Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

3 mánaða trúlofun

ingunn3.jpg

Þá er komið að því að ég og Ingunn Birta ástin mín erum búin að vera trúlofuð í 3 mánuði. Þó að fólki finnist það ekki langur tími þá finnst mér það vera áfangi því að þetta hefur allt gengið stóráfallalaust fyrir sig síðan við trúlofuðum okkur. En áður þá vorum við nokkrum sinnum svona sundur-saman en það breyttist allt við okkar trúlofun og það sem er fyrir mestu er það að ég hef ekki þurft að fara neitt inn á Geðdeild 32a síðan við trúlofuðum okkur. Ingunn hefur reynst mér mjög vel bæði þegar ég hef verið veikur og líka þegar betur hefur gengið.

Hvað sem fólk vill segja um hana þá hefur hún reynst mér frábær og ég vona að við verðum saman sem lengst. Ingunn ég hef sagt þér það margoft og segi þér það hérna á síðunni minni, ég elska þig ástin mín ;)

tryllirinn.jpg

Þegar manni líður betur þá er maður líka orðinn flottari til fara.

emil-og-ingunn.jpg

Ég og Ingunn saman á góðri stundu.

rocky.jpg

Rocky hundurinn minn er glæsilegur :)

emil-amlodi.jpg

Ég bætti mig með að taka 80 kg steinninn Amlóða og þar sannast hið fornkveðna ” þegar manni líður vel þá gengur betur “

pb040082.jpg

Tölvutryllinn !!!!

korntoppurinn_me_pottlok.jpg

Korntoppurinn hefur ekki talað við mig í 3 mánuði af því að ég trúlofaðist Ingunni. Við vorum búnir að vera vinir í mörg ár og ég bara skil ekki svona hegðun. Þetta segir mest um hans þroska, hroka og hvernig hann er !!!

Ef ykkur líkar ekki að ég sé að skjóta á hann með þessu þá er þetta enginn ósanngjörn gagnrýni og bara samkvæmt sannleikanum….

30. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 8 ummæli

Lokaspretturinn að hefjast í Landsbankadeildinni.

Sigurbjörn með bikara

Þá er lokaspretturinn að hefjast í Landsbankadeildinni og það lítur ekkert of vel út fyrir okkur Valsmenn sem ríkjandi Íslandsmeistara. Keflavík leiðir með 37 stig, FH koma næstir með 35 stig og við Valsmenn með 32 stig, en öll lið eiga fimm leiki eftir og 15 stig í boði. Leikirnir sem eru eftir hjá liðinum eru eftirtaldir :

Valur :

Valur - ÍA, 31 Ágúst
FH - Valur, 13 September
Valur - Þróttur, 18 September
Fram - Valur, 21 September
Valur - KR, 27 September

Eins og sjá má þá eru þetta allt strembir leikir eftir hjá Val og ljóst að það má EKKERT útaf bregða ef við eigum að eiga sjéns á því að verja titilinn.

FH :

FH - Valur, 13 September
Fram - FH, 18 September
FH - Keflavík, 21 September
FH - Breiðablik, 24 September
Fylkir - FH, 27 September

Mín skoðun er sú að FH-ingar nái ekki að klára alla þessa leiki því að þeir eru að spila 4 leiki á 9 dögum og það mun reynast liðinu ofviða.

Keflavík :

Keflavík - Grindavík, 31 Ágúst
Fjölnir - Keflavík, 13 September
Keflavík - Breiðablik, 18 September
FH - Keflavík, 21 September
Keflavík - Fram, 27 September

Keflvíkingar hafa ekki orðið meistarar í 35 ár og það er líklega komið að þeim ef þeir halda haus enda eru þeir með hörku lið þetta árið. Á pappírunum þá eru Keflvíkingar líklega með léttasta prógrammið eftir en þess ber að geta að Fjölnir, Breiðablik og Fram eru sýnd veiði en ekki gefin og það er nóg að einn leikur klikki hjá þeim ef FH-ingar klára sína leiki …..

28. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Svaf yfir mig ….

Ég vaknaði kl 6.30 í morgun með henni Ingunni minni sem er flutt til mín. Hún fór með 7 rútunni í bæinn enda þarf hún að sækja vinnu þangað svona til að byrja með. Ég var vakandi til um kl 8 en þá slokknaði alveg á mér og ég sofnaði, vaknaði síðan kl 11.50 og missti af vinnunni !!!!! Ferlegt en sem betur fer er ég að fara til læknis á morgun í sykursýkiseftirlit og ætla að tala við læknirinn um hvað er hægt að gera við því að ég er alltaf svona syfjaður og þreyttur.

Ég fór í björgina upp úr hádegi borðaði þar hádegismatinn, fór svo í tjáningarhópinn kl 13 og að spila pool við vini mína í björginni eftir hádegi. Það gekk ágætlega ég tapaði einum leik og vann þrjá. Síðan fór ég að versla ásamt liðveislunni minni í Bónus og við keyptum mat og ýmsar nauðsynjar fyrir heimilið. Förum þó aftur að versla á fimmtudaginn því að mig langar til þess að hafa steiktann fisk seinni hluta vikunnar.

Á miðvikudaginn þá koma strákarnir okkar frá Peking og Ólafur Ragnar forseti hefur ákveðið að sæma þá fálkaorðunni eða riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og það verða 14 leikmenn sem fá hana en stórriddarakrossinn fá Óli Stef fyrirliði, Guðmundur þjálfari og formaður HSÍ. Frábært framtak hjá forsetanum. Ólafur Ragnar er frábær forseti og ég vona að hann gefi kost á sér aftur eftir að þetta kjörtímabil rennur út því að við fáum engann betri mann í embættið. Þótt hann sé orðinn 65 ára þá kemst enginn með tærnar þar sem hann er með hælanna.

Ég er mjög þakklátur hvað það gengur vel hjá mér og Ingunni og vona að það muni halda áfram að ganga svona vel. Hvað sem efarsemdarmenn eins og Magnús Korntop segja þá pössum við Ingunn vel saman og hananú !

25. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Afslöppun í dag.

Í dag er ég bara búinn að vera í afslöppun hérna heima með Rocky. Þessi rigning sem verið hefur undanfarna daga er ferlega pirrandi en það er víst ekki alltaf hægt að hafa sól og blíðu. Mér finnst þegar það er svona rigningarveður og skýjað að það sé bara þunglyndisveður sem er ekki nógu gott, dregur mann soldið niður.

Íslendingar náðu 2 sæti á Ólympíuleikunum í handbolta frábær árangur strákar og innilega til hamingju. Það eru 52 ár síðan Íslendingar áttu seinast silfurverðlaunahafa á Ólympíuleikunum en það var í Merlbourne í Ástralíu þegar Vilhjálmur Einarsson fékk silfur í þrístökki árið 1956. Það var 20 árum áður en ég fæddist á þessa jörð.

Svo byrjar bara vinnuvikan á morgun hjá mér og Ingunni líka. Hún tekur rútuna í fyrramálið í bæinn og kemur svo um kvöldið aftur.

Bið að heilsa

með kveðju

Emil

24. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Sterkasti Fatlaði Maður Heims 2008.

steinn2.jpg

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims 2008 fer fram daganna 17 - 18 Október næstkomandi. Mótinu seinkar vegna þess að Ólympíuleikar fatlaðra eru á þessu ári og það er einn klakverji sem mætir til keppni þar ásamt Arnari þjálfara. Það er stefnan á að vera með á sterkasti fatlaði heims í þriðja skipti bara gaman af því að keppa við strákanna og hitta þá alla.

Í standandi flokki þá hefur titilinn aldrei verið varinn en sigurvegarar seinustu 4 ára eru þeir Hörður ( 2005, 2007 ) og Beggi Turbo ( 2004, 2006 ) og er passalega reiknað með því að annar hvor þeirra verði efstur Íslendinga en vonandi koma einhverjir erlendir keppendur í standandi flokk svipað og hjá sitjandi flokki. Þar er Ulf Erikson frá svíþjóð ríkjandi meistari en Tavo Jurajerví frá Finnlandi hafði unnið í 4 ár þar áður.

Hrikalega Jákvætt og vonandi verða sem flestir með :)

Með kveðju

Tryllirinn

22. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Glæsilegur sigur á Spánverjum.

Íslendingar voru rétt í þessu að sigra Spánverja 36 - 30 í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í handbolta sem þýðir að við mætum Frökkum í úrslitaleiknum en Spánverjar spila við Króata núverandi Ólympíumeistara um bronsið. Frábær leikur hjá Íslenska liðinu sem lenti aldrei undir.

Maður beið eftir því að þessi klassíski vondi kafli kæmi hjá okkur en hann kom aldrei og allir leikmenn liðsins lögðust á eitt um að ná frábærum árangri og staðreynd hvernig sem úrslitaleikurinn fer að þetta er besti árangur í sögu íslensks handbolta !!!!!

22. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Helgarfrí framundan.

emil-og-ingunn.jpg

Jæja, þá er bara einn vinnudagur eftir og svo kemur helgarfrí enn eina ferðina. Ingunn ástin mín kemur á morgun og ég hlakka rosalega mikið til þegar hún kemur því að hún er alltaf svo góð við mig. Við tökum líklega íbúðina í gegn um helgina þótt að hún sé að mestu leyti hrein núna. Skrækur og Kjáni eru alltaf jafn ánægðir þegar Ingunn kemur hingað því að hún er svo dugleg að sinna þeim.

Skrækur og Kjáni

Hérna eru Skrækur og Kjáni dísargaukarnir hennar Ingunnar.Það styttist í að ég flytji í nýja íbúð en það er talað um í kringum mánaðarmótin sept/okt öðrum hvorum megin við það, kemur bara meira í ljós þegar nær dregur…… Það verður spennandi. Ég er búinn að plana ýmislegt hvernig ég vil hafa íbúðina. Það er líka ýmislegt í gangi í Björginni og dagskráin að komast í mjög góða mynd. Það er til dæmis slökun fjórum sinnum í viku og mér finnst það vera orðin alveg nauðsynlegur þáttur í mínu daglega lífi að taka þátt í slökuninni þar. Jæja, ég ætla að fara að koma mér í háttinn.

Guð blessi ykkur öll.

Með kveðju

Emil

22. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Víkingaklúbburinn

Hérna koma myndir frá því gærkvöldi alveg sjóðheitar :) KR-ingar unnu okkur í Víkingaklúbbnum nokkuð sannfærandi 54-18 en þetta var mjög gaman og við stóðum okkur allir eins og hetjur !!!!

dsc_0270.JPG

Fræknir Liðsmenn Víkingaklúbbsins.

hrannar-tryllirinn.JPG

Hrannar Baldursson stórmeistari sem er með 2080 stig er hérna að kljást við Emil Skáktrylli …

33.JPG

Er ekki alveg viss hvað þessir góðu herramenn heita ….

herlufsen.JPG

Sigurður Herlufsen margfaldur hafnarfjarðarmeistari sem er með 1965 stig mætti ofjarli sínum þegar Skáktryllirinn varð í vegi hans og þurfti að lúta í lægra haldi.

turbo-mat.JPG

Beggi Túrbó fékk líka að kenna á því í æfingaskák …..

21. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Það er cool að reykja !

emil3.jpg

 Það er cool að reykja eruð þið ekki sammála ???

21. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Víkingaklúbburinn mætir KR-ingum i kvöld.

viking.jpg

Við í Víkingaklúbbnum mætur KR-ingum á Íslandsmóti taflfélaga í Hraðskák í frostaskjólinu kl 18 í kvöld. Að sjálfsögðu kemur ekkert annað en sigur til greina og í sveit okkar eru m.a. Ég og Gunnar Master ásamt mörgum sterkum mönnum. Það verður gaman að þessu og vonandi tekst að leggja KR-inganna að velli, það munu birtast úrslit á síðunni í kvöld en aðalatriðið er að hafa gaman að þessu og að allir reyni sitt besta.

Með skákkveðju Tryllirinn

UPPFÆRT : 

 

Við náðum 18 vinningum og stóðum aðeins í KR-ingunum en þeir unnu góðann sigur. Við í Víkingaklúbbnum óskum þeim innilega til hamingju og gangi þeim vel í 2 umferð :)

20. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Tryllirinn að komast í fíling !!!!

tryllirinn.jpg

Tryllirinn er allur að koma til.


braudstangir1.jpg

Það voru brauðstangir í forrétt hjá okkur þegar við fórum á Langbest og allir hámuðu þær í sig af bestu lyst. Síðan þurfti náttúrlega að drekka eitthvað með þessu og allir nema Beggi Túrbó ( sem var að keyra ) fengu sér smá öl í tilefni dagsins.

bjorinn.jpg

pizza.jpg

Síðan kom pizzan en því miður náðist ekki mynd af henni heilli sökum græðgi viðstaddra ……

emil-og-beggi.jpg

Góðir félagar á góðri stundu, Tryllirinn og Túrbóinn …..

tryllir-turbo2.jpg

Tryllirnn hvíslar góðu páverráði að Túrbónum sem leggur vel við hlustir …..

anna-atvagl.jpg

Það voru nú ekki bara pávermennirnir sem tóku vel á því í átinu heldur líka Anna Túrbómey ….

ingunn.jpg

Og Ingunn afmælisbarn tók líka á því í átinu :)

ingunn-og-anna.jpg

Ingunn og Anna frænka hennar eru rosalega góðar vinkonur :)

17. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Ingunn er 28 ára !!!!

emil-og-ingunn.jpg

Ingunn og ég i okkar fínasta pússi.

Ingunn elskan mín er 28 ára í dag og í tilefni dagsins skelltum við okkur út að borða á hinum rómaða veitingastað Langbest í Keflavík ásamt Önnu frænku hennar og Begga Turbo kærasta hennar önnur. Það var bara rosalega gaman og við skemmtum okkur öll alveg konunglega. Hérna koma nokkrar myndir frá afmælinu ….

ingunn-og-anna.jpg
emil-og-beggi.jpg
beggi-turbo.jpg
bjorinn.jpg
braudstangir.jpg

16. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Ingunn á afmæli á morgun.

ingunn-trulofun.jpg

Á morgun 16 Ágúst þá verður hún Ingunn Birta unnustan mín 28 ára. Við fórum í tilefni af því út að borða í kvöld og það var einhver þarna á staðnum sem ég held að hafi verið Binnsterinn samt ekki alveg viss sá ekki almennilega framan í kauða sem sagði SÆLL TÖLVUTRYLLIR hvað segirðu gott ??? Ég svaraði til baka bara allt fínt. Þá sagði viðkomandi vó ….. sjáiði hvað hann er með stóra pizzu strákar hann er alveg hrikalegur !!!!!!

Á morgun munu svo Anna frænka hennar Ingunnar og kærastinn hennar Beggi Turbo kíkja í heimsókn í tilefni af deginum og að sjálfsögðu verður gert eitthvað til dægrastyttingar :) Ég fæ ekkert að vita allt planið strax en það verður vonandi gaman á morgun.

tryllir-master.JPG

Svo fer ég á miðvikudaginn að keppa með liði Víkingaklúbbsins á móti KR upp í frostaskjóli í Hraðskákkeppni taflfélaganna ásamt Gunnari Master og vonandi verður Sir Magister einnig með. Fæ að vita það betur þegar nær dregur hvernig þetta verður en það er stefnt á Miðvikudaginn klukkan 18. Það skal hafast sigur móti KR-ingunum :) Sigurliðið úr viðureigninni mætir svo sigurliðinu úr viðureign Bolungarvíkur og Kátra.

15. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Heimsókn til Immu og Gumma….

imma-emil-og-rocky.jpg

Vinirnir og fyrrverandi hjónin Emil, Imma og Rocky sómir sér vel með okkur.

Ég ákvað að kíkja í heimsókn til Immu og Gumma unnusta hennar en þau búa ekki langt frá mér. Að sjálfsögðu var Rocky með í för og það var bara ljómandi huggulegt að kíkja í heimsókn til þeirra. Fyrir þá sem eru hissa að sjá okkur á sömu mynd þá skal þess getið að þetta var einungis VINÁTTU heimsókn enda er ég trúlofaður Ingunni og Imma trúlofuð Gumma.

thorunn-og-gudjon-smari.jpg

Hérna er svo mynd af mömmu hennar Immu sem heitir Þórunn ásamt ástinni í lífi hennar honum Guðjóni Smára


Það gengur bara vel hjá þeim öllum og gaman að sjá að lífið brosi við öllum. Þetta var bara jákvæð og skemmtileg heimsókn og bara allt gott um það að segja.

korntoppurinn_me_pottlok.jpg

Stórvinur minn Magnús Korntop á afmæli í dag, innilega til hamingju með daginn Maggi :)

14. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Steinatök í Haukadal !!!!

Ég skrapp með Herði vini mínum og konunni hans Kristjönu í smá bíltúr til að taka á steinum í Haukdal sem er vestur í Dalasýslu. Ætlunin var að sjá hvort að það væri hægt að taka aðeins á þremur aflraunasteinum þar. Við tókum vigt með og að okkur vitandi er þetta í fyrsta sinn sem að þeir eru vigtaðir. Amlóði vigtaðist 80 kg , hálfsterkur 102 kg og fullsterkur 130 kg.

Jafnvel telur Harðviðurinn að fullsterkur sé 135 kg en þó ekki þyngri en 140 kg vegna þess að vigtin sem við vorum með tók bara 130 kg. Ég mun segja hérna smá ferðasögu fyrir ykkur kæru lesendur :

Ferðasaga :

Ferðin hófst í Sandgerði um níu leytið í gærkvöldi og tókum við bensín þar og brunuðum beint í höfuðkaupstaðinn Reykjavík þar sem við sóttum Kristjönu konu Harðviðsins. Málið var að við vorum komin klukkan 23.15 í Borgarnes og við töldum að þar væri opin sjoppa eða eitthvað þvíumlíkt svo að við gætum fengið okkur að borða fyrir átökin …..

En neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ……………….. þvílíkir helvítis sveitalubbar þarna í Borgarnesi það lokar víst allt þar á slaginu ellefu !!!!!! Hvorki Kristjana, Hörður né mér var skemmt við þær fréttir og bölvuðum við Borgarnesi í sand og ösku, sem betur fer búum við ekki út á landi !!!!! Okkur finnst þetta niðurlægjandi þjónusta fyrir fólk í landinu og mælum hér með að það verði opið til hálf tólf þarna framvegis.

Vegurinn var fínn frá Keflavík og alla leið upp að Borgarnesi en þaðan og að Haukadal er vegurinn ekkert spes og er það mitt álit að það væri nær að setja pening í vegagerð á landsbyggðinni í staðinn fyrir að halda einhverjar hommahátíðir árlega það kostar ekkert smá fé !!!!!!

Eftir mikinn barning á lélegum vegum landsbyggðarinnar þá komumst við loksins að steinunum sem heita Amlóði sem er 80 kg, hálfsterkur 102 kg og fullsterkur sem er um 130 kg.

amlodi.jpg

Amlóði 80 kg

halfsterkur1.jpg

Hálfsterkur 102 kg

fullsterkur.jpg

Fullsterkur 130 kg


Eftir smá átök þá náði ég Amlóða upp í c.a. 60-65 hæð eins og þið getið séð …..

emil-amlodi.jpg

Ég með Amlóða 80 kg …..

En Hörður kláraði þá alla enda er hann mjög vanur steinakóngur og kann allskonar tækni og klæki til þess að ná steinum upp :) Þetta var bara allt saman mjög gaman og það verður gaman að fara þarna að ári og reyna við hálfsterkann en það er rosalega vont tak á honum eins og þið sjáið á myndunum.

Læt fylgja hérna eina mynd af Herði í baráttu við hálfsterkann.

hordur-halfsterkur.jpg

13. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Skemmtileg helgi.

Ég og Ingunn áttum bara ljómandi huggulega helgi saman. Við horfðum á crybaby, skruppum smá í bæinn og höfðum það bara kosý. Hún fer síðan í bæinn með rútunni í kvöld. Svo verður Ingunn 28 ára um næstu helgi þá verður kallinn sko að finna upp á einhverju sniðugu til að gleðja hana. Eruð þið með einhverjar hugmyndir hvernig rómantísk helgi gæti orðið ?? Endilega skrifið ykkar hugmyndir hérna fyrir neðan :)

10. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Kvíðakast í gær.

bakid.JPG

Það fór alveg með mig í gær þegar ég fékk kvíðakast sem varð þess valdandi að ég var mjög órólegur og leið ekki vel. Ég sofnaði ekki fyrr en hálf tvö í nótt en vaknaði samt um 8 leytið og fór í vinnuna. Það er bara einn vinnudagur eftir í þessari viku en ég er búinn að vera mjög þreyttur í allann dag. Vonandi að ég geti hitt lækni útaf þessu til þess að fá eitthvað við þessu svo að mér líði betur.

Ég er samt mikið að hugsa um páver þessa daganna og les inn á kraftaheimum reglulega til þess að fylgjast með öllu þar. Mín takmörk eru að fara í 200 kg í réttstöðunni á þessu ári og um 90 kg í bekk og 180 kg í hnébeygju áður en árið er liðið en það er nægur tími því að maður er bara 32 ára.

Ég fer í slökun í Björginni 4x í viku og mér finnst það bara mjög gott fínt að hafa sambland af ýmsu í prógramminu hjá sér til þess að ná hámarksárangri. Mér líður vel þegar ég er hérna í Björginni og reyni að vinna í mínum málum eins og get.

Bið að heilsa í bili, slökunin fer að byrja.

Kveðja

Emil

7. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Skjóðan öll að koma til …..

Skjóðan er öll að koma til eins og titilinn segir. Kallinn vigtaðist áðan 128.4 kg og raðaði síðan í sig kvöldmatnum sem var 5 spæld egg, 2 pakkar af beikoni og rauðkáli til þess að fylla upp í diskinn og var þessu var síðan skolað niður með hálfum lítra af sítrónu toppi ……

Fram að helgi verður tekið á handlóðunum í björginni m.a. með axlalyftu, bicepcurl með handlóðum og róðri með handlóði. Það má reikna með Tryllinum 135 - 145 kg mola í keppninni um sterkasta fatlaða mann heims. Fyrir þá sem eru á móti þessum áætlunum hef ég aðeins eitt að segja …. ” HVAÐA VÆLL ER ÞETTA Í ÞÉR ??????? “

Reyni að setja síðar í kvöld inn mynd af því hvernig Tryllirinn lítur út þessa daganna ;)

Bið að heilsa

Bætingar-Tryllirinn

6. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Tryllirinn í gírinn á ný !!!!

pb040082.jpg

Það er allt að gerast hjá Tryllinum þessa daganna. Skjóðan er líklega um 125 kg og styrkurinn allur að koma. Á mánudaginn verður farið í MASSA og keypt mánaðarkort og byrjað á léttum æfingum sem miða að því að keppa á Sterkasti fatlaði maður heims í haust og síðan í keppni í páver í kringum Nóvember c.a. en það skal strax tekið fram að það verður þá annað hvort hjá fötluðum eða WPC.

Stefnan er sett á að taka amk seríuna 180 - 90 - 180 eða 450 kg í samanlögðu þegar Tryllirinn lætur sjá sig á móti næst :) Besta mótið hingað til er Reykjavíkurmót hjá fötluðum 2006 en þar fór serían 187.5 - 90 - 210 upp sem gerir 487,5 kg í samanlögðu. Kallinn stefnir á að sætta sig ekki við að vera innan við 500 kallinn í samanlögðu og taka á því !!!!!!!

pb040096.jpg

Þessi mynd er tekin á Bikarmóti KRAFT 2006, getið þið séð hvað er mikið á stönginni ???

ÁFRAM JÁKVÆÐNI, MEIRA GAMAN, MEIRI PÁVER !!!!

6. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Byrja að vinna aftur í dag.

Þá er komið að því að ég byrja að vinna aftur eftir 2-3 vikna hlé. Fékk frí vegna þess að ég var langt niðri en ætla að byrja aftur í dag og taka þetta með trompi. Fékk lítið útborgað seinast vegna þess hve lítið ég vann í júlí en ég gat því miður ekki unnið allan seinasta mánuð útaf persónulegum vandamálum. En nú horfir allt til betri vegar !!!!

Ég fæ nýja íbúð fyrir 1 nóvember og hlakka mikið til þess að flytja í betri íbúð en hún verður líka 2 herbergja eins og þessi en ekki undir súð og á jarðhæð sem munar öllu. Rocky fær að flytja með mér þessi elska :) Hann er líka skráður hjálparhundur þannig að það var aldrei nein spurning um það.

Við Ingunn áttum bara fína verslunarmannahelgi saman hérna í Keflavíkinni. Hún ætlar að vera heima hjá sér um næstu helgi og kemur síðan helgina 15 - 17 ágúst en hún verður einmitt 28 ára þessi elska þann 16 ágúst :)

Ég er kominn með liðveislu sem hjálpar mér mjög mikið og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið hana. Ég fæ t.d. aðstoð við matarinnkaup, ýmislegt í sambandi við heimilishald og margt fleira. Það munar miklu að vera kominn með manneskju sem hjálpar manni í þessu öllu.

Jæja ég þarf að fara að drífa mig í vinnuna endilega kommentið ykkar skoðun á þessu öllu.

hafið góðann dag.

með kveðju

Emil

5. ágúst 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Dósasel | 5 ummæli