Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Nýr Íslandsmeistari fatlaðra í páver.

Dan�el Unnar � hnébeygju

Það hafa ýmis tíðindi gerst í íþróttaheiminum núna um þessa helgi. Meðal annars var Daníel Unnar Vignisson krýndur nýr íslandsmeistari í páver með seríuna 240-110-240 eða 590 kg í samanlögðu. Vignir sem verið hefur ósigrandi síðustu ár var með 200-130-230 eða 560 kg í samanlögðu og munaði mjög litlu á þeim félögum. Þetta eru rosa tíðindi því að það vantar einungis 10 kg upp á að fatlaðir pávermenn nái 600 kg múrnum sem hefði þótt óhugsandi hér fyrir nokkrum árum.

Færeyingar unnu Íslendinga 2-1 núna um helgina og það hlakkaði mikið í mér við það enda fyrsti sigur okkar Færeyinga á Íslendingum og er þetta miklar og góðar fréttir og svo loks snýtti Liverpool Aston Villa 5-0 og eru komnir aftur í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn einu stigi á eftir Man United sem eiga að vísu leik inni en það eru 8 leikir eftir og allt getur gerst enn :)

Ég skrapp líka í fermingarveislu í dag og það var bara mjög gaman. Svo heldur vinnan áfram á morgun eftir góða helgi. Tungan er öll að koma til eftir flogakastið sem ég fékk og beit illa í tunguna en það eru oftast svona 2 vikur sem það tekur að jafna sig í tungunni eftir svona flog.

Jæja ég bið bara að heilsa og hafið það sem allra best.

Með páverkveðju

Tryllirinn

22. mars 2009 kl. 20:51 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.