Skákmót í Björginni.
Skákmót í Reykjanesbæ
Á miðvikudaginn klukkan 13:00 verður haldið skákmót í Reykjanesbæ og er það ein uppákoma af mörgum vegna “geðveikra daga” sem Björgin, geðræktarmiðstöð suðurlands stendur fyrir. Björgin er formlega að flytjast í ný og glæsileg húsakynni að Suðurgötu 15 og er þriggja daga dagskrá haldin, með fræðslu og ýmsum uppákomum.
Skákfélag Vinjar mun halda utan um mótið, í samstarfi við heimamenn og mótsstjóri er FIDE meistarinn geðþekki, Robert Lagerman.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setur mótið og eru allir velkomnir að vera með.
Þátttaka er ókeypis og skráning er í síma 421-6744. Annars má líka bara mæta tímanlega og skrá sig.