Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Geðræktargangan í gær.

Ég og Rocky fórum Geðræktargönguna í gær en hún var farin í tilefni af Geðveikum dögum sem hafa verið hérna í Reykjanesbæ 23 - 25 September. Það var mjög góð mæting en það komu um 60-70 manns. Við stoppuðum á fimm stöðum þar sem voru lesin upp geðorð og voru kyndlar með í för. Síðan var endað í Björginni við Suðurgötu 15 þar sem Kleinur, kakó og snakk var í boði og fólk ræddi saman :) Það var bara mjög skemmtileg og notaleg stund og gaman að þessu.

Með kveðju

Emil

25. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli