Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Af hverju hefur fólk þörf fyrir að eiga maka ???

tilae_1.jpg

Af hverju hefur fólk þörf fyrir það að eiga maka ??? Ég held að svarið við þessari sé tvíþætt. Annars vegar er það mín skoðun að við mannfólkið séum félagsverur og hinsvegar þá sé það af kynhvötinni. Ef annað hvort af þessu vantar að þá líður fólki oftast ekki vel. Það er hægt að koma til móts við félagslega þáttinn með svo mörgu móti meðal annars með því að stunda vinnu, fara á staði eins og Björgina til þess að hitta fólk og vinna í sínum málum, taka þátt í félagsstarfi, stunda æfingar og svo framvegis.

Það eru samt ekki allir sem hafa þörf fyrir kynferðislega þáttinn en ég held að flestir vilji nú stunda kynlíf til þess að njóta þess að eiga góða stund ástinni sinni. Það er nú samt ekki allir sem stunda kynlíf af ást heldur bara af þörfinni til þess að stunda kynlíf.

Ég er að vinna í félagslega þættinum með að vinna í Dósaseli og að fara í Björgina. Það er ekkert sem er verra en að loka sig bara inni og fara ekki neitt, þá verður maður bara skrýtinn, þunglyndur og fer að líða illa.

Semsagt ég mæli með því að taka þátt í félagsstarfi og fá sér duglega að ríða !!!!!!

með kveðju

Emil

31. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Meira um páver.

tryllir-turbo2.jpg

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá er Tryllirinn að hvísla góðum ráðum að Begga Túrbó en það versta er að hann hlustar bara aldrei og mun þar af leiðandi ekki bæta 190 kg metið sitt. Eini maðurinn sem ég er hræddur um að veiti mér keppni í þessum málum er Steingrímur Ólafsson en hann er 192 cm, 155 kg og notar skó nr 50 !!!!!!!!!!!

Annars er það að frétta af mér að ég er að fara að kaupa mér nýtt páverbelti og stálbrók í gegnum Tavho sem var að keppa á sterkasti fatlaði maður heims og það verður bara gaman að fara á fullt í æfingunum á ný.

Ég er að fara að hjálpa vinkonunni minni að flytja í dag og það verður eflaust ágætis æfing líka en ég blogga bara meira seinna í dag því að ég þarf að fara að drífa mig í vinnunna :)

Með kveðju

Emil

31. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

NÚ ER TRYLLIRINN REIÐUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

steve.jpg

Steve og Gummi eru hörkutól

Núna er ég brjálaður !!!!!! Sólmyrkvinn hann Ísak hafði samband við mig á msn og tjáði mér að yfirlýsing mín um að ég ætlaði að taka metið hans begga í hnébeygjunni væri fáránleg. Þegar ég spurði hann út í það hvað væri fáránlegt við hana sagði hann að það væri algjörleg óraunhæft að ég myndi ná því …………. ÞÁ VARÐ ÉG BRJÁLAÐUR !!!!!!!

Ég skal sko sína þessum fáfróðu aulahundum hvað TRYLLIRINN getur núna er ég sko brjálaður sem aldrei fyrr og mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að snýta þessu meti !!!!

Á morgun munu æfingar byrja og verður það bekkurinn til að byrja með. Fyrsta æfingin mun vera létt upphitun og líklega eitthvað á þennan veg :

Víður Bekkur :

20kg -> 3×20
40kg -> 2×10
60kg -> 5×5

Þröngur bekkur :

40kg -> 2×5
50kg -> 5×5

Síðan teygjur og sturta.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað Tryllirinn er argur út í svona menn sem hafa ekki trú á honum en það verður keppt á Óðinsmótinu hjá WPC þann 29 Nóv n.k. til að tékka í hvernig formi kallinn er og stefnt á að taka hb : 140 , bp : 80 , rs : 180 eða 400 í samanlögðu.

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Tryllirinn

29. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

Yfirlýsing frá Emil tölvutrylli !

Yfirlýsing frá Tölvutryllinum

29. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Jólagjöfin í ár !

emil23.jpg

Tölvutryllirinn hefur ákveðið að gefa aðdáendum sínum kost á því að fá frábæra jólagjöf á viðráðanlegu verði fyrir jólin. Það mun vera myndin hér að ofan útprentuð í góðum gæðum og í ramma handa tryggum aðdáendum. Að sjálfsögðu mun myndin vera í góðum ramma og þeir sem þess óska geta fengið hana einnig áritaða. Verð er aðeins 1000 kr per mynd en einnig er í boði magnafsláttur. Við þetta bætist síðan sendingarkostnaður. Frábær jólagjöf á frábæru verði, hafið samband sem fyrst takmarkað upplag !!!!

Pantanir sendist á krafturinn@gmail.com

Gleðileg Jól

Með kveðju

Tryllirinn

28. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Erfið vika.

emil23.jpg

Þessi vika er búin að vera erfið síðan á föstudaginn en vonandi rætist úr þessu. Ég fékk kvíðakast, ofsahræðslu í morgun en ég er að ná mér á strik núna. Vonandi fæ ég svo íbúðina hjá féló seinni part vikunnar. Það þýðir ekkert að láta hlutina draga sig niður heldur verður maður bara sterkari þegar maður kemst í gegnum erfiða kafla í lífinu.

Ég er í Björginni núna og er þar að vinna í mínum málum. Ég fer kannski á æfingu í Sandgerði seinni partinn ef ég verð í stuði og læt ykkur þá vita í kvöld það hefur gengið.

Hafið það sem best í dag

Með kveðju

Emil

28. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Könnun

Hvað segið þið lesendur góðir. Haldið þið að það sé einhver páver í tryllinum ennþá eftir ágætis frammistöðu á sterkasti fatlaði maður heims. Ég ætla að setja smá könnun hérna í gang.

a) 400 kg í samanlögðu
b) 450 kg í samanlögðu
c) 470 kg í samanlögðu
d) 480 kg í samanlögðu
e) 490 kg í samanlögðu
f) 500 kg + í samanlögðu

Eins leikur mér forvitni á að vita hvernig þið haldið að seríurnar komi. Þetta mun vera tekið á móti hjá fötluðum semsagt fatlabekkur og enginn sloppur. Besta mót mitt hjá fötluðum var 187.5 kg í hnébeygju , 90 kg í bekk og 210 kg í réttstöðu samanlagt 487.5 kg í samanlögðu.

Íslandsmetin í súpernum eru

hnébeygja 190 kg , bekkur 130 kg , réttstaða 225 kg

Látið mig vita hvað ykkur finnst og hvort þið haldið að kallinn eigi eitthvað erindi í keppni á ný eða hvort hann sé orðinn of gamall.

Með kveðju

Emil

27. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Góð kærasta óskast ….

emil333.JPG

Þá er komið að því að maður reyni að auglýsa eftir góðri kærustu í gegnum bloggsíðuna :) En semsagt mig langar til þess að kynnast góðri stelpu sem gæti hugsað sér að verða kærastan mín. Mín áhugamál eru meðal annars kraftlyftingar, skák, tölvur, hundar, boccia, slappa af í góðra vina hópi, kvikmyndir, tónlist og margt margt fleira.

Eins og þið vitið eflaust þá er ég 32 ára og er að reyna mitt besta til þess að takast á við einn dag í einu og reyni að vinna í því að gera lífið og fólkið í kringum mig jákvæðara.

Ef þú veist um stelpu sem hefði áhuga á að kynnast mér eða ert kannski sú stelpa sjálf þá endilega hafðu samband við mig á krafturinn@gmail.com eða skildu eftir komment í kommentakerfinu hérna ;)

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Með kveðju

Emil

26. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Íslandsmótið í Boccia - Einstaklingskeppni.

Ég var í dag að taka þátt í mínu fyrsta móti fyrir íþróttafélag fatlaðra á suðurnesjum NES. Það var einstaklingskeppni í Boccia sem haldin var í Laugardalshöll. Ég endaði í 4 sæti af 5 í riðlinum mínum en úrslitin urðu 0-7 , 4-4 og 1-0 í bráðabana, 4-3 og loks tapaði ég 4-1 fyrir félaga mínum úr NES. Mér finnst 2 unnir leikir af 4 bara nokkuð ásættanlegt á mínu fyrsta móti því að eins og allir vita þá er stærsti sigurinn að vera með.

Bið kærlega að heilsa ykkur öllum.

Með kveðju

Emil

25. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Kraftlyftingarsamband Íslands er tímaskekkja !!!!

kraft.gif

Eins og flestir sem eitthvað vit hafa á páver þá hefur það væntanlega ekki farið framhjá neinum að Kraftlyftingarsamband Íslands sem stofnað var árið 1985 af öflugum mönnum sem báru hag sportsins fyrir brjósti komið í algjört rugl. Ólafur Sigurgeirsson, Kári Elíson og fleiri góðir menn voru meðal stofnenda þess en eftir að svokallað molastríð hófst þá flykktust menn í tvær fylkingar. Annars vegar þeir sem voru hliðhollir kraft ( Hjalta menn ) og svo hinir ( Magga Vers menn ). Eftir að það gerðist þá hefur það stórskaðað sportið.

Til þess að reyna að koma með milliveg fyrir menn sem vildu keppa hjá báðum samböndum þ.e. kraft og WPC sem var stofnað eftir að menn gengu úr kraft sem voru ekki nægilega ánægðir með gang mála þar. Öflugir menn á borð við Guðmund Otra, Magnús Ver, Benedikt Magnússon, Jón Valgeir, Arnar Már o.fl. þá var gert samkomulag um það að menn mættu keppa á milli sambanda án þess að lenda í keppnisbanni því að slík keppnisbönn myndu gildi einnig erlendis og að sjálfsögðu væri það leiðinlegt mál fyrir alla.

Ég byrjaði sjálfur að keppa hjá fötluðum síðan kraft og keppti einnig hjá wpc á meðan þetta samkomulag var í gildi. Þegar kraft menn sáu að þeir fengju ekkert ráðið við aðstæðurnar þá tóku þeir til þess ráðs að banna öllum jafnt keppendum og dómurum sem myndu dæma og/eða keppa hjá hinu sambandinu wpc. Semsagt þeir sem að myndu keppa hjá wpc færu í keppnisbann hjá kraft. Þetta kom svo bara til baka á þá og margir fleiri öflugir menn hafa gengið úr kraft og þá sérstaklega í ÍKF Metal sem var stofnað síðar.

Í dag er Metal og WPC eini vænlegi kostur fyrir þá sem vilja keppa í páver. Kraft er deyjandi félag og ekki hægt að mæla með því fyrir neinn sem er að byrja í sportinu. Aðaluppistaðan í þeim sem keppa núna er úreld stjórn og ungir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu.

Ég er sjálfur genginn úr kraft og er dauðfeginn því og sérstaklega eftir samtal mitt við Skaga-Kobba í síma í dag þar sem ég ætlaði að forvitnast um Bikarmótið hjá þeim sem er 1 Nóvember n.k. en vinur minn Beggi Túrbó er þar skráður til leiks. Vonandi gengur honum vel en hann á eftir að átta sig á því síðar að þetta er ekki rétti staðurinn til þess að vera á.

Kraft hafa m.a. reynt að yfirtaka keppnir hjá fötluðum með því að reyna að stinga Arnar Már landsliðsþjálfara fatlaðra í bakið sem hefur þjálfað hjá fötluðum síðan 1991 og við fatlamolarnir svokölluðu eigum honum MJÖG MJÖG MIKIÐ að þakka. Arnar hefur unnið ómetanlegt í þágu fatlaðra og vil ég gera það að tillögu minni að Arnar verði sæmdur fálkaorðunni fyrir starf sitt í þagu fatlaðra undanfarin 17 ár. Undir hans stjórn hafa margir komið með verðlaun frá Special Ol og má þar nefna Magnús Korntop, Vignir og marga fleiri.

Semsagt þá hvet ég fólk til að sniðganga kraft og fatlamolar æfi hjá Arnari í ÍFR og aðrir sem vettlingi geta valdið keppi hjá WPC eða Metal. Með því að sýna samstöðu þá mun kraft deyja drottni sínum og vonandi læra þeir sem eru við stjórnvöllinn að það er ekki hægt að kúga félagsmenn sína til hlýðni, það eru félagarnir sem halda félögum á lífi og eru félagið sjálf.

Með kraftakveðju

Emil

23. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

Íslandsmetið í súpernum hjá fötluðum.


Íslandmetin hjá fötluðum í súpernum eru eftirfarandi :

Hnébeygja : Beggi 190 kg
Bekkur : Magnús Korntop 130 kg
Réttstaða : Beggi 225 kg

korntoppurinn_me_pottlok.jpg

Íslandsmetið í bekkpressu í súpernum á Magnús Korntop 130 kg.

pb040082.jpg

Tölvutryllirinn átti Íslandsmetið í beygjunni 187.5 kg en er búinn að missa það til Begga Túrbó sem setti það í 190 kg, en það verður ekki lengi ….

beggi.JPG

Beggi Túrbó ákveðinn á svip

tryllir-turbo2.jpg

Emil Tölvutryllir & Beggi Túrbó á góðri stundu

23. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

geðorðin og jákvæðar fréttir

gedraekt_segull_isl.jpg

Geðorðin 10 sem öllum er hollt að fara eftir ….

Ég ákvað að setja hérna inn geðorðin 10 sem ég reyni eftir megni að fara eftir og það er tvennt í þeim sem er mér sérstaklega ofarlega í huga þessa daganna en það er nr 4. þar sem segir

Lærðu af mistökum þínum og nr 6 þar sem segir ekki flækja líf þitt að óþörfu.

Vissulega hef ég eins og allir gert mistök í lífinu og þau eru bara mörg en ég er að reyna að snúa aðstæðum mér í hag með aðstoð úr Björginni. Það er bara vonandi að það takist að virkja jákvæðu genin í manni en ekki þau neikvæðu sem skemma bara fyrir manni ekkert annað.

Framhaldið í lyftingum ??? Mig langar til þess að halda áfram og keppa jafnvel á 2-3 mótum fyrir næstu keppni sterkasti fatlaði maður heims 2009 og sjá hvað ég get ef ég æfi regulega c.a. 3x í viku.

Ég var samt ánægður með mótið í heild sinni :

400 kg hjólböruakstur ( 15 metra ) 9,4 sek
Drumbalyfta 65 kg
Réttstöðulyfta 190 kg
Herkúlesarhald ( 80 kg í hvora hendi 34,4 sek
Hönd yfir hönd 2,5 tonna bíll 15 metrar 49 sek
Bændafabfa ( 85 kg í hvora hendi ) 15 metrar
öxullyfta náði engri gildiri lyftu þar
hleðslugrein 6 sæti þar en var á undan vigni en hann vann vegna 2 refsisekúndna hjá mér
Steinatök 50 og 70 kg steinn

23. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Myndir frá sterkasti fatlaði maður heims

20.jpg

Tölvutryllirinn að rölta með 400 kg í hjólböruakstri

100_2712.JPG

Sveinbjörn, Beggi, Emil, Steingrímur

100_2774.JPG

Tölvutryllirinn flottur á því

100_2817.JPG

Tölvutryllirinn að pósa

20. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Undirbúningur fyrir næsta pávermót o.fl.

emil1.jpg

Þá fer senn að hefjast undirbúningur að næsta pávermóti sem verður líklega Íslandsmót fatlaðra í líklega mars 2009. Það þarfnast nokkurra mánaða til þess að styrkja sig nægjanlega fyrir slíkt mót og það kemur alveg til greina að skera líkamsþyngdina niður í c.a. 120 kg. Ég var að pæla í að æfa 3x í viku. Einn dag hnébeygjur+réttstöðu, einn dag bekk og einn dag handlóð+curl annars er þetta ekki fastákveðið en það er ljóst að ég mun ekki mæta á mót til að taka minna en 100 kg í bekk, 190 í hnébeygju og 210 í réttstöðu sem myndi gera 500 kg í samanlögðu. Í 125+ er núna loksins kominn góður kjarni hjá fötluðum og menn sem geta svipaða hluti.

Íslandsmetið í bekkpressu á Magnús Korntop en það stendur í 130 kg, Kristberg Jónsson á íslandsmetin í hnébeygju 190 kg og réttstöðu 225 kg. Steingrímur á best 200-115-220 , Ég sjálfur á best 187.5-90-210 á móti og Beggi á best 185-115-225 minnir mig þannig að þarna leiða hesta sína svipaðir menn. Ég er töluvert léttari en þeir þannig að ég fæ betri stig en ekkert sem munar rosalegu.

Við sjáum svo til hvort að það verði ekki alvara úr þessu hjá mér því að ég er kominn með svolitla kraftadellu á ný eftir keppnina sterkasti fatlaði maður heims. Ég vil nota tækifærið og þakka Arnari, Magga Ver, Guttormi og öllum þeim sem komu að mótinu fyrir frábært mót ásamt þeim keppendum sem tóku þátt. Þetta er stór viðburður á hverju ári hjá okkur fötluðu molunum og maður er stoltur af því að tilheyra þessu litla samfélagi fatlaðra pávermola :)

Með bestu kveðju

Emil

19. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Úrslit á sterkasti fatlaði maður heims.

Þá er keppni lokið í keppninni sterkasti fatlaði maður heims og í sitjandi flokki voru tavho og ulf jafnir efstir og fengu sameiginlega tignina sterkasti fatlaði maður heims þar sem þeir voru efstir og jafnir. Voru jafn oft í 1 og 2 sæti og ekkert gat aðskilið þá. Síðan var Þorsteinn Sölvason í 3 sæti, Alex í 4 sæti og nýliðinn Egill Rafnsson í 5 sæti. Egill er aðeins 18 ára og mikið efni :)

egill.JPG

Í standandi varð Hörður meistari í 3 sinn og sá fyrsti til þess að verja titilinn. Frábært afrek hjá honum :) Daníel og Beggi voru síðan jafnir í 2-3 sæti, nýliðinn Steingrímur í 4 sæti en hann er tröll að vexti 192 cm og 155 kg, Vignir var síðan í 5 sæti og Tölvutryllirinn jafn í 6-7 sæti ásamt Sveinbirni ” ÍSBIRNI ” Sveinbjörnssyni ….

emil1.jpg

18. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Staðan eftir fyrri dag á sterkasti fatlaði maður heims 2008

Staðan eftir fyrri dag á sterkasti fatlaði maður heims er eftirfarandi :

Daníel Unnar 26 stig
Hörður Viðar 22.5 stig
Kristbergur 21.5 stig
Vignir 14.5 stig
Emil 9.5 stig
Steingrímur 9.5 stig
Sveinbjörn 6 stig

Þær greinar sem eru eftir eru : hönd yfir hönd, bændaganga, öxullyfta, hleðslugrein og steinatök og getur margt breyst. Það er samt reiknað með því að Daníel eða Hörður vinni og væri gaman að sjá Daníel hampa titlinum og skrá þar með nafn sitt í sögu bækurnar :)

Hérna er svo umfjöllun í fréttunum í gærkvöldi um keppni

Með kveðju

Emil

17. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

WSDM 2008 ( Sterkasti fatlaði maður heims 2008 )

turbotryllir.jpg

Félagarnir Beggi Túrbó & Emil Tölvutryllir félagar í páver og öllu !!!

Á morgun hefst keppnin, sterkasti fatlaði maður heims 2008 en það er í sjöunda skiptið sem þessi keppni er haldin og í sjötta skiptið sem hún er haldið undir nafninu sterkasti fatlaði maður heims. Keppnin vex með hverju árinu og á þessu ári eru 7 keppendur í standandi flokki og eitthvað svipað í sitjandi flokki en það verður gríðarleg keppni um tignina sterkasti fatlaði maður í báðum flokkum þetta árið eins og alltaf áður.

emil33.jpg

Að sjálfsögðu mun Tölvutryllirinn sjálfur keppa stoltur fyrir Færeyjar og gera mitt besta fyrir land og þjóð !!!!

p9160147.JPG

Tryllirinn að taka við verðlaunum á WSDM 2006

Mín spá fyrir WSDM 2008 er eftirfarandi :

Standandi :

1. Beggi Túrbó
2. Daníel Unnar
3. Vignir
4. Hörður
5. Steingrímur
6. Emil
7. Sveinbjörn

Sitjandi

1. Ulf Ericsson
2. Tavho
3. Þorsteinn Sölva
4. Arnar Klemenz
5. Egill

Annars er dagskráin svona :

Föstudagur - Smáralind Vetrargarður. Keppni hefst kl 14.00

1. Hjólböruakstur með 400 kg, 15 metrar á tíma. ( Standandi )
2. Herkúleshald með 80 kg í hvorri hendi. ( Standandi + Sitjandi )
3. Drumbalyfta max þyngd. 5 Tilraunir ( Standandi + Sitjandi )
4. Réttstöðulyfta max þyngd ( byrjar á 180 kg )5 tilraunir, 90 sek við hverja tilraun (Standandi)

Laugardagur - Fjörukrá. Keppni hefst kl 10.00

5. Hönd yfir hönd, Átaks bíll á tíma. 15 Metrar ( Standandi + Sitjandi )
6. Bóndaganga á lengd ( þyngd 80 - 85 kg ) ( Standandi )

Íþróttahús fatlaðra Hátúni 14 kl 16.00

7. Hleðslugrein. Báðir flokkar 5 hlutir á tíma hjá standandi ( 50 kg ) og 4 hlutir hjá sitjandi ( 30 kg )
8. Steinatök. Báðir flokkar, þyngdir hjá standandi 50-70-90-100-120 en hjá sitjandi 33-50-70-90

Síðan er sterkasti maður heims í báðum flokkum krýndur.

Ég hlakka til að keppa og á von á góðri og drengilegri keppni. Munið að STÆRSTI SIGURINN ER AÐ VERA MEÐ !!!!!

16. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Tryllirinn handtekinn og beittur harðræði !!!!

pig.jpg

Þið lesið fyrirsögnina og veltið fyrir ykkur hvað kom eiginlega fyrir. Ég er nú ekki hissa á því þannig að þetta mun vera útskýrt nánar hvað er átt við. Þannig var mál með vexti að mánudaginn seinastliðinn var ég að tefla ásamt vini mínum og við vorum með áfengi við hönd carlsberg og thule bjór ásamt vodka skotum en það var nú ekki full flaskan af því heldur kannski svona 1/5. Við vorum að tefla í rúma 4 klukkutíma og eftir að hann fór heim til sín þá skrapp ég á neðri hæðina til að segja leigusalanum til syndanna.

Samskiptin við leigusalann hafa ekki verið á besta veg og það endaði bara á verri veg. Ég man eftir því að ég reifst við Leigsalann og konuna hans en hann segir söguna öðruvísi en ég. Hans hlið á málinu var að ég hefði reynt að hjóla í konuna hans og að hann hefði komið á milli og þá hefði ég reynt að hjóla í hann og slegið til þeirra. Konan hans sagði honum að hringja á lögguna ég man eftir því en hann segist hafa hent mér niður tröppurnar en það passar ekki því að ég fór sjálfur út áður en að lögreglan kom. Ég man ekki eftir að hafa slegið til þeirra.

Ég fór síðan annað og kíkti m.a. í heimsókn til vinar mins og telfdi við hann 7 skákir og gerði 3 jafntefli og tapaði 4 skákum. Ég fór síðan þaðan um hálf tvö leytið og rölti niður í bæ og sat á hringtorgi að súpa bjór og hringdi þar í neyðarlínuna og ræddi við þá aðeins. Það endaði með því að ég var sóttur, fyrst kom sjúkrabíll og síðan löggan. Það endaði með því að ég sýndi einhvern mótþróa og var handtekinn og beittur harðræði !!!!! Ég er með sár við vinstra hné og hægri öxl eftir að þeir fóru ekki mjúkum höndum um mig meðal annars var höfðinu mínu haldið við gluggann í lögreglubílnum með olboganum við höfuðið á mér. Ég sagði við lögguna að ég myndi kæra hann fyrir harðræði og hann sagði mér að gera það bara grrrr …..

handcuffs.jpg

Kvöldið endaði með því að ég fékk að dúsa fangageymslur lögreglurnar í Keflavík og það átti að senda mig á geðdeild þegar það myndi renna af mér því að ég var með einhverjar hótanir um að skaða mig og stökkva í sjóinn og eitthvað svona. Þegar það hafði runnið af mér þá var ég náttúrlega hættur við allt það rugl og sagði þeim að ég þyrfti að fara í vinnuna mína í Dósaseli og Björgina og fékk að fara eftir smá spjall til að fullvissa lögguna um að það væri allt í lagi með mig.

Ég sé mikið eftir því hvernig þetta var allt saman og ætla að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki því að svona framkoma er óafsakanleg. Ég minni á geðorð nr 4 og 6 en það fyrra er að læra af mistökum sínum en það seinna er ekki flækja lífið þitt að óþörfu. Ég ætla að hafa þetta að leiðarljósi og gera jákvæða hluti í að byggja mig upp bæði andlega og líkamlega.

Með kveðju

Emil

15. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Flottasti bolabíturinn á suðurnesjum.

rocky2.jpg

13. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Geðheilbrigðismótið í skák.

Það gekk bara vel hjá mér í gær að dedda 172 kg og fá 4 vinninga af 7 á geðheilbrigðismótinu í skák sem var haldið í perlunni. Ég er núna staddur í Sandgerði í heimsókn hjá frænku minni þar sem ég ætla að horfa á Dagvaktina sem mér finnst alveg frábærir þættir. Dóttir hennar Þórdís á líka 15 ára afmæli í dag og óska ég henni kærlega til hamingju með daginn.

Hérna koma svo nokkrar myndir frá mótinu í gær :)

1umferd.jpg

Hérna er ég í fyrstu umferð að tefla í skák sem ég vann sannfærandi.

12.jpg

Skák-Tryllirinn djúpt hugsi ….

turbotryllir.jpg

Skák-Turbóinn & Skák-Tryllirinn í góðum anda ….

picture-070.jpg

Skák-Túrbóinn & Skák-Masterinn

Síðan koma hérna úrslitin ….

1-3 Jorge R. Fonseca 6
Gunnar Freyr Rúnarsson 6
Róbert Lagerman 6

4 Magnús Matthíasson 5.5

5-7 Birgir Berndssen 5
Arnljótur Sigurðsson 5
Vigfús Óðinn Vigfússon 5

8-10 Patrekur Maron Magnússon 4,5
Páll Sigurðsson 4.5
Kjartan Guðmundsson 4.5

11-15 Pétur Atli Lárusson 4
Ingi Tandri Traustason 4
Finnur Kr. Finnsson 4
Óli Árni Vilhjálmsson 4
Emil Ólafsson 4

16-18 Birkir Karl Sigurðsson 3.5
Benjamín Gísli Einarsson 3.5
Arnar Valgeirsson 3.5

og aðrir minna…

12. október 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli