Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

5 kg bæting á einum mánuði.

Í gær var breytt um fyrirkomulag á æfingunni sem átti að vera þyngri æfing vikunnar. Í stað þess að fara í 150 kg 4×4 og 160 kg 2×2 þá var farið í topp. Gummi æfingarfélagi minn átti ágætis tilraun við 142 kg en hann er sjálfur 94 kg og ég fór í 182 kg sem er 5 kg bæting á einum mánuði. Hlutirnir á leið í rétta átt.

Síðan á morgun fer ég á úrslitaleik Vals og Gróttu í bikarnum með Begga Túrbó og Magnúsi Korntop ÍR-ing sem er annálaður handboltaspekúlant og verður gaman að fara með félögum sínum á leikinn. Það verður kannski farið á BK-Kjúkling að leik loknum.

Á sunnudaginn munum við Gummi síðan klára að smíða búkkann sem verður notaður við æfingar í deddinu núna í næsta mánuði. Ég keypti efniviðinn í dag og það verður spennandi að byrja að nota búkkann. Á mánudaginn fæ ég síðan próteinið, kreatínið og aminósýrurnar sem ég pantaði fyrir helgi.

Bið að heilsa í bili og hafið góða helgi.

Með kveðju

Emil

27. febrúar 2009 kl. 19:45 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.