Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Pool mót framundan.

Það er pool mót framundan í Björginni. Það er mjög góð þátttaka á mótinu sem hefst á morgun og mun standa í 2-3 vikur eftir því hvenær fólk hefur tíma til þess að keppa og svona. Það eru vegleg verðlaun í boði og mun vera farandsbikar sem verður keppt um í framtíðinni. Allir munu fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og ég vona bara að allir hafi gaman af þessu móti sem ég er búinn að vera að skipuleggja.

Stefnan er að sjálfsögðu sett á topp 3 en það kemur bara í ljós hvernig fer enda eru margir góðir í pool hérna í Björginni. Það er síðan margt framundan hjá manni og er þetta bara eitt af því. Læt ykkur vita hvernig gengur á mótinu þegar fram í sækir. Það er síðan Skákmót um næstu helgi hérna í Reykjanesbæ sem ég verð kannski með á og Boccia æfing annað kvöld hjá Nes :)

Bið að heilsa í bili.

Með kveðju

Emil

2. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli