Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

pool mótið.

Pool mótið hérna í Björginni klárast fljótlega og það er búið að ganga ágætlega hjá mér. Ég er búinn að ljúka keppni og fékk 6 vinninga af 9 mögulegum en það eru þrír sem eiga enn eftir að spila sem eiga möguleika á að ná 7-8 vinningum og lenda þar með fyrir ofan mig. Það er gaman að þessu því að enginn í karlaflokki fer taplaus í gegnum mótið og það sýnir bara breiddina hjá okkur hérna í Björginni. Í kvennaflokki eru hinsvegar tvær sem eru enn taplausar. Það mun síðan vera sigurvegarinn úr kvenna og karlaflokki sem keppa um Bjargarbikarinn eftirsótta !!!!!

18. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli