Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Óvissa með framhald í vinnunni

Það er komin ákveða í sambandi við atvinnumál hjá mér því að í næstu viku þá er áætlað að þessi vél komi í næstu viku og ku kosta 20 milljónir …. Hún mun hafa í för með sér ákveðnar breytingar í vinnuferlinu í Dósaseli en þessi flokkunar og talningarvél mun taka yfir stórann hluta af starfi okkar í Dósaseli.

Það sem við erum að gera í Dósaseli það er meðal annars talning, flokkun o.fl. en mér þykir nokkuð ljóst að þetta mun þýða einhverja fækkun á starfsfólki í Dósaseli. Ég ræddi þessar áhyggjur mínar við yfirmanninn því að ég er kominn í ákveðna rútínu með mín mál þ.e. að vakna á morgnanna, fara til vinnu og þar fram eftir götunum og hef áhyggjur á því að þessi vél komi til með að taka yfir starfið sem ég er að sinna. Yfirmaðurinn sagði mér að vera ekki að stressa mig yfir þessu því að þessar breytingar tækju tíma og þar fram eftir götunum.

Auðvitað er maður stressaður þegar breytingar standa fyrir dyrum en oft er það þannig að breytingar opna nýjar dyr þótt að þær loki öðrum. Ég vona bara það besta og reyni að standa mig í lífinu áfram.

Vona bara að þið hafið það sem best elskurnar og guð blessi ykkur.

Með kveðju

Emil

8. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli