Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Falsspámaðurinn Korntop !!!!

korntoppurinn_me_pottlok.jpg

Magnús Korntop hinn afskiptasami ……

trulofun-emil.jpg
ingunn-trulofun.jpg

Alveg þykir mér óskiljanlegt afskiptasemi fólks og númer eitt í því er Magnús Korntop vinur minn. Honum er illa við unnustu mína sem ég var að trúlofast í gær og heldur að hann viti hvað sé best fyrir alla. Einnig lýsti hann því yfir að sambandið myndi ekki endast lengur en í viku af því að í fortíðinni þá hefði þetta gengið svona og svona og lýsti yfir hvernig hringir ættu að vera og hélt rosa ræðu ……

Þess má geta að spádómsgáfa Korntoppsins hefur ekki þótt upp á marga fiska hingað til og má nefna þegar Liverpool varð evrópumeistari árið 2005 þá spáði hann liðinu tapi í hverjum einasta leik frá 16 liða úrslitunum og sendi sms í hálfleik að núna væru þeir loks úr leik !!!!! Það vita allir hvernig það fór :)

Svo er það Sæþór vinur minn, hann klikkaði á mig á msn og vildi endilega vita hvað hringarnir kostuðu ….. ég og ingunn sjáum ekki að það komi nokkrum við hvað hringarnir okkar kostuðu né hvort að við séum saman eður ei. Ef við erum ánægð saman þá skiptir engu hvað öðrum finnst og þetta er óþolandi afskiptasemi hjá Korntop og Sæþóri ……..

Ekki erum við að skipta okkur að samböndunum þeirra ….. Það eru bara sumir svona þurfa að vera að skipta sér af öllu hjá öðrum en það skiptir ekki máli því að sem betur fer er ég ekki trúlofaður þeim !!!!!

31. maí 2008 | Emil Ólafsson | Umræðan | 6 ummæli