Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Lífið er hverfult ….

Lífið er hverfult þannig er það nú bara. Það kom upp ákveðið ósætti milli mín og foreldra hennar Ingunnar. Málið var það að við tókum 3 lán á hennar nafni og þau voru svo viss um að ég ætti bara rétt pening fyrir mat þannig að það væri engin leið fyrir mig að borga þessi lán og komu heim til mín í gær ásamt Ingunni sem var þarna bara eins og illa gerður hlutur. Hún hafði ekkert um þetta að segja og þau tóku allt dótið sem við vorum búin að fá okkur þannig að ég ákvað að slíta trúlofuninni fyrst að þau létu svona við mig.

Ingunn vildi ekki að við myndum hætta saman en hún fékk engu um það ráðið. Svona er það víst bara lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ég óska þér alls hins besta Ingunn mín og vona að þú finnir hamingjuna aftur. Þú ræður víst ekki yfir því að hafa svona foreldra ….

Með kveðju

Emil

3. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli