Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Nóg að gera í vinnunni.

Það gengur vel í vinnunni og í þar seinustu viku þá var ég með einn fjarvistardag og einn dag of seint. Síðan í seinustu viku var ég einn dag og seint en í þessarri viku ætla ég að bæta mig og mæta alla daga á réttum tíma. Þetta er allt að á réttri leið.

Síðan 22-23 september þá kemur rosa vél upp í Dósasel sem telur, flokkar o.fl. Það koma einhverjir menn frá Danmörku að setja vélina upp og hún mun verða bylting í vinnunni hjá okkur og vinnuaðstaðan mun breytast til muna. Hlakka til að sjá þessa vél.

Ég fór og samdi við Intrum útaf skuld við Lyf og Heilsu og mun borga 20 þúsund kr skuld vegna lyfja eftir að ég er búinn að trassa að borga greiðsluseðlanna sem þeir hafa sent mér á þessu ár ….. Bara aulaskapur í mér ekkert annað, en ég er allavega á réttum farvegi eftir að ég fékk þessa góðu liðveislu sem er búin að koma mér á rétta leið í ýmsum málum í lífinu.

Það kemur í ljós á morgun hvort ég fái aukavinnu eftir hádegi á morgun í Dósaseli. Mér finnst í lagi að taka einn og einn dag aukalega en er ekki svo mikið fyrir það. Bara gaman að vera innan um fólkið í vinnunni en ekki að það sé af peningagræðgi heldur að maður hefur bara gott af því að vera innan um fólk til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Ég mun keppa með B-liði Víkingaklúbbsins í byrjun Október. Fæ að vita nánar með það þegar nær dregur. Hlakka til þess að keppa í skákinni :) Um að gera að taka vel a því í andlega líka …..

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

15. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | Engin ummæli