Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Verðlaunasæti á vormóti Bjargarinnar.

12.jpg

Skáktryllirinn á móti í Perlunni í tilefni af geðheilbrigðisdeginum.

Skákfélag Bjargarinnar Hressir Hrókar héldu í dag Vorskákmót og voru alls 22 þátttakendur. Það kom fjölmennur hópur frá Holtaskóla auk fimm frá Vin svo voru við nokkur úr Björginni. Telfdar voru fimm umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Það var mikið fjör og góð tilþrif litu dagsins ljós og er alveg ljóst að þetta eru allt mjög efnilegir upprennandi skáksnillingar sem heimsóttu okkur í dag :)

Haukur úr Vin sigraði mótið með 5 vinninga af 5 mögulegum en tryllirinn tapaði í hörkuskák við hann í uppgjöri efstu manna í 4 umferð en þá voru baðir með fullt hús vinninga og mátti mjög litlu muna en Haukur hafði þetta á endanum.

Í öðru sæti var strákur úr Holtaskóla sem heitir Sævar með 4.5 vinninga af 5 mögulegum og í þriðja sæti var síðan Skáktryllirinn sem tryggði sér 3 sætið í lokaumferðinni með glæsilegum sigri á Arnari Valgeirssyni forustukálfi úr Vin. Arnar féll á tíma en skákið var jafnteflisleik framan af þótt að Arnar væri manni yfir :)

Það er ekki laust við á Tryllirinn sé kominn með harðsperrur í heilann eftir öll þessi átök ha ha ha :) þetta var í fyrsta skipti sem ég hef náð að leggja Arnar að velli en hann er ansi seigur í skákinni og seinast þegar við mættumst á móti þá fór jafntefli. Við telfdum líka úti í London en þá hafði Arnar betur 2,5 vinningar á móti 0,5 vinningum, en tryllirinn náði bara að toppa á réttum tíma sem er mjög gott mál.

emil.JPG

Tryllirinn með verðlaun eftir kraftlyftingarmót upp á Skaga í fyrra :)

Sir Magister Cat skoraði á Tryllirinn hérna á blogginu að setja sér alvöru markmið og dedda 200 kg á kraftlyftingarmóti. Að sjálfsögðu mun Tryllirinn ekki neita þessari áskorun því að það er ekkert sjálfsagðara en að gleðja köttinn með að snúa aftur á pávermót við tækifæri en þarf þá að kaupa nýtt belti og singlet þar sem fyrrverandi leigusalinn henti búslóðinni í Nóvember seinastliðnum og var þar á meðal allt páverdót og verðlaunasafn Tryllisins, en það mál er í réttum farvegi hjá lögreglu ….

Jæja bið að heilsa í bili og hafið það sem best.

Með kveðju

Tryllirinn

20. febrúar 2009 kl. 22:49 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. Verst að komast ekki á mótið. Reyni að mæta á Jónsmótið á morgun…þs mótið upp í MH

    Ummæli eftir gunz | 21. febrúar 2009

Lokað er fyrir ummæli.