Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

SANNLEIKURINN !!!!!

emil22.jpg

ÞÓTT VERALDARGENGI SÉ VALT
OG ÚTI ANDSKOTI KALT
MEÐ GÓÐRI KELLINGU
Í RÉTTRI STELLINGU
BJARGAST YFIRLEIST ALLT

25. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Nú er það svart …..

Nú er það svart ….. Æfing dagsins stóð ekki alveg undir væntingum. Tók í hnébeygjunni 20 kg x 10 , 100 kg x 2, 120 kg x1, 140 kg x1 , 160 kg x 0 ….. Beggi Túrbó var með mér á æfingunni og ég féll aftur á bumbuna á honum og hann hjálpaði mér að ná stönginni af öxlunum eftir að ég hefði ekki þyngdina.

Réttstaðan var síðan 100 kg x1 , 140 kg x1, 160 kg x1 það var algjör toppur …..

Það er ljóst að það er mikil vinna framundan

17. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Sjaldan verið í betra formi …..

bakid.jpg

Tryllirinn hefur sjaldan eða aldrei verið í betra formi en þessa daganna. Skjóðuþyngdin á bilinu 125 - 130 kg, farinn að æfa vel á nýjann leik og leikur sér með handlóðin að repsa 16 kg í hvora lúku út í dauðann ….. fótapressann er tekin 110 kg 50 reps 4 sett, handlóðin 10 reps 5 sett, síðan þegar það er sest í tæki og ýtt upp man ekki hvað tækið heitir þá er það 20 reps 5 sett með 40 kg á.

Þetta og góðir göngutúrar eru ávísun á frekari bætingar fljótlega en á mánudaginn þá verður toppað í beygju og deddi til þess að sjá hvernig staðan er á kallinum þegar 12 dagar eru í mót og síðan hvíld og bara létt pump fram að móti. Geri ráð fyrir að beygjan verði á bilinu 150-170 kg og réttstöðulyftan á bilinu 180 - 200 kg. Það er ágætis byrjun en stefnan er að vera vel étin á mótinu og í kringum 130 kg í - 140 kg flokki á Óðinsmótinu ……

emil22.jpg

Eftir mótið verður svo farið að æfa í Massa almennilega en þangað til verða svona smá æfingar að duga í Björginni :)

Með kveðju

Emil

15. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

fréttir af mér.

emil22.jpg

Það er nú ekki mikið að frétta af mér þessa daganna. Ég er að vísu fluttur inn í íbúðina og það gengur bara vel. Var síðan með matarboð í gær og bauð þremur vinum mínum í mat í purusteik og með því. Er bara að einbeita mér síðan að því að vera á réttu brautinni og æfa fyrir Óðinsmótið. Ætla að reyna að toppa á mánudaginn og æfa svo bara létt fram að móti.

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju Emil

14. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Skákmót í Vin.

gulli_og_emil.jpg
emil_og_forsetinn.jpg

Ég var að tefla á skákmóti í Vin í gær en kom því miður of seint á staðinn þannig að ég missti af fyrstu umferð. En eftir það fékk ég 3.5 af 5 vinningum og endaði í 4-5 sæti af 14 keppendum. Ég er bara mjög ánægður með það. Það er alltaf jafn gaman að tefla í vin skemmtilegt og heimilislegt. Eina skákin sem ég tapaði var á móti Birni Þorfinnssyni forseta skáksambands Íslands.

Með skákkveðju

Emil

11. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Æfing í dag, Dagvaktin og klára flutninganna.

11.JPG

Í dag er nóg að gera. Ég ætla að byrja á því að fara á æfingu hérna í Sandgerði, síðan verða flutningarnir kláraðir og loks verður horft á Dagvaktina áður en ég fer í nýju íbúðina og sef fyrstu nóttina þar. Hlakka rosalega til en það er um leið stress yfir því. Fyrsta nóttin á nýjum stað er alltaf smá stressandi.

Á æfingunni í dag verður aðallega farið í handlóð, curl og fótapressu. Kannski tek ég smá léttann bekk með því. Núna eru bara um 3 vikur í Óðinsmótið sem verður 29 nóvember. Ég mun æfa vel næstu tvær vikurnar svo seinustu vikuna hvíla alveg 5 daga fyrir mót. Þetta er alltaf svipað en svo er stefnan á að ná að taka 150 kg í beygju og 190 kg í réttstöðu sem væri fínt miðað við að hafa ekki æft á fullu í rúm 2 ár.

Jæja læt þetta nægja í bili.

STAY STRONG AND POSITIVE !!!!

Kveðja

Emil

9. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Undirbúningur gengur vel.

emil22.jpg
bakid.jpg

Undirbúningurinn fyrir Óðinsmótið gengur vel og ég stefni á að taka þar 150 kg í hnébeygju og 190 kg í réttstöðu. Það er síðan æfing á morgun í Sandgerði og klára síðan að flytja og í nýju íbúðina. skjóðan er bara rétt rúm 130 kg og allur að gæðamassast til.

Fyrsta nóttin á nýjum stað er alltaf stressandi en ég vona að það gangi bara allt saman vel. Netið kemur vonandi fljótlega á nýjan stað en ég fæ tölvu um næstu helgi. Þangað til mun ég blogga í Björginni og þar sem ég kemst í tölvu. Það er ekki komið á hreint hvar ég verð með nettengingu en það skýrist allt í næstu viku og vonast ég til þess að þau mál verði komin á hreint fljótlega.

Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari munið það !!!!!

8. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

utsyni1.jpg

Þetta er útsýnið úr svefnherberginu mínu

Það er nóg að gera í flutningunum núna og ég vona að það náist að klára það mesta um helgina. Ég stefni á að sofa mína fyrstu nótt þar á sunnudaginn eða mánudaginn. Það eru margir búnir að koma að því að hjálpa mér að púsla þessu öllu saman og mér finnst það bara ævintýri líkast öll góðvildin og vinirnir sem hafa hjálpað mér með því að gefa mér í innbúið því að ég þurfti að byrja algjörlega á núllinu eftir veseninu sem ég lenti í varðandi leigusalann á hinum staðnum og búslóðina. Þetta sýnir manni bara hvað það er mikilvægt að eiga góða að og þegar einar dyr lokast í lífinu þá opnast oft aðrar.

Læt heyra meira í mér síðar.

Með kveðju

Emil

7. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Flutningar hafnir.

emil-og-beggi.jpg

Ég byrjaði að flytja í gær með góðra vina hjálp. Það leggjast allir á eitt í þessum flutning til þess að láta þá ganga sem best. Ég er alveg gáttaður á því hve margir hafa sýnt mér velvild og gefið mér hluti í innbúið eftir að ég missti allt innbúið mitt um daginn þegar því var hent á hauganna af fyrrverandi leigusalanum.

Núna er maður bara að byggja sig upp jákvætt og ég hlakka mikið til þess þegar ég verð kominn inn í nýju íbúðina. Þetta er frábært tækifæri til þess að sýna hvað í mér býr og ég ætla svo sannarlega að gera það. Ég þarf að fara að drífa mig að hafa mig til fyrir vinnuna rútan kemur fljótlega.

Bið að heilsa í bili

Með kveðju

Emil

7. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Íbúðin afhent í dag.

Ég vildi bara láta ykkur vita elsku vinir að ég fékk íbúðina afhenta í dag hjá féló. Mun flytja inn á næstu dögum þannig að það verður nóg að gera hjá mér í því. Stórglæsileg íbúð fyrir stórglæsilegann mann og stórglæsilegan hund :)

með kveðju

Emil

4. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

Þakklæti.

Það er ekki oft sem maður staldrar við og er þakklátur fyrir það sem maður hefur frekar en það sem maður hefur ekki. Ég ætla að segja ykkur hvað ég er þakklátur fyrir, þið megið setja í komment hvað þið eruð þakkklát fyrir líka ef þið viljið.

 • Ég er þakklátur fyrir að eiga góða vini
 • Ég er þakklátur fyrir að vera í góðri vinnu
 • Ég er þakklátur fyrir að eiga góða fjölskyldu
 • Ég er þakklátur fyrir að vera með frábæra liðveislu
 • Ég er þakklátur fyrir Björgina
 • Ég er þakklátur fyrir að vera með góða heilsu
 • Ég er þakklátur fyrir að eiga Rocky hjálparhundinn minn að
 • Ég er þakklátur fyrir að vera að fá góða íbúð hjá féló fljótlega
 • Ég er líka þakklátur fyrir svo margt fleira sem ég man ekki akkúrat núna
 • 3. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

  góð æfing.

  Æfingin í dag gekk bara vel. Ég og Hörður fórum í tæki og síðan í 70 kg x2 í bekk og 80 kg x1, fór líka í fótapressu 200 kg x 20 , 200 kg x 15 , axlapressu bæði í tæki og með lóðum og sitthvað fleira. Fínt til að koma sér í gang ;)

  Með kveðju

  Tryllirinn

  2. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Æfing í dag.

  skeggi.JPG

  Ég er að skeppa á æfingu með Harðviðnum hérna í Sandgerði á eftir. Það verður bara tekinn léttur bekkur og eitthvað sniðugt. Ég læt ykkur vita betur seinna í dag hvaða æfingar ég tók og hvaða þyngdir. Um að gera að hreyfa sig aðeins og taka á því :)

  Með kveðju

  Tryllirinn

  2. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Túrbóinn langt frá sínu besta …..

  beggi-turbo.jpg

  Beggi Túrbó félagi minn var að keppa á Bikarmóti kraft í dag og sigraði 125 plús flokkinn. Þó var hann langt frá sínu besta og tók seríuna 150-130-180 eða samtals 460 kg. Hann vigtaðist 152 kg inn í keppnina en hefur vanalega verið að taka 170 eða meira í beygjunni 125-140 í bekk í bekkpressuslopp og 210 - 225 í réttstöðunni……

  Þetta er hinsvegar skrýtnasta samansetning af seríum sem ég hef séð hann taka og hann hlýtur að hafa verið í bekkpressuslopp miðað við þessar tölur því að 150 í beygju og 180 í réttstöðu er ekki mikið á þessum bæ.

  Vona að honum gangi betur næst og óska honum um leið til hamingju með gullið hjá kraft í 125plús ……

  Með páverkveðju

  Emil

  1. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  Róleg helgi.

  emil-2007.jpg

  Loksins kemur núna helgi þar sem ég er ekkert að keppa. Seinustu þrjár helgar hef ég verið að keppa í skák, aflraunum og nú seinustu helgi í Boccia. Maður verður langþreyttur þegar það er eitthvað svona að gerast um hverja helgi. Ég er í Björginni núna bara að slappa aðeins af og á morgun verður safnað orku fyrir nýja vinnuviku. Það sem skiptir mestu máli er að manni líði vel og að ungfrú manía geðhæð sé á réttum slóðum.

  Mér finnst ekki nógu gott að vera bara einn með Rocky og langar til þess að kynnast góðri stelpu en það kemur allt vonandi. Stundum finnst mér líka eins og ég þurfi að taka og mikið af róandi lyfjum til þess að halda mér réttum megin við strikið svo að ungfrú manía geðhæð nái ekki tökum á manni en það er bara svo margt í lífinu sem maður verður að sætta sig við.

  Ég er skráður á Óðinsmótið í -125 kg flokk en ég veit ekki alveg hvað skjóðan vigtast þessa daganna. Þar verður keppt í hnébeygju og réttstöðulyftu og er stefnan að taka ekki undir 150 kg í hnébeygju og helst ekki undir 180 kg í réttsöðunni sem myndi gera 330 kg í samanlögðu sem er náttúrlega bara skítsæmilegt ekkert meira en það. Allavega þá er bara málið að elska stálið og hrista af sér slenið !!!!!!!

  Bið að heilsa

  Með kveðju

  Emil Tölvutryllir

  1. nóvember 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli