Dósasel
Hvað er Dósasel ??? Dósasel er verndaður vinnustaður í Reykjanesbæ rekinn af Þroskahjálp. Ég er að vinna í Dósaseli og er búinn að vera þar síðan 8 Janúar og mér finnst að ég sé loksins búinn að finna minn rétta stað í lífinu. Það gengur vel hjá mér í vinnunni og ég er að komast í góða rútínu.
Maður þarf að vakna í vinnuna þar sem ég vinn frá 9 - 11.30 síðan fer ég í Björgina og svo er misjafnt hvað ég geri það sem eftir lifir dags. Það er frábær fólk sem vinnur í Dósaseli og er á öllum aldri. Yngsta manneskjan sem vinnur þar er 14 ára og sú elsta 65 ára og allt þar á milli.
Dósasel er opið frá 13 - 18 alla virka daga nema föstudaga þá er opið frá 9.30 - 13.00 ef þið viljið nánari upplýsingar ekki hika við að hringja í síma 421 4741 á opnunartíma.