Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Æfing í gymminu í garðinum í dag.

emil23.jpg

Þá liggur ljóst fyrir hvernig æfingin í dag verður, en Harðviðurinn og Tryllirinn munu sækja Gymmið í Garðinum heim. Hnébeygja og réttstaða eru á dagskráinni og kannski bekkur líka ef maður nennir. Allavega beygja + dedd, þetta verður bara léttur dagur. Einnig verður Tryllirinn vigtaður og mun skjóðuþyngdin þessa daganna koma í ljós en ágætis ágiskun er 128-129 kg.

Síðan er stefnan sett á að reyna að fara upp á Esjuna í Maí. Það eru margir sem hafa ekki trú á því að ég geti það en það hvetur mig enn frekar til dáða og ég mun að sjálfsögðu gera tilraun til þess. Björgin fer í Maí í blíðskaparveðri og mun þetta verða mikil raun fyrir suma en miklu léttara fyrir aðra. Fyrir mig er þetta mikil áskorun enda eru lungun c.a. - 15 % eftir læknamistökin árið 2001.

Það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari og að sjálfsögðu verður gerð atlaga að Esjunni !!!!

með kveðju

Tryllirinn

3. mars 2009 kl. 15:35 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. Lýst vel á Esjuna en í hvaða læknamistökum lentir þú Emil minn?
    Bestu kveðjur, Bergþóra.

    Ummæli eftir Bergþóra | 4. mars 2009

Lokað er fyrir ummæli.