Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Æfingar hefjast á morgun …..

pb040082.jpg

Ég mun mæta til æfinga á morgun í Sandgerði til þess að ná smá ryði úr kappanum fyrir sterkasti fatlaði maður heims sem verður 17 - 18 okt n.k. það verður byrjað á því að taka bara léttann bekk og kallinn vigtaður og smá curl með stöng. Ekkert heavý þungt strax það tekur tíma að koma sér í form, verð kannski 2x í viku til að byrja með og sjáum svo til með framhaldið :)

Með kveðju

Tryllirinn

29. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 1 ummæli

Klukkaður !!!

Fjögur störf sem ég hef unnið :

 • Verkamaður á Síldarvertíð
 • Kvennabósi
 • Unglingavinnan á Akureyri
 • og vinn núna í Dósaseli.
 • Fjórar Bíómyndir:

 • Planes Trains and Automobiles
 • Stella í Orlofi
 • K9
 • Green Mile
 • Fjórir staðir sem ég hef búið á :

 • Siglufjörður
 • Akureyri
 • Reykjavík
 • Reykjanesbær
 • Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar :

 • Seinfeld
 • Frasier
 • Fastir liðir eins og venjulega
 • Næturvaktin
 • Dagvaktin
 • Pressa
 • Fjórar síður sem ég skoða daglega daglega fyrir utan blogg :

 • mbl.is
 • visir.is
 • fotbolti.net
 • facebook.com
 • Fjórir staðir sem ég hef heimsótt á ferðalögum :

 • Gautaborg
 • San Francisco
 • Sandgerði
 • Kaupmannahöfn
 • Fjórir uppáhalds réttir:

 • Svínakjöt með puru a la Alvilda
 • Lambahryggur a la Alvilda
 • Hakk og spagetti a la Pabbi
 • Slátur og kartöflumús a la Alvilda
 • Fjórar bækur:

 • Ég er nú ekki mikið fyrir að lesa bækur :)
 • Fjórir óskastaðir akkúrat núna:

 • Reykjanesbær
 • Færeyjar
 • Danmörk
 • Liverpool
 • Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:

 • Linda Ósk
 • Masterinn
 • Sir Magister
 • Stína
 • 28. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

  Næst á dagskrá …… Heyrnarmæling !!!!

  Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að panta tíma í Heyrnarmælingu. Ég er að tala hærra og fólk hefur bent mér á að hvort að það geti verið að heyrnin sé að versna hjá mér og að það væri sniðugt hjá mér að panta tíma í heyrnarmælingu. Ég hef ákveðið að taka áskorunni og panta tíma í heyrnarmælingu.

  Þið munuð fá að vita um hvað kemur út úr þessu :)

  Með kveðju

  Emil

  28. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | Engin ummæli

  Spádómsgáfa Tölvutryllisins staðfest !!!

  Enn á ný er spádómsgáfa Tölvutryllisins staðfest því að það var vitað allan tímann að Framarar myndu koma til Keflavíkur og tryggja sér evrópusætið með sigri. Keflvíkingar sem hafa í nánast allt sumar verið í efsta sæti þurfa að sætta sig við 2 sætið í deildinni á eftir FH og ljóst að 35 ára biðin lengist ….. Framarar í 3 sæti evrópusætinu og önnur lið neðar.

  Ekki rengja Tryllirinn, munið það næst !!!!

  27. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Ég er búinn að trúlofast á ný …..

  emil-amlodi.jpg

  Kraftlyftingar bæta þitt afl
  Þótt að þú lendir kannski í snjóskafl
  Kvennafar dregur úr þér allan kraft
  þannig að þú þarft þá fljótlega hóstasaft

  26. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

  Hver verður Íslandsmeistari á morgun ???

  Það kemur í ljós á morgun hvort að Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 35 ár eða síðan í September 1973. Maður finnur fyrir stemmningunni hérna í Keflavík og það er ljóst að Keflvíkingar er með 2 stiga forustu og 1 mark í plús á markatölu en það koma Framarar í hörkuformi sem eru að berjast evrópusæti í heimsókn sem þýðir að þetta verður hörkuleikur og ekkert annað en sigur dugir fyrir bæði lið.

  Á meðan á þessu stendur verða FH-ingar að sækja sigur í Árbæinn móti Fylkismönnum sem eru búnir að bjarga sér frá falli. Ef FH-ingar vinna ekki leikinn þá verða Keflvíkingar meistarar en ef keflavík og fram gera jafntefli og fh vinnur með 2 mörkum þá dugir það …… Þetta verður spennandi og ljóst að það eru ekki öll kurl komin til grafar fyrr en það verður blásið til leiksloka í bæði leik fylkis-fh og keflavíkur-fram :) Svona á þetta að vera spennandi til leiksloka !!!!!

  26. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  Úrslitin á Bjargarmótinu ….

  Þá er Bjargarmótinu í skák lokið, það var glæsilegt mót og 16 þátttakendur og frábært mót. Róbert Harðarsson FIDE meistari var skákstjóri og við vorum með frábæra gestakeppendur en hérna koma svo úrslitin úr mótinu.

  1-2 Róbert Harðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson með 6.5 vinninga

  3 Pálmar Breiðfjörð með 5 vinninga

  4-7 Jón Birgir Einarsson, Björn Þorlákur Björnsson, Helgi Ágústson og Guðmundur Ingi Einarsson með 4 vinninga.

  8-9 Emil Ólafsson og Arnar Valgeirsson með 3.5 vinninga

  10-11 Björgúlfur Stefánsson og Hrafnhildur Gísladóttir með 3 vinninga

  12-15 Kristinn Þór Elíasson, Stefán Halldórsson, Ingvar Sigurðsson og Hreiðar Antonson með 2 vinninga.

  16 Gerður Gunnarsdóttir með 1 vinning

  Þar sem Gunnar Freyr og Róbert voru gestaþátttakendur þá fékk Pálmar Breiðfjörð bikarinn og gull verðlaunin, Björn Þorlákur í öðru sæti og Helgi Ágústsson í þriðja sæti.

  Þetta var mjög skemmtilegt mót og það hefur verið ákveðið að hafa þetta árlegann viðburð héðan í frá. Það koma myndir inn eftir helgi :)

  Með kveðju

  Emil

  26. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Geðræktargangan í gær.

  Ég og Rocky fórum Geðræktargönguna í gær en hún var farin í tilefni af Geðveikum dögum sem hafa verið hérna í Reykjanesbæ 23 - 25 September. Það var mjög góð mæting en það komu um 60-70 manns. Við stoppuðum á fimm stöðum þar sem voru lesin upp geðorð og voru kyndlar með í för. Síðan var endað í Björginni við Suðurgötu 15 þar sem Kleinur, kakó og snakk var í boði og fólk ræddi saman :) Það var bara mjög skemmtileg og notaleg stund og gaman að þessu.

  Með kveðju

  Emil

  25. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Skákmót í Björginni.

  Skákmót í Reykjanesbæ

  Á miðvikudaginn klukkan 13:00 verður haldið skákmót í Reykjanesbæ og er það ein uppákoma af mörgum vegna “geðveikra daga” sem Björgin, geðræktarmiðstöð suðurlands stendur fyrir. Björgin er formlega að flytjast í ný og glæsileg húsakynni að Suðurgötu 15 og er þriggja daga dagskrá haldin, með fræðslu og ýmsum uppákomum.

  Skákfélag Vinjar mun halda utan um mótið, í samstarfi við heimamenn og mótsstjóri er FIDE meistarinn geðþekki, Robert Lagerman.

  Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setur mótið og eru allir velkomnir að vera með.

  Þátttaka er ókeypis og skráning er í síma 421-6744. Annars má líka bara mæta tímanlega og skrá sig.

  23. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  Íslandsmeistarartitilinn innan seilingar hjá FH !!!!!

  daisy3new.jpg

  FH-ingar voru rétt í þessu að vinna glæsilegann sigur á liði Keflavíkur í Hafnarfirði. Nú munari aðeins 5 stigum á liðunum og eiga FH-ingarnir ennþá sjéns en þeir spila á Miðvikudaginn aftur í krikanum og að þessu sinni við Breiðablik, það verður ekki léttur leikur en vonandi vinna þeir hann. Eeff það gengur eftir þá mun ég mæta á völlinn og styðja FRAM til sigurs á Keflavíkurvellinum og vona að FH klári Fylki. Framarar verða að vinna lokaleikinn í Keflavík því að þeir eru jú að berjast fyrir evrópusætinu. Ég vil bara frekar að FH vinni deildina en Keflavík þótt ég búi í Keflavík. Mitt lið er búið að skíta upp á bak og ráma um miðja deild en það er jú Valur sem er mitt lið.

  Með kveðju

  Emil

  21. september 2008 | Emil Ólafsson | Íþróttir | 4 ummæli

  Tölvuviðgerðir, stelpur og skákmót !

  2.jpg

  Ég er búinn að vera í Vogunum í dag að setja upp tölvu fyrir góðann vin minn. Þetta er tölva sem er kannski 8 - 10 ára gömul og sömuleiðis skjárinn sem er með henni en hún er kominn í gagnið núna og ég vona að hún endist honum eitthvað. Um að gera að nota þessar gömlu tölvur þegar peningurinn sem fólk hefur milli handanna er af skornum skammti.

  Annars er bara lítið að frétta af mér, ég er að vísu kominn með nýtt sófasett heima sem mér áskotnaðist gefins og gamla settið farið á hauganna ásamt litlu tv, hillusamstæðu, öðrum gömlum sófa, stól og stofuborði ….. Það er semsagt búið að skipta út c.a. 60 % af búslóðinni og kostnaðurinn 0 kr :) Ekki slæmt það.

  33.jpg

  Leitin að nýju kærustunni er ennþá í gangi og ætla ég að reyna að vanda valið en ekki byrja bara með einhverri stelpu til þess að vera bara með stelpu. Ég vona að næsta samband mitt endist og mun gera mitt besta til þess að svo muni verða. Ég fæ síðan aðra íbúð 1 Nóvember hjá Féló en fæ að skoða hana um mánaðarmótin. Hlakka mikið til þess að flytja því að það er miklu betra fyrir mig að búa á 1 hæð en í þeirri risíbúð sem ég bý í núna sem er varla íbúðarhæf enda bara hálfkláruð.

  Björgin

  Í næstu viku eru Geðveikir dagar framundan í Björginni og svaka dagskrá meðfylgjandi þeim en það er hægt að nálgast frekari upplýsingar um það á http://www.bjorgin.is endilega kíkið til þess að sjá hvað er um að vera :)

  Ég mun keppa á Skákmóti Bjargarinnar sem er að mestu leyti mitt hugarfóstur og ég lagði til verðlaunagripi á mótinu og hef séð að mestu um skiplagninguna á mótinu og vona bara að það verði gaman. Mótið verður 24 September frá kl 13 - 16 og mun Árni Sigfússon Bæjarstjóri Reykjanesbæjar setja mótið.

  20. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Spjótinn skorar á Tryllirinn …..

  Ég var að vinna upp í Dósaseli í morgun þegar Spjótinn mætti með dósir og var hissa að sjá Tryllirinn sjálfann þar og spurði hvort að ég væri fluttur hingað suðureftir ? Ég varð að játa því og hann skoraði á mig að mæta í RAUNVERULEIKANN …………… í MASSA og þar væru flestir að æfa milli 16 - 18 og hann skoraði á mig að koma þar og bæta mig !!!!

  19. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

  pool mótið.

  Pool mótið hérna í Björginni klárast fljótlega og það er búið að ganga ágætlega hjá mér. Ég er búinn að ljúka keppni og fékk 6 vinninga af 9 mögulegum en það eru þrír sem eiga enn eftir að spila sem eiga möguleika á að ná 7-8 vinningum og lenda þar með fyrir ofan mig. Það er gaman að þessu því að enginn í karlaflokki fer taplaus í gegnum mótið og það sýnir bara breiddina hjá okkur hérna í Björginni. Í kvennaflokki eru hinsvegar tvær sem eru enn taplausar. Það mun síðan vera sigurvegarinn úr kvenna og karlaflokki sem keppa um Bjargarbikarinn eftirsótta !!!!!

  18. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Nóg að gera í vinnunni.

  Það gengur vel í vinnunni og í þar seinustu viku þá var ég með einn fjarvistardag og einn dag of seint. Síðan í seinustu viku var ég einn dag og seint en í þessarri viku ætla ég að bæta mig og mæta alla daga á réttum tíma. Þetta er allt að á réttri leið.

  Síðan 22-23 september þá kemur rosa vél upp í Dósasel sem telur, flokkar o.fl. Það koma einhverjir menn frá Danmörku að setja vélina upp og hún mun verða bylting í vinnunni hjá okkur og vinnuaðstaðan mun breytast til muna. Hlakka til að sjá þessa vél.

  Ég fór og samdi við Intrum útaf skuld við Lyf og Heilsu og mun borga 20 þúsund kr skuld vegna lyfja eftir að ég er búinn að trassa að borga greiðsluseðlanna sem þeir hafa sent mér á þessu ár ….. Bara aulaskapur í mér ekkert annað, en ég er allavega á réttum farvegi eftir að ég fékk þessa góðu liðveislu sem er búin að koma mér á rétta leið í ýmsum málum í lífinu.

  Það kemur í ljós á morgun hvort ég fái aukavinnu eftir hádegi á morgun í Dósaseli. Mér finnst í lagi að taka einn og einn dag aukalega en er ekki svo mikið fyrir það. Bara gaman að vera innan um fólkið í vinnunni en ekki að það sé af peningagræðgi heldur að maður hefur bara gott af því að vera innan um fólk til þess að rjúfa félagslega einangrun.

  Ég mun keppa með B-liði Víkingaklúbbsins í byrjun Október. Fæ að vita nánar með það þegar nær dregur. Hlakka til þess að keppa í skákinni :) Um að gera að taka vel a því í andlega líka …..

  Bið að heilsa í bili.

  Kveðja

  Emil

  15. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | Engin ummæli

  æfingin gekk vel

  Bara að láta vita af mér. Boccia æfingin gekk vel í gær og bara gaman af því. Það er bara vesen að vera svona net og tölvulaus heima. Ég kemst í tölvu í Björginni á daginn. Það er ágætt en ég var að pæla í því hvort einhver á notaða tölvu sem þeir myndu vilja láta mig fá eða styrkja mig til kaupa á ódýrri tölvu. Sendið póst á krafturinn@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.

  Kveðja

  Emil

  11. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

  Páverljóð …..

  Allir sannir karlmenn elska stálið,
  Tölvutryllirnn er í miklum bætingarhug,
  Aumingjarnir geta éta kálið,
  Rífur hverja bætinguna á eftir annarri upp á flug ….

  9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Speki Dagsins, Geðveiki, Kraftlyftingar | Engin ummæli

  Rigning og aftur rigning ….

  Mikið finnst mér þessi rigning vera pirrandi. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna í morgun og þegar ég tók strætó í vinnuna í morgun og steig út úr vagninum þá steig ég bein í poll !!!!! Ég blótaði í sand og ösku enda orðinn blautur í gegnum skónna og sokkanna strax áður en vinnan byrjaði……

  Maður verður nú samt að reyna að líta á þetta allt með björtum augum og hlakka til þess sem verða vill í lífinu. Fyrir mér er þessi rigningarúði bara merki um að það er farið að hausta hérna á Íslandi en þetta er samt pirrandi eftir frábært sumar hérna í Keflavík.

  Svo er Vinnan, Björgin og Boccia æfing á morgun hjá Nes nóg um að vera þannig að ég bið bara að heilsa ykkur öllum.

  Guð blessi ykkur öll.

  Með kveðju

  Emil

  9. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

  Óvissa með framhald í vinnunni

  Það er komin ákveða í sambandi við atvinnumál hjá mér því að í næstu viku þá er áætlað að þessi vél komi í næstu viku og ku kosta 20 milljónir …. Hún mun hafa í för með sér ákveðnar breytingar í vinnuferlinu í Dósaseli en þessi flokkunar og talningarvél mun taka yfir stórann hluta af starfi okkar í Dósaseli.

  Það sem við erum að gera í Dósaseli það er meðal annars talning, flokkun o.fl. en mér þykir nokkuð ljóst að þetta mun þýða einhverja fækkun á starfsfólki í Dósaseli. Ég ræddi þessar áhyggjur mínar við yfirmanninn því að ég er kominn í ákveðna rútínu með mín mál þ.e. að vakna á morgnanna, fara til vinnu og þar fram eftir götunum og hef áhyggjur á því að þessi vél komi til með að taka yfir starfið sem ég er að sinna. Yfirmaðurinn sagði mér að vera ekki að stressa mig yfir þessu því að þessar breytingar tækju tíma og þar fram eftir götunum.

  Auðvitað er maður stressaður þegar breytingar standa fyrir dyrum en oft er það þannig að breytingar opna nýjar dyr þótt að þær loki öðrum. Ég vona bara það besta og reyni að standa mig í lífinu áfram.

  Vona bara að þið hafið það sem best elskurnar og guð blessi ykkur.

  Með kveðju

  Emil

  8. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

  Ljósaskákmótið á morgun.

  Ég er að fara að tefla á Ljósaskákmótinu á morgun. Það er mæting fyrir kl 11 en þetta mót er að tilefni af Ljósanótt hérna í Reykjanesbæ. Læt ykkur vita á morgun hvernig gengur.

  Kveðja

  Emil

  5. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

  Lífið er hverfult ….

  Lífið er hverfult þannig er það nú bara. Það kom upp ákveðið ósætti milli mín og foreldra hennar Ingunnar. Málið var það að við tókum 3 lán á hennar nafni og þau voru svo viss um að ég ætti bara rétt pening fyrir mat þannig að það væri engin leið fyrir mig að borga þessi lán og komu heim til mín í gær ásamt Ingunni sem var þarna bara eins og illa gerður hlutur. Hún hafði ekkert um þetta að segja og þau tóku allt dótið sem við vorum búin að fá okkur þannig að ég ákvað að slíta trúlofuninni fyrst að þau létu svona við mig.

  Ingunn vildi ekki að við myndum hætta saman en hún fékk engu um það ráðið. Svona er það víst bara lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ég óska þér alls hins besta Ingunn mín og vona að þú finnir hamingjuna aftur. Þú ræður víst ekki yfir því að hafa svona foreldra ….

  Með kveðju

  Emil

  3. september 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli