Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Skákmót í Vin.

tryllir-master.JPG

Í gær fór fram 5 ára afmælismót taflfélags Vinjar sem er taflfélag í athvarfi fyrir geðfatlaða á Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Það voru 11 þátttakendur og voru margir skákmenn þar með um og í kringum 2000 stig en aðrir stigalausir en mjög sterkir. Meðal keppenda á mótinu voru Tölvutryllirinn og Masterinn, meðfylgjandi mynd var tekin þegar viðureign þessara tveggja kunnu pávermanna var að hefjast. Tryllirinn hafði betur framan af en seiglann landaði masternum sigri á endanum …..

29. júlí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

húsnæðismál.

dsc_0059.JPG

Alltaf eru hlutirnir að breytast í þessu lífi …. ég flyt líklegast bráðum annað en það kemur ekki í ljós fyrr en um miðjan næsta mánuð þegar félagsráðgjafinn minn kemur úr fríi hvert það verður. Maður verður bara að reyna að taka breytingunum með jákvæðu hugarfari.

Ég fer síðan á mánudaginn og keppi á 5 ára afmælisskákimóti Vinjar. Vin er rekið af rauða krossinum og er athvarf fyrir fólk með geðfatlanir. Mótið hefst klukkan 13 og hlakka ég mikið til þess að spreyta mig á móti í fyrsta skipti í tæplega 15 ár ef utan er talið þegar ég varð skákmeistari tipp topp eftir snarpar úrslitaskákir við Björgvin Kristbergsson.

Bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

25. júlí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

Rífa sig upp á eyrunum !!!!

emil123.jpg

Það er langt síðan að ég bloggaði seinast. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, bæði gott veður og svo hefur mig ekkert langað til þess að blogga sérstaklega og þegar mig langar ekki til þess þá bara geri ég það ekki.

Djöfull var ég pirraður út í veðrið í morgun endalaus rigning og vindur og mig bara langaði ekkert í vinnuna svo að ég sleppti því þunglyndið alveg að drepa mann þegar veðrið er svona.

Ég er að reyna að rífa mig upp úr þunglyndinu og kannski að maður fari að rífa í stálið og koma sér í um 100 kg í bekknum á ný en mitt besta á kjötinu er 105 kg á æfingu en 120 kg á móti í slopp.

Það er ekki alveg á hreinu hvað skjóðuþyngdin er þessa daganna en létt ágiskun er 122-124 kg. Mitt mat á tölum sem ég gæti tekið alveg æfingarlaus eins og núna er c.a. hb : 130 , bp : 75 , rs : 160 sem gerir 365 kg í samanlögðu skítsæmilegt miðað við mann sem nennir ekkert að æfa.

Ég er aðallega í því að mála á striga þessa daganna finnst það mun skemmtilegra en að lyfta. Er að vinna í mynd núna af Hyacinth Macaw

hyacinth-macaw.jpg

Ég er að vinna í að gera mynd á striga með olíulitum eftir þessari mynd ( 40×30 cm ) þið fáið að sjá hvernig gengur með myndina þegar hún klárast. Ég geri kannski ekki margar myndir en legg allt sem ég get í þær myndir sem ég geri.

broken_heart_by_starry_eyedkid.jpg

Emil & Ingunn saman eða ekki ???

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér hvort að ég og Ingunn eigum framtíð saman eða ekki. Það er stundum sem það er bara nóg fyrir mann að hugsa um sjálfann sig og ekki víst að andleg heilsa mín leyfi það að ég sé með annarri manneskju í sambandi. Ég bara veit það ekki eins og er en er að hugsa málið. Ingunn er búin að vera rosalega góð við mig og hún er alveg frábær stelpa en spurningin er sú hvort að ég sé í stakk búin til þess að vera jafn góður við hana því að ég er oft þunglyndur og fleira þar fram eftir götunum.

chess.jpg

Bjargarmótið í skák.

Ég er líka að æfa mig í skák 4-5x í viku til þess að vera tilbúinn í Bjargarmótið í skák sem verður haldið í September :) Meira um það síðar.

Bið bara að kærlega að heilsa öllum og vona að þetta blogg bæti upp aðeins fyrir bloggleysið undanfarinn mánuð.

með kveðju

Emil

21. júlí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 9 ummæli