Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Tölvuviðgerðir, stelpur og skákmót !

2.jpg

Ég er búinn að vera í Vogunum í dag að setja upp tölvu fyrir góðann vin minn. Þetta er tölva sem er kannski 8 - 10 ára gömul og sömuleiðis skjárinn sem er með henni en hún er kominn í gagnið núna og ég vona að hún endist honum eitthvað. Um að gera að nota þessar gömlu tölvur þegar peningurinn sem fólk hefur milli handanna er af skornum skammti.

Annars er bara lítið að frétta af mér, ég er að vísu kominn með nýtt sófasett heima sem mér áskotnaðist gefins og gamla settið farið á hauganna ásamt litlu tv, hillusamstæðu, öðrum gömlum sófa, stól og stofuborði ….. Það er semsagt búið að skipta út c.a. 60 % af búslóðinni og kostnaðurinn 0 kr :) Ekki slæmt það.

33.jpg

Leitin að nýju kærustunni er ennþá í gangi og ætla ég að reyna að vanda valið en ekki byrja bara með einhverri stelpu til þess að vera bara með stelpu. Ég vona að næsta samband mitt endist og mun gera mitt besta til þess að svo muni verða. Ég fæ síðan aðra íbúð 1 Nóvember hjá Féló en fæ að skoða hana um mánaðarmótin. Hlakka mikið til þess að flytja því að það er miklu betra fyrir mig að búa á 1 hæð en í þeirri risíbúð sem ég bý í núna sem er varla íbúðarhæf enda bara hálfkláruð.

Björgin

Í næstu viku eru Geðveikir dagar framundan í Björginni og svaka dagskrá meðfylgjandi þeim en það er hægt að nálgast frekari upplýsingar um það á http://www.bjorgin.is endilega kíkið til þess að sjá hvað er um að vera :)

Ég mun keppa á Skákmóti Bjargarinnar sem er að mestu leyti mitt hugarfóstur og ég lagði til verðlaunagripi á mótinu og hef séð að mestu um skiplagninguna á mótinu og vona bara að það verði gaman. Mótið verður 24 September frá kl 13 - 16 og mun Árni Sigfússon Bæjarstjóri Reykjanesbæjar setja mótið.

20. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli