Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

11 daga bloggleysi, sól og blíða !

Jæja það er núna 11 dagar síðan ég bloggaði seinast. Engar spes ástæður fyrir því nema að það er búið að vera æðislegt veður og ég hef svo sem ekkert að segja. Á sunnudaginn er það úrslitaleikurinn á EM á milli Þjóðverja og Spánverja sem ég ætla að horfa á. Annars bara að sleikja sólina og slappa af.

Blogga aftur Þegar ég nenni einhverntímann :)

Kveðja

Emil

28. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Ítalía-Frakkland , Rúmenía-Holland

Það verða tveir leikir í dauðariðlinum á evrópumótinu í dag. Annars vegar er það leikur Ítala og Frakka sem bæði hafa gert jafntefli við Rúmeníu og tapað fyrir Hollandi. Þetta verður hörkuleikur því að bæði liðin sem mættust seinast í úrslitaleik HM verða að vinna og vona að Rúmenar nái ekki að sigra Hollendinga.

Ef Frakkar og Ítalir gera jafntefli og Rúmenar líka þá falla bæði liðin út þannig að ég held að þetta verði spennandi leikur og að við fáum að sjá mörk :)

Mín spá :

Ítalía - Frakkland = 1-2
Rúmenía - Holland = 0-2

þannig að það verða Hollendingar og Frakkar sem fara áfram og heimsmeistarar ítala sitja eftir en þetta kemur allt í ljós :)

17. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Rosalegur leikur !!!!

Ég var að horfa á rosalegann leik milli Tyrkja og Tékka sem endaði 3-2 eftir að það leit allt úr fyrir öruggann sigur Tékka sem voru 2-0 yfir þegar 15 mínútur voru eftir en þá minnkuðu Tyrkir muninn í 2-1 síðan þegar 3 mínútur voru eftir jöfnuðu Tyrkir og þegar 1 mínúta var eftir þá skoruðu þeir sigurmark leiksins en í enda leiksins fékk markvörður Tyrkja rautt spjald fyrir að slá til Jan Koller framherja Tékka innan vítateigs og fannst mér að þar hefði átt að vera dæmt víti en það var aðeins dæmd aukaspyrna og Tyrkir unnu 3-2 og þar með í 8 liða úrslit á evrópumótinu.

Sviss vann síðan Portúgal með 2 mörkum frá Hakan Yakin og því seinna úr víti en portúgalar voru komnir fram fyrir leikinn og hvíldu fimm lykilmenn.

15. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Gengur vel að tefla.

Ég er að tefla alltaf í björginni núna og hef ekki enn beðið ósigur og aðeins eitt jafntefli restina hef ég unnið. Staðan er núna á móti einum góðvini mínum 2-0, öðrum 3-0 og svo frameftir götunum …..

Það borgar sig að vera latur að æfa lyftingar !!!!!

13. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 5 ummæli

Skrapp út að borða með kærustunni

Ég skrapp í dag út að borða með Ingunni kærustunni minni á Langbest hinn frábæra veitingarstað í Keflavík. Við fengum okkur 16″ pizzu með skinku og ananas rosalega góðar pizzur þar :) Gaman að fara út að borða með sinni heittelskuðu :)

Í gær skrapp ég síðan með Herði Harðvið á æfingu í Garðinum og deddaði þar 165 kg en hann tók 205 kg og reyndi við 215 kg, það var bara upp á grínið gert að fara á eina æfingu :)

Með kveðju

Emil

10. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Hvernig skal bæta sig í páver

sex.gif

Ekkert kynlíf !!!!!!

Til þess að ná árangri í páver þá þarf fyrir það fyrsta að loka á konur. Það er bara staðreynd að konur trufla menn í bætingarhug því að það fer svo mikil orka í að sinna þeim og í flengingar á kvöldin að það er ekki mikil orka eftir til þess að elska stöngina.

Síðan þarf helst að æfa 3-4 sinnum í viku þá t.d. mánudag - miðvikudag - föstudag eða mánudag-þriðjudag-fimmtudag-föstudag eins og hjá Loggnum. Svo að lokum þarf að éta hrikalega !!!!!!!!!!!!!!

Á mánudögum er fínt að æfa bekkpressuna ( þröngur og venjulegur ) , niðurtog og handlóð, þriðjudögum skal taka þunga hnébeygju og réttstöðulyftu, hvíla á miðvikudögum á fimmtudögum er aftur bekkpressa og svo á föstudögum hnébeygja og réttstöðulyfta …. Um helgar er síðan fínt að slaka á og fara í heita pottinn og gufuna í laugunum og bara horfa á flottar níur og tíur en ekki koma nálægt þeim því að þær soga í sig allan bætingarkraftinn …

8. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 3 ummæli

Johnny Cash á striga ….

Þá er loks búið að gera Johnny Cash ódauðlegann á striga :) Þetta er fyrsta myndin sem ég mála á striga og ég er bara nokkuð ánægður með útkomuna en endilega segið hvað ykkur finnst um hana, öll jákvæð gagnrýni er uppbyggjandi.

johnnycash.jpg

Hérna er myndin af Johnny sem ég notaðist við til að gera myndina á striga.

johnnymynd.jpg

Hérna er svo útkoman. Hvernig líst ykkur á kæru vinir ?? :)

6. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

Gaman gaman.

Það er gaman hjá mér þessa daganna. Ingunn verður hjá mér á meðan hún er í sumarfríinu sínu og það gengur bara vel hjá okkur. Við trúlofuðum okkur seinasta föstudag 30 Maí og mamma hennar kom í heimsókn hingað suður með sjó í dag og það var bara gaman að hitta tengdó.

Ég er sjálfur í sumarfríi fram á mánudag og þá mun ég eiga inn einn dag sem ég tek 16 Júní þá klárast sumarfríið mitt. Ég er á morgun að fara að byrja á að mála í björginni á striga læt fylgja hérna með mynd af fyrirmyndinni sem er hinn stórglæsilegi bolabítur Johnny Cash…..

johnnycash.jpg

Johnny Cash

Ég mun setja inn mynd hérna af málverkinu þegar ég hef klárað það.

Hafið góðar stundir allir.

Með kveðju

Emil

5. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Alvilda vant við látin ….

Alvilda hefur verið vant við látin á facebook undanfarinn mánuð, þeir sem vilja hafa samband við hana eru beðnir um að skrá sig á Packrat á facebook …..

5. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli

Ísland á Ólympíuleikanna í Peking !

Þá er það komið í ljós að Ísland verður með á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta. Hreiðar Guðmundsson gersamlega lokaði markinu og leikurinn endaði 29-25. Sigur sem enginn reiknaði með en sérlega ánægjulegt að svíar verði ekki með og glæsilegur sigur…..

TIL HAMINGJU ALLIR !!!!!

1. júní 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | Engin ummæli