þess að skrokkurinn hjá honum þolir þetta ekki lengur vegna veikinda. Hann er samt ennþá nautsterkur annað en ég :)
Ég hef verið latur líka við að tefla en ljósi punkturinn í þessu öllu saman er að ég er búinn að vera að vinna á sama vinnustað í eitt og hálft ár sem er persónulegt met og hef ekki þurft að leita aðstoðar á geðdeildinni síðan seinnipart apríl 2008 sem gerir um það bil 14 mánuðir síðan og ég er bara stoltur af því. Hvort sem öðrum finnst það merkilegt eða ekki þá er það töluvert afrek fyrir mig, það vita þeir sem hafa þekkt mig lengi.
Ég er farinn að safna smá mutton chops eins og það heitir upp á enskuna og setti samanburðarmynd hérna í byrjun færslurnar, hvernig líst ykkur á ?
Endilega ef þið nennið þá að kommenta. Annars bið ég bara að heilsa og hafið það gott.
Með kveðju
Tryllirinn
Flott hjá þér Emil minn.
Þú fannst eitthvða sem þú hefur gaman af og ert í góðum félagsskap í Björginni.
nei nei þu ert vel sterkur hehe
hæ emil
er gaman hjá þér núna
en ekki gaman hjá mér núna halli saði að ég og halli erum hætt saman núna en ég vil ekki missa halla núna og hann var að særa mig áðan með að seia þetta áðan og hjálp hjálp núna æiæiæiæiæi frá ingunn
Hæ Ingunn vinkona.
Þetta er ekki gaman að heyra. Vonandi að þú náir þér í nýjann almennilegann kærasta fljótlega. Hafðu það gott.
Með kveðju
Emil