Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Páverljóð …..

Allir sannir karlmenn elska stálið,
Tölvutryllirnn er í miklum bætingarhug,
Aumingjarnir geta éta kálið,
Rífur hverja bætinguna á eftir annarri upp á flug ….

9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Speki Dagsins, Geðveiki, Kraftlyftingar | Engin ummæli

Rigning og aftur rigning ….

Mikið finnst mér þessi rigning vera pirrandi. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna í morgun og þegar ég tók strætó í vinnuna í morgun og steig út úr vagninum þá steig ég bein í poll !!!!! Ég blótaði í sand og ösku enda orðinn blautur í gegnum skónna og sokkanna strax áður en vinnan byrjaði……

Maður verður nú samt að reyna að líta á þetta allt með björtum augum og hlakka til þess sem verða vill í lífinu. Fyrir mér er þessi rigningarúði bara merki um að það er farið að hausta hérna á Íslandi en þetta er samt pirrandi eftir frábært sumar hérna í Keflavík.

Svo er Vinnan, Björgin og Boccia æfing á morgun hjá Nes nóg um að vera þannig að ég bið bara að heilsa ykkur öllum.

Guð blessi ykkur öll.

Með kveðju

Emil

9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli