Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Kvöldvaka og skákmót.

Tryllirinn er að fara á kvöldvöku í kvöld í Björginni þar sem er Arabískt þema. Auðvitað verða margir þarna með slæður að hætti arabískra kvenna en vonandi verður þetta fjölbreytt og skemmtilegt. Skemmtunin stendur frá kl 20.30 - 22.30.

Á morgun verður síðan vorskákmót Bjargarinnar og er reiknað með að minnsta kosti 15 keppendum, þar af 5 frá Vin í Reykjavík og huganlega mætir Gunnar Freyr Master, amk 5 koma frá Björginni, 2 frá FS og vonandi fleiri.

Verðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin. Nánari upplýsingar í síma 421 - 6744 eða mæta bara á morgun í Björgina að Suðurgötu 15 í Reykjanesbæ og taka á því við skákborðið.

Með páver & skákkveðju

Tryllirinn

19. febrúar 2009 kl. 17:04 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.