Ég er búinn að trúlofast á ný …..
Kraftlyftingar bæta þitt afl
Þótt að þú lendir kannski í snjóskafl
Kvennafar dregur úr þér allan kraft
þannig að þú þarft þá fljótlega hóstasaft
Kraftlyftingar bæta þitt afl
Þótt að þú lendir kannski í snjóskafl
Kvennafar dregur úr þér allan kraft
þannig að þú þarft þá fljótlega hóstasaft
Það kemur í ljós á morgun hvort að Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 35 ár eða síðan í September 1973. Maður finnur fyrir stemmningunni hérna í Keflavík og það er ljóst að Keflvíkingar er með 2 stiga forustu og 1 mark í plús á markatölu en það koma Framarar í hörkuformi sem eru að berjast evrópusæti í heimsókn sem þýðir að þetta verður hörkuleikur og ekkert annað en sigur dugir fyrir bæði lið.
Á meðan á þessu stendur verða FH-ingar að sækja sigur í Árbæinn móti Fylkismönnum sem eru búnir að bjarga sér frá falli. Ef FH-ingar vinna ekki leikinn þá verða Keflvíkingar meistarar en ef keflavík og fram gera jafntefli og fh vinnur með 2 mörkum þá dugir það …… Þetta verður spennandi og ljóst að það eru ekki öll kurl komin til grafar fyrr en það verður blásið til leiksloka í bæði leik fylkis-fh og keflavíkur-fram :) Svona á þetta að vera spennandi til leiksloka !!!!!
Þá er Bjargarmótinu í skák lokið, það var glæsilegt mót og 16 þátttakendur og frábært mót. Róbert Harðarsson FIDE meistari var skákstjóri og við vorum með frábæra gestakeppendur en hérna koma svo úrslitin úr mótinu.
1-2 Róbert Harðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson með 6.5 vinninga
3 Pálmar Breiðfjörð með 5 vinninga
4-7 Jón Birgir Einarsson, Björn Þorlákur Björnsson, Helgi Ágústson og Guðmundur Ingi Einarsson með 4 vinninga.
8-9 Emil Ólafsson og Arnar Valgeirsson með 3.5 vinninga
10-11 Björgúlfur Stefánsson og Hrafnhildur Gísladóttir með 3 vinninga
12-15 Kristinn Þór Elíasson, Stefán Halldórsson, Ingvar Sigurðsson og Hreiðar Antonson með 2 vinninga.
16 Gerður Gunnarsdóttir með 1 vinning
Þar sem Gunnar Freyr og Róbert voru gestaþátttakendur þá fékk Pálmar Breiðfjörð bikarinn og gull verðlaunin, Björn Þorlákur í öðru sæti og Helgi Ágústsson í þriðja sæti.
Þetta var mjög skemmtilegt mót og það hefur verið ákveðið að hafa þetta árlegann viðburð héðan í frá. Það koma myndir inn eftir helgi :)
Með kveðju
Emil
Af gefnu tilefni skal það ítrekað að nafnlaus skrif, skítkast af hvaða tagi sem er verður ekki liðið og tekur höfundur síðunnar sér það leyfi að fjarlægja hverskonar ummæli sem sært geta einhvern eða eru ekki við hæfi.