Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Keflavík - Valur

Núna á eftir verður Keflavík - Valur í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Eins og lesendur vita eflaust að þá er ég Valsari búsettur í Keflavík og er að hugsa um að fara á leikinn. Ég spái því að þetta verði erfiður leikur en Valur taki öll þrjú stigin :

MÍN SPÁ : Keflavík-Valur=0-2

10. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Vinnuvikunni lokið.

Þá er fyrstu vinnuvikunni eftir spítalavistina lokið og gengur bara nokkuð vel. Svo tekur við löng helgi núna og ekki vinna fyrr en á þriðjudag aftur, fínt að hvíla sig smá. Skrapp í 2 tíma útiveru með Rocky í gær í yndislega veðrinu og það var alveg frábært, höfðum sko báðir gott af því.

Það fer að hefjast undirbúningur að æfingum og er ég á léttu prógrammi til þess að koma mér í form næstu vikunnar. Hvort að það verði einhver keppni seinna á árinu kemur bara í ljós hvernig formið verður bæði andlegt og líkamlegt.

Bætingarnar verða fljótar að koma en þetta tekur bara allt saman tíma hvort sem manni líkar betur eða verr. Með öruggri uppbyggingu þá er ekki hægt annað en að bæta sig. Bestu tölurnar á mótum eru hingað til hb : 187.5 , bp : 120 rs : 217.5 alveg hægt að bæta þessar tölur ef maður vandar sig.

Sjáum til hvernig þetta gengur, bið að heilsa í bili.

Með Kveðju

Emil Tölvutryllir

9. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Byrjaður að vinna aftur

Ég fór í vinnuna í gær í fyrsta skipti í rúmann mánuð og það var mjög gott að hitta allt fólkið þar en var líka erfitt að byrja aftur. Það tekur tíma að ná upp fyrra úthaldi og ég fann það alveg í gær að það mun taka einhvern tíma. Síðan þegar vinnan var búin þá fór ég í Björgina og borðaði þar Bjúgu með öllu tilheyrandi í hádeginu fínt að koma aftur þangað líka.

Síðan var seinni partinn skroppið í Bónus að versla og ýmislegt keypt þar bæði fyrir mig og síðan Rocky hundinn minn líka. Ég passaði mig á því að kaupa sem hollast t.d. Kristall í staðinn fyrir gos, ekkert snakk og þar fram eftir götunum. Maður verður að reyna að halda áfram á sömu braut varðandi þyngdina en ekki bæta strax á sig aftur.

Ég var alveg búinn eftir þetta allt saman og sofnaði um hálf níu og er að fara að koma mér í vinnuna núna á eftir rétt fyrir klukkan níu. Hafið það sem allra best í dag.

Með kveðju

Emil

7. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Þú ert aldrei sterkari en veikasti vöðvinn.

Þú ert aldrei sterkari en veikasti vöðvinn ….

Þetta er mikil speki sem vinur minn Maggi Trukkur sagði mér etn með þessu meinti hann auðvitað að maður á að þjálfa alla vöðvanna og ekki sleppa neinum. Mörgum hættir til þess að æfa ekki þá vöðva sem þarfnast meiri vinnu en aðra en auðvitað verður að þjálfa alla vöðvanna til þess að verða sterkur.

6. maí 2008 | Emil Ólafsson | Speki Dagsins | Engin ummæli

Valsmenn óstöðvandi !!!!

Það er naumast að við Valsmenn erum óstöðvandi þessa daganna, fyrst voru færeysku meistararnir teknir í kennslustund í kórnum að mig minnir 5-2 eða 6-2, síðan framarar í lengjubikarnum 4-1 og nú síðast FH í meistarakeppninni 2-1 í kvöld. 3 dollur komnar í hús og ennþá 5 dagar í að mótið byrji. Maður getur nú ekki annað en verið sáttur við frammistöðu strákanna þessa daganna.

Vonandi að þeir standi sig svona vel þegar út í alvöruna verður komið en fyrsti leikur Vals verður einmitt í Keflavík og þann leik verður maður að mæta til að sjá hetjurnar sínar spila.

ÁFRAM VALUR !!!!!!

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli

Uppnefni.

Þetta hefði nú þótt saga til næsta bæjar en þegar ég hafði útskrifast af spítalanum í dag þá hitti ég góðkunningja minn og hann sagði vá hvað þú ert búinn að grennast ég kalla þig héðan í frá ” Emil granni beinagrind !!!!! ” því að honum fannst úlpan vera að detta utan af mér. Ég sagði við hann að það væri ekki skrýtið, ég hefði varla getað étið neitt undanfarnar vikur útaf tungunni …..

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

Páverið.

Ég ætla að hvíla í viku og síðan byrja að grunna í Massa undir góðu prógrammi frá Fjölni Teygjutvister og passa mig á því að fara ekki of geyst. Mitt besta mót hingað til er Reykjavíkurmót fatlaðra 2006 ( 187.5 - 90 - 210 = 487.5 kg ) það var í 125+ flokki.

Á lágmarksmóti KRAFT þann 29.03.2008 tók ég 140 - 70 - 175 en fór upp með 170 í hnébeygjunni það var dæmt af 2-1 og 85 í bekk líka 2-1 og 200 hálfa leið upp, allt þetta æfingarlaus ætti að geta náð mun betri tölum með smá æfingu :)

Er að hugsa um að keppa í haust eða á Forsetamóti WPC milli jóla og nýárs og taka bætingar í öllum greinum. Bestu einstaka tölur óháð mótum eru : 187.5 kg hnébeygju, 120 kg í bekkpressu og 217.5 kg í réttstöðu eða samtals 525 kg.

Endilega koma með uppbyggileg komment hérna fyrir neðan svo !!!!

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

Útskrifaður heim.

Þá er maður kominn heim eftir útskrift spítalanum. Er samt á ofnæmislyfjum í 2 daga í viðbót og ef þetta lagast ekki þá á ég að mæta aftur upp á spítala. Komið nóg af þessu spítaladæmi í bili finnst mér.

Ætla að reyna að mæta til vinnu á morgun vona að það takist en spurning hversu mikið maður getur áorkað í vinnunni svona til heilsunnar ??? Rocky var rosalega ánægður að sjá mig og hoppaði um að gleði og ég var líka rosalega ánægður að sjá hann greyið.

Annars er maður svona í þreyttari kantinum og fer ábyggilega snemma að sofa í kvöld. En ég verð á MSN í dag kæru vinir ef þið viljið heyra í mér.

Bið að heilsa

Með kærri kveðju

Emil

4. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 4 ummæli

er ennþá á spítala.

Ég er ennþá á spítala og verð allavega fram á morgundaginn. Það eru ennþá rosaleg útbrot sérstaklega á fótunum en ég held að þeir séu að komast fyrir þetta smám saman. Þeir halda að þetta sé ofnæmi fyrir sýklalyfji en vita ekki hvaða, ég mun hitta sérfræðing til þess að komast að því eftir að ég losna héðan.

Ég er búinn að sofa í mest allan dag eða síðan um hádegi og vaknaði um hálf sex, fékk mér að borða. Er farinn að geta borðað brauðsneið með áleggi þannig að tungan er öll að koma til líka. Svefninn er besta lækningin segja sumir og mér líður best þegar ég næ að sofa.

Skrifa meira seinna.

Með kveðju

Emil

3. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

Fékk ofnæmiskast - er á spítala !!!!

Ég fékk ofnæmiskast og var fluttur í skyndi á spítalann í Keflavík. Verð að minnsta kosti fram á morgundaginn það þarf að fylgast með þessu. Ingunn er í heimsókn hjá mér núna. Hvað sem hægt er að segja um hana þá reynist hún mér alltaf best þegar mér líður sem verst !!!!

Maður sér hverjir eru vinir manns þegar maður er veikur. Ég held að það sé best að ég og Ingunn komumst að samkomulagi og verðum saman. Af þessum stelpum sem ég hef verið með er hún skást þrátt fyrir sína veikleika.

Bið að heilsa í bili

guð blessi ykkur

Kveðja

Emil

2. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

mikið að gerast.

það er ýmislegt búið að gerast í mínu lífi undanfarið. Ég hætti með Ingunni af því að mér fannst það ekki ganga nógu vel að vera í svona fjar-sambandi. Ingunn var ekki mjög ánægð og sagði að ég væri asni núna.

Ég kynntist stelpu í gegnum Sæþór vin minn en hún heitir Steinunn. Ágætis stelpa og allt það en hefur átt erfitt. Hún syngur m.a. með sönghópnum Blikandi Stjörnur sem bakraddarsöngkona. Hlutirnir æxluðust þannig að hún flutti til mín og það varð samkomulag um að hún myndi borga 25.000 kr sem sinn hluta af leigunni ( 70.000 kr í heild ).

Steinunni fannst þetta þvílíkur yfirgangur og frekja ( frétti ég í kvöld ) og sagði að vegna þess að hún væri öryrki þá ætti hún svo erfitt og bla bla bla …… ég benti henni kurteisislega að lífið væri ekki auðvelt og hvort sem ég notaði íbúðina eða ekki og eins þyrfti ég að borga í mat ef ég vildi ekki svelta sáru hungri.

Hún gat engann veginn séð þetta eins og ég og rauk í fússi áðan því að henni fannst ég svo ósanngjarn. Magnús Korntop vinur minn var búinn að reyna að vera sáttasemjari og ég var til í að slaka á kröfunum þannig að í staðinn fyrir að borga leigu fyrstu tvo mánuðina á meðan við værum að sjá hvort að þetta myndi ganga upp þá myndi hún borga rekstur bílsins ( sem hún á sjálf !!!! ) og sigaretturnar sjálf úr eigin vasa án hjálpar frá mér.

Hún Steinunn gat ekki séð að það væri neitt sanngjarnt við þetta…… Ég fórnaði mínu sambandi við Ingunni til þess að láta reyna á þetta og tapaði hvoru tveggja. Ég hélt að Steinunn væri betri stelpa en hún í raun reyndist vera …….

Vonandi gengur bara betur næst.

Með kveðju

Emil

2. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli